Heima er bezt - 01.01.1999, Qupperneq 30
Eftir að búseta hófst á
þessum slóðum, mun nafnið
Reyðarmúli hafa fœrstyfir á
hellabýlið, en fjalllendið að
baki nefht Reyðarbarmur.
Grösugt er framan við
hellana og ennþá getur
ferðafólk séð móta fyrir
vegghleðslu utan um
kálgarð, sem þama bar
uppskeru, fyrir um átta
áratugum.
Sunnlenskir
hellisbúar
á 20. öld
Mörgum þykja eyðibyggðir og dulúðin
sem þeim fylgir, kapítuli út af fyrir sig,
þegar fótatak liðinna kynslóða er þar
löngu hljóðnað, þá getur verið undar-
legt œvintýri að rýna í söguna, sem að
baki býr, hvort heldur er íföllnum bœj-
artóftum eða jafnvel í smíði sjálfrar
náttúrunnar, hellunum.
eir, sem leggja leið sína fró Gjóbakka í Þing-
vallasveit til Laugarvatns eða öfugt, komast
varla hjó því að sjó slíka nóttúrusmíð, hellana
við rætur Reyðarfellsmúla, norðan Laugarvatns-
hella, gróðurvinjar sunnan múlans og í skjóli hans.
Upphaflega notuðu Laugarvatnsbændur hella þessa,
sem eru tveir, fyrir beitarhús, en þeir rúmuðu 4-5 hund-
ruð fjúr, að talið er.
Vegna þess lúgu fjúrmennimir stundum þama við
næturlangt, þó að sú ókostur fylgdi að þeir töldu sig
verða fyrir ósóknum duldra afla og hefðu stundum
þungar svefnfarir þar af lútandi, vöknuðu iðulega út
við dyr, þó að þeir legðust fyrir innst í hellinum. Kvað
svo rammt að þessu að stundum höfðu þeir haglabyssu
meðferðis, bæði til þess að verjast draugunum og
22 Heima er bezt