Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Side 43

Heima er bezt - 01.01.1999, Side 43
mörgum hefi ég kastað burtu kyssilegri en þú, svo kem ég til að eignast mann og verða kölluð frú." Ég vildi gjaman gríp 'ana, að gamni mínu klíp 'ana, síst þó vildi svekkj 'ana, sœkja á og hrekkj 'ana, svo hélt ég einhver kœmi sem að þekkt'ana. Bónorðið var búið þá í þetta sinn og það er eins og suma elti óheppnin. Það vill margan vanta lag, sem lenda í þetta brask. En leiðust eru vonbrigðin, þau gera svoddan rask. Hefði ég farið hægara og hugsað lítið vœgara, hvíla aðeins hjá 'enni og hafa augun á 'enni, ég átti sem sé ekki að fara frá 'enni. En hvað mér finnst hún Gauja orðin borubrött, og býsna eitthvað reigingsleg, og svona fótt! Þetta gerir ekki neitt, því nógar eru til, og nœgja œttu þessar mér um nœsta tímabil: Gudda, Vala, Gunnþóra, Guðríður og Halldóra, Setta, Finna og Sigríður, svo er Gunna og Ástríður, Ella, Magga, Veiga, Þóra og Hólmfríður. Marta sendir okkur einnig vísur sem hún nefnir Nokkur ærnöfn Krapa, Sirja, Flekka, Dröfn og Díla, Hyrna, Krúna, Botna, Písl og Píla. Hálsa, Kolla, Bauga, Bletta, Bílda, Kríma, Skráma, Skvetta. Golsa, Vella, Súla, Svört, Sokka, Hrúfla, Gul og Björt. Hosa, Kápa, Gríma, Geit, Grána, Mora, Dyngja, Feit. Fjallagála, Garðalús, Gœfa, Spök og Drífa. Surtla, Bóga, Maga, Mús, Morsa, Gullbrá, Fífa. Heiðagála, Kinna, Kola, Kreista, Blesa, Dropa, Gola. Hringja, Skeifa, Skurfa, Mjöll, skulu hér nöfnin talin öll. Og næst eru tvö ljóð eftir Mörtu, það fyrra nefnir hún: Ég syng þér óð Ég syng þér óð, ég syng þér óð, er sumarnóttin vakir, björt og hljóð. Ég heyri í fjarska fagra sönginn þinn, er friðargeislum sveipar huga minn. Því vil ég vinur, syngja þér mín sólarljóð, þá sumamóttin vakir, björt og hljóð. Á ljósvakans leiðum Hve ljúft er að svífa um sólbjarta geiminn, svo háttyfir heiðum, og horfa á blikandi blámann og brímhvítu skýin á Ijósvakans leiðum. Þorsteinn Eiríksson frú Ásgeirsstöðum yrkir eftirfar- andi: Bræðingur Mín œska er horfin, en brosið þitt bjarta, býður mér samfylgd á ófórnum vegi. Sœtasta vina, þitt heitasta hjarta, mig heillar nú til sín á nóttu og degi. Geymdar stundir Vina kœr þú varst um stund, víst þú hrærir gleðistrengi. Mér eiður sær þinn fegins fund, fús ég vœri að sitja lengi. Þó ég læðist Mér að komast lán ei lér, að luktum bránum þínum; þó að létt ég lœðist hér á lymskutánum mínum. Hugsaðu Hafa skyldi huga í, hvað skal mál úr bíta. Hefur nokkur hag afþví, að hata og fyrirlíta. Sléttubönd Betur stunda lipran Ijá, lyndi guma hvetur. Vetur bundið enda á, yndi sumars getur. Fríður svanni brosir blítt, brúnaljósin glitra. Býður manni nokkuð nýtt núna drósin vitra. Lútum við svo lokið að sinni og minnum d heimils- fang þdttarins: Heima er bezt, Ármúla 23, 128 Reykjavík. Heima er bezt 35

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.