Heima er bezt - 01.06.1997, Síða 38
Laxveiði hef ég stundað talsvert og
þá helst í Borgarfjarðaránum. I mörg ár
hef ég farið í Straumana þar sem Norð-
urá fellur í Hvítá. I þessari ferskvatns-
rák veiðist fiskur sem er að ganga upp í
Norðurá. Þetta hefur verið nokkurskon-
ar ættarholl sem hefur stundað þennan
veiðiskap. Núna seinustu ár förum við
með dóttur okkar og tengdasyni og
njótum þessara ferða og útivistarinnar.
Eg hef líka veitt í Laxá í Kjós, Laxá í
Hreppum og Iðu í Biskupstungum.
Þetta er nú það helsta sem ég stunda að
staðaldri.
Síðan hef ég alltaf lesið mikið.“
Les Islendingasögurnar
með öðru hugarfari
„Ég hef alltaf verið alæta á leseíni og
lesið allt sem ég hef náð í.
Síðustu ár hefur ég lesið mikið af
þjóðlegum fróðleik og ævisögum. Lax-
ness hef ég lesið margoft, Jón Trausta,
Þorgils gjallanda og Islendingasögumar
svo eitthvað sé neínt.
Núna sit ég í tímum í endurmenntun-
ardeild Háskólans hjá Jóni Böðvars-
syni.
Jón er ótrúlega lifandi og það er vem-
lega skemmtilegt að vera í þessum tím-
um hjá honum. Við byrjuðum á því að
lesa Vígastyrs- og Heiðarvígasögu og
núna lesum við Vatnsdælasögu. Síðan
tökum við Njálu íyrir.
Þama er fullorðið fólk í meirihluta og
núna era um 200 manns í þessum tím-
um.
Jón er heldur engum líkur. Hann fer
með fólkið á söguslóðir þar sem hann
lýsir staðháttum og gerir námið bæði
lifandi og áhugavert.
Ég á mér sjálíur uppáhalds íslend-
ingasögu sem er Njálssaga. Ég les hana
oft og ég verð að viðurkenna að eftir að
ég fór að vera í tímum hjá Jóni þá les
ég íslendingasögumar með öðra hugar-
fari en ég gerði áður. Hann hefur opnað
mér alveg nýja sýn. Jón var sem kunn-
ugt er skólameistari Fjölbrautaskóla
Suðumesja til margra ára og við þekkt-
umst vel.
Alltaf af og til les ég Hrafkelssögu
Freysgoða. Hún var ein af uppáhalds
íslendingasögum Sigurðar Guðmunds-
sonar skólameistara þegar hann kenndi
okkur. í hans huga var Hrafnkelssaga,
þessi smásaga, ein af perlum íslend-
ingasagna.
Ferðalög um heiminn
—fyrsti starfsmaður Loftleiða
„Eins og að líkum lætur um mann á
mínum aldri hef ég ferðast allmikið
bæði innanlands og utan. Ég hef ekki
stundað hálendisferðir, þó með ólíkind-
um sé, því bæði afi minn og faðir vora
kunnir leiðsögumenn ríðandi með út-
lendinga um allt hálendið og öræfi
landsins. Faðir minn hafði slík störf að
sumaratvinnu um áratuga skeið.
Til útlanda hef ég farið oft en þegar á
allt er litið er íyrsta utanlandsferðin eft-
irminnilegust. Kannski af því hún var
sú fyrsta. Þá ferð fór ég til London árið
1946 ásamt Jóni bróður mínum.
London var enn í rústum eftir heim-
styrjöldina og St. Pálskirkjan stóð eins
og eyland upp úr múrsteinshrúgunum.
Það var búið að ryðja götumar en
hverfið var allt í rústum og múrsteins-
hrúgur á víð og dreif. Upp úr rústunum
gnæfði svo kirkjan þetta næststærsta
guðshús kristninnar nær óskemmt. Ein
sprengja hafði að vísu fallið niður um
þak eins hvolfþaksins og skilið eftir
djúpa holu í gólfmu en hún hafði ekki
sprangið. Kraftaverk?
Við voram fímm vikur í London og
fóram víða. Meðal annars fóram við á
Wembley leikvanginn en þar fór fram
opnunarleikur ensku 1. deildarinnar í
knattspymu að stríðslokum. Leikvang-
urinn var stórskemmdur, áhorfenda-
stúkur og stæði víða hrunin en samt var
aðsóknin slík að sagt var að jafnmargir
hafi staðið fyrir utan völlinn og þeir
sem inn komust. Annað liðið sem
keppti var Bolton en ekki man ég leng-
ur hvert hitt liðið var.
Matarskömmtun var þarna og matur
einhæfur. Grænmetiskássa og kartöflur,
en kjötflísin sem var á boðstólum var
ekki þykkari en áleggssneiðar nú á dög-
um.
Það var óskaplega erfitt að fá hótel-
herbergi. A fyrsta degi okkar í London
leituðum við því til sendiráðsins sem þá
var tiltölulega nýstofnað. Þar fengum
við hinsvegar svo slæmar móttökur að
skrifstofu sendiráðs hef ég aldrei heim-
sótt síðan. íslenskur stórkaupmaður
sem við hittum á götu af einskærri til-
viljun greiddi hinsvegar götu okkar.
Við flugum til Prestvikur á útleiðinni,
fóram þaðan með lest til Edinborgar
þar sem við dvöldum í tvo daga og
héldum síðan með lest suður með aust-
urströndinni. A heimleiðinni fóram við
síðan með lest frá London um miðhér-
uð Englands, höfðum viðdvöl í ýmsum
af stærstu borgunum á leið okkar til
Prestvíkur þaðan sem við flugum aftur
heim.
Ég var einn fyrsti starfsmaður Loft-
leiða sem beinlínis var ráðinn til að
starfa eingöngu við utanlandsferðir.
Það var árið 1947 en í júní það ár kom
millilandaflugvélin Hekla til landsins
Ég annaðist alla þjónustu við utan-
landsflugið ásamt einni stúlku, allt frá
því að selja flugmiða og til þess að
sækja farþega út á flugvöll. Launaupp-
bót var frítt far til Kaupmannahafnar
um haustið og þangað hef ég komið oft
síðan.
Yngir mann upp að
umgangast ungt fólk.
í áraraðir var Tómas prófdómari í
landsprófi við Gagnfræðaskóla Kefla-
víkur sem þá var. Hann gerði líka nokk-
uð af því að lesa með nemendum til
prófs.
„Mér þótti það mjög skemmtilegt.
Meðan ég var í lögfræðinni byrjaði ég
að lesa með menntaskólanemum og
segja þeim til. Núna er ég að lesa með
tveimur bamabömunum sem era í
grannskóla og Fjölbrautaskólanum.
Það yngir mann upp að vera með
ungu fólki og svo er þetta tækifæri til
að rifja upp ýmislegt sem farið er að
fymast.“
238 Heima er bezt