Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Qupperneq 23

Heima er bezt - 01.01.1999, Qupperneq 23
þegar dýrið leggst í híði og sýgur hramminn. Þegar dýr hefur legið d hrammin- um í mdnuð er talið að það komi úr híðinu og eyði byggðina. Hdlfddn á Borgum tók þd það róð, að fara með barn sitt upp að híðinu og veifa því fyrir holudyrum. Stökk þd bangsi út og beit höfuð- ið af baminu, en Húlfdón lagði dýr- ið eftir það. Dýra-Steinþór Steinþór í Höfn var uppi nokkm eftir landnómstíð. Hann fékk viður- nefnið Dýra-Steinþór af því hann hafði drepið tuttugu bjamdýr. Bjarndýrin á Tjörnesi Konur tvær, önnur vanfær, hugð- ust stytta sér leið á milli bæja ú Tjör- nesi og fóm yfir vík á lagnaðarís. Þegar þær komu út ú víkina miðja, sdu þær ísbjöm, sen stefhdi að þeim. Þær urðu hræddar og tóku til fótanna. Sú vanfæra mæddist fljótt, gafst upp og settist niður. Dýrið kom að henni, lét hana af- skiptalausa en elti hina konuna og drap hana. Því næst sneri björninn aftur til vanfæru konunnar, lagði höfuð sitt í kjöltu hennar. Fór dýrið síðan leiðar sinnar ún þess að gera henni mein. Konan ól síðar dreng sem heitinn var Björn. Bjarndýr drepið með skærum Vetur einn rak mikinn hafís að Melrakkasléttu og gengu nokkur bjarndýr ú land. Var uggur í mönn- um vegna dýranna, sem eðlilegt var. Á bæ einum þar ú Sléttunni bjuggu fútæk hjón ósamt ungbami sínu og vinnustúlku. Dag nokkum þurfti bóndi að bregða sér til Rauf- arhafnar. Óttaðist hann að dýrin mundu koma að bænum ó meðan hann væri í burtu. Tók hann það rúð að skilja eftir bjamdýralensu úti fyrir bænum. Var það trú manna að bjarndýr leituðu ekki ú, þar sem sæju slík vopn. Húsum var svo húttað, að búið var uppi á palli og lá stigi þangað upp. Nokkm eftir að bóndi fór, gekk húsfreyja út og sá þá hvar bjarndýr stefndi að bænum. Hún lét vinnustúlkuna setjast með bamið á rúm uppi á pallinum. Sjálf settist hún í skugga undir stig- anum, þar sem lítið bar á og hélt á nýjun skæmm. Bangsi mddist inn göngin, en sá ekki húsfreyju. Hann reis upp á afturlappirnar og teygði hrammana upp á pallskörina. Sætti húsfreyja þá lagi og rak skær- in á kaf í hjartastað bjamarins og féll hann þar dauður niður. Bjamdýrið var svo þungt að því varð ekki þokað úr göngunum fýrr en bóndi kom heim. Bjarndýrið og Reyðarárfólkið Milli Héðinsfjarðar og Siglufjarðar er eyðikot, sem Reyðará heitir. Þar bjuggu hjón með eitt bam þegar þessi saga gerðist. ísalög vom mikil og hafði orðið vart við bjamdýr. Dag einn þurfti bóndi að bregða sér til Siglufjarðar að sækja matföng, en bjargarlaust var í kotinu. Segir ekki af ferðum bónda fyrr en á heimleið. Sá hann þá bjarndýr ganga frá bænum og gmnaði að köld mundi heimkoman. Hann hvataði spomm og heimkominn sá hann að allt var þar brotið og bramlað. Einu líkamsleifar kon- unnar vom annar handleggurinn. Bóndi varð bæði hryggur og reið- ur, greip hárbeittan gæmhníf og hljóp út á ísinn eftir bjamdýrinu. Sneri dýrið þá að landi og hljóp upp gjá, sem er utantil við Hestinn og heitir hún síðan Bangsagjá. Bóndi elti Bersa upp gjána. Þegar dýrið var komið upp á brúnina, nam það staðar, reis upp á afturlappirnar og teygði upp hrammana. Talið er að þá biðjist dýrið vægðar. Bóndi sinnti því engu en lagði það á hol með hnífnum og banaði því. Síðan hefur Reyðará ekki verið byggt ból. Bjarndýrin í Hvanndölum Fyrir nokkmm ámm vom Hvann- dalir, milli Héðinsfjarðar og Siglu- fjarðar, í eyði eins og oft áður. Vetur einn var mikill hafís. Bar þá mann að garðj eyðibýlisins í Hvanndölum, seint um kvöld. Hugðist hann láta þar fýrirberast um nóttina. Hann sá merki þess að bjamdýr hefðu komið í baðstofuna. Bjó hann því um sig á fjölum, sem vom á milli skammbit- anna í risinu. Þegar hann hafði leg- ið þar um stund, heyrði hann dunur og dynki úti fyrir, og sá því næst þrjú bjamdýr ganga inn í baðstofuna. Þau fóm að þefa í allar áttir og eitt þeirrra reyndi að teygja sig upp til mannsins. En svo hátt var undir fjal- imar að dýrið náði ekki til hans. Lögðust dýrin þá til svefns og sváfú af um nóttina, en manninum varð ekki svefnsamt. Um morguninn fóm bjarndýrin leiðar sinnar og komst maðurinn klaklaust til byggða. Bjarndýrin í Keflavík Látur er yzti bær á Látrarströnd austan Eyjafjarðar, en Keflavík næsti bær þar fyrir austan og yfir fjallveg að fara. í Keflavík vom átta manns í heiinili þegar þessi saga gerðist. Vetur einn var mikill hafís og gekk fjöldi bjarndýra á land. Bæir þessir em mjög afskekktir og ákváðu bændurnir að heimsækja hvor annan um veturinn, til þess að fylgjast með högum granna sinna. Nú leið óeðlilega langur tími frá því að Keflavíkur bóndi hafði komið. Sendi Látra bóndi þá vinnumann sinn á skíðum til Keflavíkur, til þess að afla ffétta þaðan. Þegar til Kefla- víkur kom sá vinnumaður sex bjarndýr niður við sjóinn og héldu þau út á ísinn. Hann gekk inn í bæ- inn. Þar var engin manneskja, en allt brotið og bramlað. Ýmis merki vom þess að bjarndýrin hefðu drep- ið fólkið og étið. Þegar maðurinn kom aftur út á hlaðið, sá hann að dýrin vom á leið heim að bænum. Gengu þau í halarófu og var það fremsta stærst. Hann sté nú á skíði sín og hljóp heimleiðis, sem mest hann mátti. Þegar hann var kominn upp á brún, vom bjarndýrin á hælum hans. Settist hann þá á skíðin og renndi sér ofan brekkuna og skildi þar með þeim. Heima er bezt 19

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.