Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1997, Síða 22

Heima er bezt - 01.06.1997, Síða 22
okkur fullkomlega fyrir sér, þrátt fyr- ir okkar unga aldur. Er við vorum með Valda með okk- ur, lá leiðin venjulega upp heimtröð- ina og upp á veg. Þaðan var svo hald- ið í vesturátt eftir sléttum reiðgötum, upp brekku eða hjalla, sem lá út með Grafarhlíð, allt út fyrir Dranginn hans Geirmundar heljarskinns. Neðst í hjallanum neðan vegar, var stór klettur, einn og sér. Þennan stein töldum við þre- menningarnir vera bústað æðsta höfð- ingja huldufólksins og því höfðum við Sveinn snyrt vel til í kringum hann og girt svæði út frá honum með stein- um. Hér var alltaf áð og stansað nokkra stund, síðan lá leiðin út hjallann og nokkuð út fyrir Drang. Þar varð fyrir okkur annar stór steinn er líktist kirkju, og auðvitað vorum við ekki í vafa um að hér væri höfuðkirkja huldu- fólksins að Gröfum. Einnig hér var alltaf höfð einhver viðdvöl og oftar en ekki voru hér framin einhver kirkjuleg verk, í það minnsta var flutt bæn eða farið með vers úr sálmi. Að sjálfsögðu fórum við ekki svona langferðir fótgangandi. Snær- isspottinn með sauðarleggnum var alltaf á milli fóta okkar. Valda leidd- um við á milli okkar og staf sínum sveiflaði hann fram og til baka og ég held að það hafi ekki verið stór steinvala eða hola í veginum, sem framhjá honum fór. Þessi ferðalög tóku drjúgan tíma, enda var oft áð, því að mörgu þurfti að hyggja. Svo var nú líka það að okkur lá aldrei neitt á. Ekki man ég eftir því að nokkru sinni henti okkur óhapp á þessum langferðum okkar, enda hélt huldufólkið hér sem ann- arsstaðar, verndarhendi sinni yfir okkur. Þar sem við Sveinn vorum ekki vinnufærir sökum þess hve ungir við vorum, eignuðumst við næstum því aldrei aura til að kaupa eitthvað úr kaupstað, þó þangað félli ferð. Ein undantekning var þó hér á, því að fljótt komumst við upp á að tína hagalagða, en svo var sú ull nefnd, sem fullorðið fé missti af sér á vorin, Gísli Brynjúlfsson, sonur bóndans að Gröfum með börnum höfundar og Þóru Magnúsdóttur konu hans. vítt og breitt um hagana. Þessa lagða máttum við eiga sjálfir og þá loksins kom að því að við gátum látið kaupa fyrir okkur vasahnífa, sem reyndar voru oftast nefndir sjálfskeiðungar á þessum tíma, og fyrir alla sveita- stráka var það stór stund að eignast slíka gersemar. Þó að hér mætti svo sem segja „amen eftir efninu,“ get ég ekki stillt mig um að bæta hér örlitlu við, svona rétt til að undirstrika trú fólks- ins á verndarmátt huldufólksins. Ég færi mig ffam í tíma, um það bil 20 ár, eða til ársins 1948, að mig minnir. Ég er giftur og við hjónin eigum tvö ung börn. Við bjuggum við innanverða Skúlagötu í Reykja- vík. Þessi gata var mikil umferðaræð og sérstaklega fóru stórir vörubílar, hlaðnir möl og grjóti þar um og því var hættan mikil fyrir smábörn þar. Þar sem við gátum haft börn okkar á lóð bak við húsið, notuðum við okk- ur það og til öryggis höfðum við þau bundin við grindverk þar. Þegar Grafarfólk kom að vestan, ýmist gisti það hjá okkur eða heim- sótti okkur oft, svo að milli þess og konu minnar höfðu mynd- ast vinartengsl. Nú ætluðum við að fara vestur að Gröf- um í hennar fyrstu heimsókn þangað. Ferðin gekk vel. Við komum að Gröfum og er konan mín sér Kastalann, varð henni bylt við, telur mikla hættu hér fyrir lítil börn og þvi tekur hún til þess ráðs, sem henni var kunnast, hún einfaldlega bind- ur börnin út undir Kastalanum, eins og hún var vön að gera heima í Reykjavík. Eftir nokkra stund verður Brynj- úlfi bónda gengið út og sér hin bundnu börn. Án orða leysir hann bönd beggja, gengur í bæinn, fær konu minni böndin og segir: „Hér eru börn aldrei bundin. Þeim er óhætt án banda á Kastalanum.“ Um kvöldið sagði konan mín við mig: „Mér líður illa að vita af börnunum lausum úti á Kastala, en vegna þess hve mikla virðingu ég ber fyrir Brynjúlfi ætla ég að láta þetta kyrrt liggja, ég veit að hann hefur fullt traust á þessu fyrirkomulagi.“ Tíminn leið, konunni hvarf óttinn og börnin undu sér vel og aldrei henti þau neitt óhapp, hvorki á Kast- alanum né annars staðar á Gröfum. sQn 222 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.