Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Side 16

Heima er bezt - 01.01.1999, Side 16
Hann var alltaf að gjóa augunum og ég sagði Petru litlu, sem var með mér, að við skyldum skoða í skápinn þegar þau væru farin. Það pass- aði til, við sáum strax að það vantaði ansi sérstak- an stein; steingerving. Við ætluðum svo sem ekkert að gera með þetta en það kom strax önnur rúta og við sögðum bílstjóranum frá þessu. Hann þekkti bíl- stjórann á hinni rútunni og hringdi strax. Við báð- um hann að gera ekkert mál úr þessu en bílstjór- inn í hinni rútunni var ekki fyrr búinn að nefna það að við söknuðum steins en maðurinn gaf sig fram og sagði að strákur- inn hefði tekið steininn. Þau skyldu steininn eftir á hótelinu á Djúpvogi og við sóttum hann þangað. En maðurinn var svo sér- stakur í framkomu að ég veitti honum athygli. Svo vilja margir kaupa steina og spyrja hvað þeir þurfi að bjóða en það er ekkert til sölu, nema smásteinamir, sem við höfum sérstaklega til þess. Ekkert annað er falt hér, sama hvað er boðið. Aðgangseyrir Það kemur fyrir að fólk snýr frekar frá en að borga að- gangseyri. Hér kom einu sinni rúta með útlendingum og einn kom inn og fór að spjalla við okkur. Stelpurnar sögðu honum að hann þyrfti að greiða aðgangseyri, sem var þá hundrað eða hundrað og frmmtíu krónur. Hann spurði, alveg hneykslaður, hvort hann ætti að borga fyrir að skoða grjót. Svo fór hann aftur í bílinn og ræddi við félaga sína og þau settu stiga við bílinn og klifruðu upp á þak. Þaðan tóku þau myndir af húsinu og garðinum eins og þau gátu og af okkur, þar sem við sátum hér í sólbaði. Áður en þau fóru tóku þau svo möl í hendumar og fleygðu í áttina til okkar. En þetta er al- gjör undantekning. Hin hliðin Svo kom hér fólk frá Sviss nokkur sumur í röð. Þau vom margbúin að tala um að ég ætti að koma í heim- sókn til þeirra til Sviss. Eitt kvöldið að haustlagi, hringdi svo konan og sagðist vera búin að panta farseðil, nú komi ég bara og þau taki á móti mér. Ég sagði krökkun- um að ég ætlaði bara að skella mér, mállaus og alls- laus. Það stóð allt eins og stafur á bók og þau léku við mig í heilan mánuð. Þetta fólk átti sumarhús uppi fjallshlíð og við fómm næstum dag- lega í bíltúr eða gönguferð. Þetta var alveg rosalega skemmtilegt og auð- vitað alveg ótrúlegt. Kraftur í stein- unum Ég verð sjálf ekki vör við neinn kraft í stein- unum, nema auðvit- að það að ég er mjög hraust. Ég stunda jú bæði fjallgöngur og lyftingar. En það kem- ur hingað fólk, sem verður fyrir alls konar áhrifum. Hér kom stúlka, sem var ein á ferð. Við sátum inni í eldhúsi og heyrðum gengið um og heyrðum svo þessa ungu stúlku fara að hlæja. Okkur heyrðist hún skellihlæja en þá lagðist hún upp við dyrastafinn og hágrét svo tárin mnnu niður kinnarnar á henni. Þetta hafði svona mikil áhrif á hana. Hún fór svo hér upp í garð og við færðum henni kaffi. Eftir það jafnaði hún sig alveg og var hér mikinn part úr degi, alveg óskaplega hrifin. Uppáhaldið Ég á marga uppáhaldssteina í þessu safni. Hér inni er t.d. töluvert stór silfurbergssteinn. Einn daginn, þegar ég var að vinna í frystihúsinu, kom ég út að loknum vinnudegi um fimmleytið, í rosalega góðu veðri. Ég fór á bílnum mínum hér inn með ströndinni og fór niður í fjöm eins og ég geri svo oft. Þar fór ég í bás, sem ég hafði oft komið í áður og aldrei fundið stein en í þetta skiptið lá hann þama og beið eftir mér. Það var alveg ótrúlega góður fundur. Ég hef líka alltaf verið hrifin af jaspisnum, hann er svo fallegur á litinn. Hinsvegar veit ég að það em til svo margir jaspissteinar, að ég ætti ekki að hafa hann í sérstöku uppáhaldi. Geislasteinamir em sjálfsagt merkilegastir og vandfundnastir og ég á nokkra mjög fallega Kraflyftingar Fyrir stuttu kom ég heim með sextán kílóa bergkristal og bar hann sjálf heim. Þetta er bergkristall. Ég held ég hafi hann bara svona. Ef ég tek hann í sundur get ég Með barnabarn í fanginu. 12 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.