Heima er bezt - 01.01.1999, Side 35
Á Kílhrauni d Skeiðum
Þegar ég vann hjd honum Patta, í
flugvellinum, sem ég hef áður sagt
frá, réði ég mig fyrir tilstílli Ráðning-
arskrifstofu landbúnaðarins, að Kíl-
hrauni á Skeiðum, til Valdimars
Guðmundssonar bónda þar.
Ég fór austur, en þegar þangað
kom, vom stöðugar rigningar. Segir
Valdimar mér þá, að ég sjái hvemig
veðrið sé og hann þekki mig ekkert. Þó
sagðist hann ekki vilja að ég færi með
sama tílbaka, heldur vildi hann sjá til.
Daginn eftir var sama rigningin.
Þá kemur þar maður af næsta bæ og
fer húsbóndi minn að segja honum
þau vandræði sín, að maður þessi,
það er ég, sé kominn og tíðin svona
eins og hún var, og hann þekki mig
ekki. Bóndinn spurði þá húsbónd-
ann hvaðan þessi maður væri, en
hann svarar því og segir að ég sé
Austfirðingur.
„Þú ert þá að hugsa um að taka
hann ekki," segir hinn aðkomni
bóndi. Og í framhaldi af því: „Ég er
þá að hugsa um að taka hann, ef þú
tekur hann ekki, fyrst hann er Aust-
firðingur."
Snýst þá allt í höfðinu á karlinum
og hann ákveður að taka mig.
Vann ég svo þama einn eða tvo
daga, við ýmis verk, en þá tók að
rofa til. Ég sló með orfi og ljá nokkra
daga. Ég dreif manninn til að rifja
flekkina áður en þurrkurinn kom.
Svo kom þurrkurinn og þá var snúið
yfir á þurra jörð.
Byrjað var að binda klukkan fjög-
ur á sunnudagsmorgni. Ég batt með
kaupakonum, aðrir settu á reipin.
Þegar ég er búinn að binda nokkra
bagga, kemur húsbóndinn og segir:
„Ertu vanur að binda svona?"
Ég játti því.
Hann segir þá að réttast væri að
leysa þetta upp.
„Þú mátt ekki binda stærri bagga
en það, að þú þurfir ekki að taka á,
þó að þú hendir þeim upp á öxlina á
þér."
Hestamir, sem flutt var á, vom sjö
að tölu. Tólf ára strákur flutti á milli.
Frúin leysti úr í hlöðunni.
Enn sagði húsbóndinn:
„Þú verður að henda upp á hest-
ana, um leið og þeir koma, en hvað
það er lítið bandið, gerir ekkert til,
bara að hestarnir stoppi ekki."
Klukkan átta á mánudagsmorgni
var allt hey komið inn, og þá var að
byrja að rigna.
Ég dáðist að því hvað karlinn stóð
rétt að þessu.
Sunnudag einn langar bróður hús-
freyju, sem þama var ásamt mér,
einnig kaupamann á næsta bæ og
kaupakonu þar, að fara til kirkju. En
þegar leggja átti á hestana, vantaði
hnakk á einn þeirra. Til þess að
bjarga þessu, sagðist ég bara geta
riðið á gæruskinni. Svo fer ég tíl
karlsins á hinum bænum, sem vildi
taka mig fyrr, og fæ lánaðan hnakk
hjá honum.
Nokkuð var liðið á guðsþjónust-
una er við komum til kirkjunnar.
Þegar við fómm tilbaka, mættum
við þremur gangandi stelpum.
Spurðum við þær að því, hvort þær
vissu ekki af balli einhvers staðar.
Jú, mikil ósköp. Það átti að vera
ball á Brennistöðum, en þær vantaði
hesta.
Okkur leiddist og við fómm heim.
Er við komum heim á bæinn, var
bóndinn á fundi. Spyrjum við þá
frúna hvort okkur muni ekki vera
óhætt að taka hestana, er við riðum
á til kirkjunnar oq fara á þeim á
ballið.
Segir hún það óhætt.
Ég sagði þeim að við skyldum flýta
okkur af stað, því mig gmnaði að
bóndinn mundi ekki lána hestana á
ballið. Lögðum við síðan af stað. Rið-
um lengi, lengi, en ekki birtist ball-
staðurinn.
Fómm við þá heim að bæ einum
og fengum að vita að við væmm á
réttri leið. Við væmm bara ekki kom-
in nógu langt.
Enn var haldið áfram og enn var
spurt til vegar á öðmm bæ. Enn vor-
um við á réttri leið, bara ekki komin
alla leið á ballstaðinn.
Að lokum römbuðum við á þenn-
an þráða stað. Fómm við að dansa
þar, og gerðum það bæði mikið og
lengi. Bundum við hestana hvem
utan í annan.
Þegar langt var liðið á nótt sagðist
strákurinn, sem með okkur var, ekki
finna hestana. Við tókum að leita að
þeim og fundum þá alla nema einn.
Ég sagði að þetta væri allt í lagi.
Þegar allt fólkið væri farið, hlyti hest-
urinn að finnast.
Síðan fóm allir af stað heim, en
ekki fannst hesturinn. Þegar við
emm að vandræðast þama, koma
tvær stelpur með einn lausan hest.
Við aðra þeirra hafði ég dansað mik-
ið um nóttína. Stefndu þær í sömu
átt og við. Töldu þær öll tormerki á
því að taka strákinn. Við skildum
hann síðan eftir hjá stelpunum.
Riðum við nú heim.
Um hádegi daginn eftir kemur
strákurinn gangandi, sest fýrir ofan
garð og kemur ekki heim. Farið er til
hans og talað við hann. Þá höfðu sjö
stelpur verið á bænum, þar sem
hann gisti og hann verið ráðinn
kaupamaður á bæinn. En hann fór
aldrei á þann bæ, hvað sem valdið
hefur. Hélt hann síðan til Hafnar-
fjarðar.
Þegar við komum heim um nótt-
ina, fengum við okkur kaffi í eldhús-
inu, en til að láta sem minnst fara
fyrir okkur, lögðum við okkur úti í
hlöðu, það sem eftir lifði nætur.
Morguninn eftir var bóndinn
fokvondur. Sagði að við hefðum
stolið hestunum og einn væri týndur,
auk þess sem beislið hefði farið veg
allrar veraldar. Ég svaraði því til, að
konan hefði gefið okkur leyfið. Síðan
fara báðir bændumir á bænum að
leita að hestinum. Riðu þeir lengi
dags og að lokum fundu þeir hann,
einhvers staðar uppi í fjalli.
Þurrkur kom, áður en ég fór og lítið
hey var úti er ég yfirgaf þetta heimili.
Bóndinn greiddi mér umsamið kaup.
Hann sagði að hann hefði ekki getað
fengið betri mann en mig. Og það
var vegna þess að ég vildi snúa hey-
inu, áður en þurrkurinn kom. Áður
hafði hann ekki gert það fýrr en
þurrkurinn var kominn.
Frá Eskifirði til Breiðdals-
víkur
Ég stundaði orgelnám á Eskifirði
og hafði verið þar í hálfan mánuð.
Heima er bezt 27