Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1997, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.06.1997, Qupperneq 28
„Þú hefðir komist upp á lag með að stjórna karlinum ef þú hefðir byrj- að á því nógu snemma, eða tekið það í tíma, svo mikið mun honum hafa þótt til þín koma,“ sagði Guðný. „En það er of seint að sjá það nú, og svona er það, að glappaskotin ganga svo til enn, í mannlegri umgengni.“ Úlfur kaupmaður, sem hér er rætt um, átti stóra verslun og hafði margt fólk í vinnu, bæði utan heimilis og innan. Það var siður hans að bjóða starfsfólki hússins með sér til kvöld- verðar á jóladagsvköld. Lét hann þá fara vel um fólkið, eftir því sem föng voru á. Var hann þá hrókur alls fagn- aðar, sagði sögur og lék á als oddi. Þegar hann var ungur maður, starf- aði hann sem sölumaður í Danmörku og Noregi. Tíðrætt varð honum þá um atburð einn, sem gerðist þegar hann dvaldi í Noregi. Hann leigði þá hjá öldruðum hjónum og hafði mat hjá þeim, þegar hann starfaði þar í grenndinni. Eitt kvöldið, þegar hann var ekki heima, þá kemur þangað stúlka með barn á handleggnum og hún spyr hvort þar sé ekki til heimilis íslend- ingur, sem heiti Úlfur Úlfsson og sé sölumaður. „Jú, jú,“ sögðu hjónin, „hann á heima hérna, en hann er því miður ekki við eins og er, en hann borðar hjá okkur þegar hann kemur heim.“ Segir konan þá að þau séu trúlofuð og hann eigi barnið sem hún haldi á á handleggnum. Hann hafi lofað sér því að koma og hjálpa henni, en nú hafi hún ekki séð hann í tvo mánuði. Þau segja henni þá að hann muni koma heim klukkan níu þetta kvöld. Hún skuli þá koma aftur, því hann verði þá allavega kominn. Fer þá stúlkan og Úlfur kemur heim. Hjónin segja þá að hann fari ekkert að heiman, stúlkan sé væntanleg og hann verði að standa fyrir máli sínu. Ef það reynist svo að hann sé svona mikið skítmenni, þá verði hann að fara úr þeirra húsum og hafi þar ekk- ert lengur að gera. Svo var ekki meira rætt um það að sinni. En stúlkan kom aftur á tilsett- um tíma um kvöldið. Úlfur biður þá hjónin að vera viðstödd samtal þeirra, sem og þau gerðu. „Og þetta er nú maðurinn, sem þú ert að spyrja eftir,“ segja þau við stúlkuna þegar Úlfur kom fram. „Úlfur Úlfsson sölumaður, sem hér stendur.“ En þá hrópar stúlkan upp yfir sig: „Þennan mann hef ég aldrei séð, hvað þá meira!!“ Lá það því ljóst fyrir að einhver, sem þekkti til hans og vissi hvar hann var, hafði notað nafn hans, Úlfúr vissi svo aldrei neitt frekar um stúlkuna eða hvað um hana varð. En honum var atburður þessi alla jafna mjög minnisstæður og ritjaði hann oft upp. Heslihnetu- og ávaxtaterta Deig: 150 g hveiti örlítið salt 250 g heslihnetur, malaðar 125 g sykur 125 g smjör, mýkt 1 eggjarauða Fylling: 2 1/2 dl rjómi, þeyttur 1 ferskur ananas, afhýddur, kjarnaður og sneiddur. botna, um 20 sm í þvermál. Setjið botnana á bökunarplöt- ur. Pikkið með gaffli og skerið einn í 8 hluta. Bakið í 190°C heitum ofni í 10 mínútur, eða þar til botnamir eru orðnir gullinbrúnir. Losið skorna botninn í sundur og kælið. Setjið einn botn á disk og dreifið yfir lagi af ijóma. Setj- ið helminginn af ananasinum yfir og leggið annan botn ofan á. Dreifið rjóma yfir. Skreytið með því sem eftir er af rjómanum. Sprautið 8 rákir út frá miðju, raðið sneiðunum úr þriðja botninum þar á milli og skreytið með afganginum af ananas- inum. Skreytið að lokurn með rjómarósum. Handa 8 Sigtið hveiti og salt á borð, búið til holu í miðju og setjið þar í heslihnetur, sykur, smjör og eggjarauðu. Blandið lauslega saman með fingrum í mjúkt deig. Breiðið yfir og kælið í 1 klst. Skiptið í 3 jafna hluta. Fletjið út hvern hluta og klæðið með þrjá lausa 228 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.