Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Side 44

Heima er bezt - 01.01.1999, Side 44
Kœra Heiða. Mig langar svo að skrifa þér og út- skýra málin af því að þú reyndist mér svo góð vinkona í sumar. Ég veit að ég átti það ekki skilið af því að ég var svo leiðinleg við þig í skólanum, en ég vona að þú hafir fyrirgefið mér það. Ég var að enda við að skrifa Páli til að slíta trúlofun okkar og senda honum hringinn til baka sem hann gaf mér. Ég vona að það gangi betur upp hjá ykkurÁma. Ég œtla að segja þér ástæðuna fýrir þessu öllu, þó að ég láti það ekki fylgja í bréfinu til Páls. Ég vil ekki sœra hann meira en ég þarf og vonandi rýkur hann ekki suður til að reyna að telja mér hughvarf. I sumar, á kvenfélagsballinu, þá varð mér illilega á. Ég hitti Láms kaupamann á Fossi. Það gerðist eitt- hvað innra með mér, ég féll fyrir þess- um fallega, glaða pilti og afrakstur þessarar nœtur ber ég nú undir belti. Ég var gjörsamlega hugsjúk eftir að ég kom heim og gat ekki hugsað um neitt annað en Láms. Það bœtti nú ekki úr skák þegar ég komst að því hvernig ástandi mínu var háttað. Ég var móð- ursjúk og blessunin hún móðir mín er búin að hjálpa mér mikið, það sama er að segja um mömmu þína, sem ég Þrettándi hluti heimsótti einu sinni þegar mér leið sem verst. En það rofaði til í þessum byl eins og öðmm. Þegar Láms kom suður, var það hans fyrsta verk að leita mig uppi. Nú emm við trúlofuð og munum gifta okk- ur strax í haust. Við emm mjög ham- ingjusöm saman, en mér þykir verst að fara svona illa með Pál. En svona standa málin. Láms er að byrja í lækn- isfrœðinni og hann hefur allan stuðn- ing foreldra sinna. Bamið mitt er vel- komið í heiminn og það verður hjóna- bandsbarn, til allrar lukku. Elsku Heiða, mér fannst ég verða að segja þér þetta. Þú ert sú vinkona sem ég vil síst missa. Trúðu því, ég hef breyst. Ég held að við Láms höfum gert það bœði. Ég hef hitt mömmu þína nokkmm sinnum síðan ég kom. Hafðu ekki áhyggjur afhenni. Hún lítur vel út og er ánœgð með hvað þér fellur vel í sveitinni. Ég vona svo að allt gangi vel þama fyrir norðan. Blessuð og sœl. Veiga. E.S. Þú verður að koma til mín strax og þú kemur til Reykjavíkur. Heiða lagði bréfið í kjöltu sína. Hún ótti ekki til orð. Eftir stutta stund fór hún fram og fann Ástu. - Heyrðu, frænka. Ég var að fó bréf sem ég vil að þú lesir. Það er víst best að innihaldið fari ekki langt, en ég vil að þú sjúir það. Ásta tók við bréfinu, en Heiða beið ó meðan hún las það. Undrun- arsvipurinn óx jafnt og þétt ú and- liti Ástu. Hún og Heiða störðu hvor ú aðra. - Nú þykir mér týra, tautaði Ásta. Hún Sigríður fær slag. Heiða hristi höfuðið. - Ég trúi þessu varla. En ég er feg- in að fá fréttir ffá mömmu. Vesal- ings Veiga, ég verð að skrifa henni til baka. - Gerðu það, en passaðu þetta bréf. Það er eins og gangandi sprengja. Frænkumar litu hvor á aðra og sögðu báðar í einu. - Það er eins gott að hún Krist- björg frétti ekki af þessu. 12. Kafli. Það var fagurt veður morguninn sem leggja skildi í leitina. Allir gangnamennimir mættu snemma morguns fram í Mjóadal með 36 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.