Heima er bezt - 01.01.1999, Page 8
Agætu lesendur.
Löngum hefur flugið heillað manninn og sumir
draumar hans hafa snúist um það að geta svifið um
loftin bld, líkt og fuglar himinsins hafa gert um aldir
alda. Og um langan tíma höfðu menn velt því undri
fyrir sér hvemig fuglunum væri þetta kleift.
Þrdtt fyrir margítrekaðar tilraunir og ýmis konar
tækjasmíð, þó varð það ekki fyrr en rétt upp úr síðustu
aldamótum sem menn duttu niður á lausnina, og það,
hvernig yfirvinna mætti þyngdarafl jarðarinnar og
verða fuglunum samferða um víddir himinsins.
Og lausnina, sem menn duttu niður ú, var einmitt að
finna í flugi fuglanna. Athugulir menn höfðu dttað sig
ú því, að vængir þeirra voru með sértakri lögun, svolít-
ið íhvolfir, og þegar tilraunir vom gerðar með vængi
sem líktu eftir þeirri lögun, þd skeði undrið. Farartækið
hófst ú loft.
Fyrstir til að fljúga með þessum hætti teljast vera
Wright-bræður, sem tókst að fljúga frumstæðri flugvél
sinni skamma vegalengd úrið 1903. Og þú varð ekki
aftur snúið.
Þróun flugsins á þeim tæpu 96 árum sem síðan em
liðin er vægast sagt með fádæmum og tæknin því sam-
fara orðin stórbrotin og mikilvirk í dag.
Hver hefði, á þessum árdögum flugsins, getað gert sér
það í hugarlund að einungis 50-60 ámm síðar væru
farin að hefja sig á loft flugför, sem væm fleiri hundmð
tonn á þyngd og flyttu nokkur hundmð farþega í
meira en 30.000 feta hæð yfir jörðu? Ekki margir, hygg
ég, en sú varð raunin og enn stækka flugvélamar.
Gmnnurinn að þessu öllu er hinn merkilegi lyftikraft-
ur, sem svo er nefndur, kraftur, sem verður til við það
að loft streymir hraðar um efra borð vængs en það
neðra, vegna sérstakrar lögunar hans, en flugvélar-
vængur er örlítið kúptur að ofan, sem lengir leið lofts-
ins og eykur hraða þess. Við það verður hálfgert loft-
tæmi ofan vængsins, sem orsakar það að hann leitar
upp á við. Nákvæmlega sama lögmál og á sér stað
þegar fugl flýgur.
Svo öflugur er þessi kraftur að það mun vera stað-
reynd að vængur, sem ekki væri stærri um sig en venju-
legt spil, gæti lyft, hvorki meira né minna en 3 kílóum.
Það gerir manni auðskiljanlegra hvers vegna vængir
risaþotanna em ekki stærri en raun ber vitni.
Ekki er ýkja langt síðan að manninum tókst að
skapa sér farartæki til þess að hraða för sinni um yfir-
borð jarðarinnar. Nú er fjöldi þeirra og umfang orðið
með þeim hætti að í óefni stefnir. Umferðaröngþveiti
og hægagangur er að verða sífellt stærra vandamál í
stöðugt hraðvirkari heimi.
Og hvað gera menn þá? Jú, þeir færa umferðina upp
í loftið. Nú hallast menn æ meira að því að loftið sé
eini möguleikinn til lausnar á umferðaröngþveiti
framtíðarinnar. í stað bílanna á vegunum muni koma
flugbílar eða þyrlur, sem bera menn á milli heimila og
vinnustaða t.d.
Þá vaknar auðvitað spurningin um það hvort ekki
verði allt í eintómu öngþveiti þar líka fljótlega. En
menn telja sig hafa lausn á því. Þar kemur tölvutæknin
að sjálfsögðu til sögunnar. Stefnan er sem sagt sú, að
þyrlumar verði sjálfvirkar á þann hátt, að þegar einsk-
lingur leggur af stað heiman frá sér, þá stimplar hann
inn í tölvu flugfarsins hvert hann ætlar, kemur sér síð-
an þægilega fýrir og „apparatið" sér um restina. Tölv-
an er í stöðugu sambandi við stjómstöð flugtækjanna
og velur alltaf rétta hæð, stefnu og leið, í samræmi við
umferðarþungann í hverri hæðarlínu. Og hægt er auð-
vitað að fljúga ansi hátt upp, ef menn (eða tölvur)
kjósa og þurfa. Umferðarfluglögin geta því verið býsna
mörg og rýmið opnara en á jörðu niðri. Væntanlega
yrði þetta með þeim hætti að þeir, sem lengra ætluðu,
yrði stýrt á hærri flugleið en þeim sem skemmra fæm,
o.s.frv.
Þetta kann að hljóma nokkuð fjarstæðukennt nú um
stundir, en vísir menn fullyrða að þessi þróun og lausn,
sé skemmra undan en margan manninn renni gmn í.
Þarna er verið að ræða um ósýnilegar brautir um
loftin blá, sem aðeins eru mældar, séðar og flognar af
tölvum. Dýr og fyrirferðarmikil umferðarmannvirki á
jörðu niðri yrðu væntanlega að mestu úr sögunni. Að-
eins farartæki og tölvur. Tölvan er sem óðast að yfir-
taka flesta hluti í daglegu lífi okkar. Og svo langt em
menn komnir í því, að þeir em farnir að vinna að tækj-
um sem stjórnað er með huganum og er t.d. talið að
innan áratugar verði slíkur möguleiki kominn í herþot-
ur fýrir flugmiðun og tundurskeytaárásir t.d.
Unnið er líka að vélum sem bregðast við tilfinning-
um fólks og hugsunum, og það án víra og tenginga.
Ótrúlegt, en satt.
Og nú nýlega t.d., var frá því greint að hafin væri
framleiðsla jámbrautarlesta í Evrópu, sem einungis
Framhald á bls. 32
4 Heima er bezt