Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Side 33

Heima er bezt - 01.01.1999, Side 33
Auðunn Bragi Sveinsson: b F að var kominn 14. kmaí. Vorið blessað ’birtist enn á ný og vakti bjartsýni í hug- um fólks, eins og venja er til. Það vakti einnig útþrána hjá mér, sem þá var enn ungur að ámm. Ég lagði af stað frá heimili mínu í Breiðdal og hélt eins og leiðin liggur til Fáskrúðsfjarðar. Þar lá norskt skip, sem Nova hét. Skyldi það fara norður og vestur um land, sem var ekkert við að gera. Við komum við á mörgum höfnum á leiðinni, eins og við mátti búast. Nokkuð fannst okkur farþegunum loftlítið í farþegarýminu, en yfir tók hvað það áhrærði, er við vomm stödd í Langanesröstinni. Okkur fannst sem við væmm að kafna. Opnaði ég þá gluggann, þrátt fýrir að hann væri mjög fast lokaður. Var víst ekki ætlast til að glugginn sá ama væri opnaður, og þá allra síst af farþegum. Þetta hefði ég víst ekki átt að gera, hvað þá í sjálfri Langanesröstinni. Og viti menn: Allt í einu kom stór- felld sjógusa inn. Sjálfur varð ég hundblautur af þessu, en ég lá rétt við gluggann. Aðrir urðu líka fýrir einhverjum gusum. Skipsjómffúin kom að vörmu spori og spurði mig hvemig mér hefði eig- inlega tekist að opna þennan glugga, jafn vel kræktur og hann var aftur. Bannað væri líka að fikta nokkuð við gluggann af farþegunum. Ekki gat ég sagt neitt við þessu, sem varla var von. Varð ég nú að hafa fataskipti, og ekki nóg með það, ég varð líka að hafa sængurfataskipti. Veður var annars ágætt. Nokkra daga vomm við á leiðinni, og all- margt fólk með skipinu, sem farþeg- ar. Á þessum tíma var ekki um bíl- minnast Bogi Jónsson frá Gljúfraborg segir frá eða flugferðir milli landshluta að ræða, að minsta kosti ekki að neinu ráði. Þá gegndu skipin mikilvægu hlutverki í farþegaflutningum. Ekki vom nú eingöngu íslendingar með Novu, þar vom einnig Færey- ingar, og þeir allmargir. Þeir vom mjög prúðir, líkt og vandi þeirra er. Gætum við íslendingar tekið þá, að því leyti til fýrirmyndar. Þetta er önd- vegisfólk. Nú var skipið komið til Siglufjarðar. Strax eftir að þangað kom, fékk ég vinnu. Þetta var árið 1929. Ég fékk vinnu við salt og ýmislegt annað sem til féll á þessum mikla útgerðarstað. Líkaði mér vinnan bara vel, þótt stundum væri hún nokkuð erfið. En ég var ungur þegar þetta var og lét líkamlegt erf- iði lítt á mig fá. Kolavinnan var erfiðust og óþrifaleg þar að auki, í meira lagi. Þegar ég kom til Siglufjarðar, var enn talsverður snjór í bænum. Þurfti víða að moka sig í gegnum háa skafla eða djúpa, hvort sem menn vilja nú hafa það. Ég var í þjónustu nokkurra manna. Hjá Pouls-verksmiðjunum var ég í kolunum. Eins og fýrr sagði var kolavinnan hið mesta púl. Var ég alllengi eftir mig að lokinni þeirri vinnu, gat varla borðað, hvað þá meira. Nú, svo komst ég á bát, sem Grettir hét. Gerður var hann út af verslun- inni Hamborg á Akureyri, er hafði útibú á Siglufirði. Við vomm milli tíu og tuttugu á bátnum, er gerður var út til síldveiða með snurpunót. Fómm við vítt um sjó, eða allt vestur á Húnaflóa og austur fýrir Raufarhöfri. Við fengum mikið af stórri og fallegri sfld. Eitt sinn urðum við fýrir óhappi nokkm, er við fengum hvergi lönd- unrpláss. Urðum við þá að lokum að losa aflann á Raufarhöfn, í gúanó. Þegar við lögðum frá Raufarhöfri var sjór svartur af síld, en skipstjór- inn vildi taka hana annars staðar, eins og til dæmis á Grímseyjarsundi. En þegar þangað var komið, gerði brælu, og vitanlega var enga síld að fá við slíkar aðstæður. Eftir þetta veiktust þrír skipverjar, Heima er bezt 25

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.