Heima er bezt - 01.06.1997, Síða 36
Hljóð vomótt vakir yfir gróandi jörð
og býður þreyttum hvíld og frið. Gló-
ey Mjöll hrekkur skyndilega upp af
þungum svefni. Ókennileg háreysti
berst inn til hennar að framan. Hún
hvílir kyrr ogleggur við hlustir. Þarna
eiga fleiri en einn eða tveir hlut að
máli, ályktar hún, en þekkir einungis
rödd frú Lenu, sem gnæfir hátt yfir
hinar. í fyrstu greinir hún ekki orða-
skil, en brátt heyrir hún frú Lenu næst-
um því æpa:
- „Út með þig og láttu aldrei framar
sjá þig í mínum húsum!! Út!!
Lágvær karlmannsrödd ber ffarn-
andsvar en Glóey Mjöll nær því ekki í
samhengi nema síðustu orðunum:
- Afsakaðu frú. Vertu sæl.
Hún heyrir hurð falla að stöfúrn. í
sömu andrá kveður við ofsafenginn
grátur en frú Lena á ekki þennan grát,
hugsar Glóey Mjöll. Hvað er að gerast
á heimilinu? Svarið við því er ekki
langt undan. Á næsta andartaki er
drepið að dymm á leiguhrebergi henn-
ar.
- Glóey Mjöll, þetta er Lísa, er kall-
að að ffarnan, æstri, grátþrunginni
röddu. - Má ég koma inn til þín?
- Já, gjörðu svo vel, kallar Glóey
Mjöll á móti. Hún snarast ffam úr
rekkju sinni, sveipar um sig morgun-
sloppi og lýkur upp. Lísa næstum
flýgur inn um dymar, líkt og ijúpa
undan val. Hún er auðsjáanlega í mik-
illi geðshræringu og andlit hennar flóir
í támm.
- Fyrirgefðu ónæðið um hánótt, Gló-
ey Mjöll, segir hún skjálfandi röddu. -
Ég gat ekkert flúið nema til þín.
- Þér var það líka velkomið, svarar
Glóey Mjöll þýðum rómi og býður
gestinum sæti.
Lísa lætur fallast á rekkjustokkinn.
Glóey Mjöll tyllir sér við hlið hennar.
- Get ég gert eitthvað fyrir þig, Lísa
mín? spyr hún rólega.
- Já, að hlusta á mig.
- Það getur nú varla minna verið. Ég
er reiðubúin að hlýða á það, sem þú
villt segja.
- Þakka þér fyrir, Glóey Mjöll. Þetta
er það sárasta, sem ég hef orðið að
þola, ég veit ekki meiri skömm og
niðurlægingu, ég held að ég geti aldrei
orðið glöð ffamar.
- Ó, jú, Lísa mín, öll él birtir upp um
síðir, svarar Glóey Mjöll hug-
hreystandi. - Þú átt eftir að taka gleði
þína á ný.
- Þú veist ekki enn hvað gerðist.
Hann Jónas talar áreiðanlega aldrei
við mig eftir þetta.
Tárin streyma með vaxandi hraða
niður kinnar Lísu. Hún er auðsjáan-
lega mjög niður brotin, hugsar Glóey
Mjöll full samúðar. Hún leggur arm-
inn mjúklega yfir herðar Lísu og bíður
þess að hún létti af hjarta sínu.
Lísa reynir að stilla grátinn.
- Ég ætla að trúa þér fyrir leyndar-
máli, segir hún hljóðlega og hallar sér
upp að Glóeyju Mjöll. - í byijun ver-
tíðar síðast liðinn vetur, kom hingað til
Súlnavogs, ungur piltur austan af
fjörðum, Jónas Franklín. Hann var
ráðinn matsveinn á bát í eigu kaupfé-
lagsins og það kom oftast í minn hlut
að afgreiða Jónas Franklín, eins að
taka á móti pöntunum, þegar honum
sjálfum vannst ekki tími til að versla
og ffamvísa þeim. Hann sótti svo
pantaðar vörur strax og færi gafst, en
það gat stundum dregist ffam yfir lok-
un. í þau skipti, sem þannig stóð á og
matsveinninn þurfti ekki því meira að
hraða för, varð okkur stundum nokkuð
skrafdijúgt og við urðum fljott perlu-
vinir. Jónas Franklín er glæsilegur,
ungur maður, hæglátur og mjög prúð-
ur í allri ffamgöngu. Mér fannst strax
við fyrstu sýn eitthvað sérstakt og
heillandi við hann. Eftir að kynni tók-
ust með okkur, fékk ég að vita það að
hann byggi með móður sinni og
tveimur yngri systkinum í þorpi austur
á landi. Hann hafði misst föður sinn
um fermingaraldur og ffá því, ffam til
þessa, lagt allt sitt að mörkum til að
hjálpa móður sinni að halda saman
heimilinu. En nú væru yngri systkinin
orðin uppkomin og byijuð að leggja
sinn skerf í heimilið og hann því far-
inn aðhuga ögn að eigin ffamtíðar
draumum. Hann hefði frá bamæsku
dreymt um að læra skipsstjóm, sem
gæfi réttindi til siglinga um öll heims-
ins höf.
Framhald í næsta blaði.
Eldri HEB-blöð óskast
Oska eftir að kaupa maí- og desemberhefti
Heima er bezt 1953.
Theodór Laxdal
Melasíðu 2,
600 Akureyri
sími: 462-6519
236 Heima er bezt