Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.01.1999, Blaðsíða 21
Einar Vilhjálmsson: á islandi Hvítabjarna er fyrst getið hér á landi í Landnámu Ara fróða. Þar segir að Ingimundur gamli hafí. fundið beru og tvo húna á vatni einu og kallað það Húnavatn. Eftir það fór hann utan og gafHaraldi konungi lúfu, dýrin. Ekki höfðu menn í Noregi áður séð hvítabjörnu. Þá gaf Haraldur konungur Ingimundi skipið Stíganda með viðarfarmi. Sigldi Ingimundur tveim skipum fyrir norðan land, fyrstur manna fyrir Skaga. (Landnáma). Auðunn vestfirzki „ . , , . fór sumar eitt til 11 hlUtl Grænlands og keypti þar bjarndýr, gersemi mikla og gaf fyrir það aleigu sína. Sumarið eftir fór hann til Noregs, hafði dýr sitt með sér og ætlaði að færa það Sveini Úlfssyni Dana- konungi. Gekk hann á land, leiddi dýrið eftir sér og leigði sér herbergi. Haraldur konungur frétti af birninum, sendi eftir Auðuni og vildi kaupa dýrið eða þiggja að gjöf. Auðunn neitaði því og sagðist ætla að gefa Sveini Úlfssyni Danakon- ungi dýrið. Ófriður var með þeim konungunum og undraðist Harald- ur dræði Auðuns, hefti ekki ferð hanns en bað hann finna sig í bakaleið. Auðunn kom fram ferð sinni með dýrið, þrdtt fyrir mikla erf- iðleika og gaf Sveini konungi dýr- ið og þdði laun fyrir. Auðunn fór síðan í suðurgöngu. Þegar hann kom tilbaka gaf Sveinn konungur honum skip með farmi og fleiri gjafir. Á heimleið kom Auðunn við Noreg og hlaut góðar gjaflr úr hendi Haraldar konurigs. Hafði hann virðing beggja konunganna. (Auðunar þáttur vestfirzka). ísleifur Gizurarson síðar biskup í Skdlaholti, fór utan til Saxlands og sótti heim Heinrek keisara Konróðs- son. Gaf ísleifur honum hvítabjörn er kominn var af Grænlandi. Var það dýr hin mesta gersemi. í þess- ari ferð fór ísleifur ó fund Leonems pdfa. Pdfi sendi bréf Aðalberto erki- biskupi í Brimum, að hann skyldi gefa fsleifi biskupsvígslu d hvíta- drottinsdag, hinn fýrsta biskup yfir íslandi. (Biskupasögur). í Grænlendinga þætti segir frd því er Einar Sokkason hafði með sér bjamdýr af Grænlandi og gaf það Sigurði konungi Jórsalafara í Nor- egi. Hlaut hann í mót sæmdir og metorð af konungi. Heimaerbezt 17

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.