Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Síða 45

Heima er bezt - 01.01.1999, Síða 45
trússahesta, hlaðna farangri og heypokum. Menn og stúlkur voru öll glaðleg, þó að örlítill kvíði lædd- ist í brjóst þeirra sem aldrei höfðu farið fyrr. Áður en lagt var af stað í leitina var drukkið kaffi í Mjóadal með ríkulegu meðlæti. Var það siður sem Gangna-Siggi vildi ekki bregða út af, hvað sem tautaði og raulaði. Klukkan útta skildu allir vera búnir að troða sig út af veitingum, komnir d bak hestum sínum og súpa brott- fararsnafsinn. Öðruvísi gat enginn hafið göngur. Gangna-Siggi var mjög fastheldinn ú allar hefðir og þótti það ekki kunna góðri lukku að stýra ef brotið var út af þeim. Að þessu sinni voru gangnamennirnir fyrir utan Gangna-Sigga þau Geir- mundur og Þórir frd Ytra-Hóli, Heiða frú Hóli, Ásbjöm og Jóhanna fra Fossi, séra Jón og Árni fra Árdal, Andrés í Mjóadal, Halldór d Bakka, Svavar frd Strönd og Sigurjón d Læk. Höfðu margir undrast það að Gangna-Siggi tók Sigurjón með sér í leitina. En Gangna-Sigga var sama hvað sagt var. Þó að honum væri kalt til Sigurjóns þd vissi hann að þar var góður smali og það sem lið- ið var skildi vera liðið. Það var nú einu sinni þannig að þeir Sigurjón ætluðu að búa dfram í sömu sveit og því var eins gott að sætta sig við að hafa hann ndlægt sér. Gangna- Siggi vissi líka að ekki útti Sigurjón of mikið skotsilfur og því gat komið sér vel að fd að vinna af sér gangnaskilin. Þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í átta, þennan morgun, voru allir búnir að þiggja veitingar hjá Önnu og stignir á bak, nema gangnaforinginn. Hann gekk á milli fólksins og skipaði þeim að drekka brottfararsnafsinn. Karl- mennirnir tóku því vel, en stúlkurn- ar grettu sig. Gangna-Siggi hafði gaman af. - Þið eruð ekki fullgildir gangna- menn stúlkur mínar, nema að þið getið sopið á pela, ef mikið liggur við. Svona, nú skulið þið kyngja þessu og svo förum við af stað. Heiða og Jóhanna litu hvor á aðra. Snafsinn hjá Gangna-Sigga brenndi þær langt ofan í maga, en það var blik í augum þeirra. Nú skildi haldið á vit ævintýranna. Það tók gangnamennina allan daginn að ríða afréttinn á enda. Það var komið kvöld þegar þau komust loksins í skála. Gangnaskál- inn stóð í hvilft fýrir neðan jökulinn og við hlið hans rann lítil á. Kofinn var kaldur og dimmur, en hann varð strax vistlegri þegar Gangna- Siggi var búinn að kveikja ljós. Það lá vel á fólkinu. Þau sinntu hestum og hundum áður en þau gengu í skála. Árni hafði haldið sig við hlið Heiðu allan daginn. Hann hjálpaði henni líka að gefa klárunum, kemba þeim og ganga frá í heldu hólfi yfir nóttina. Á þessum stað var ekkert hesthús, en í kofanum sem þau myndu gista tvær næstu nætur, var hesthús og mun betri aðbúnað- ur. Heiða hafði mestar áhyggjur af Smala litla. Hann var strax orðinn sárfættur en hann fylgdi húsmóður sinni eftir eins og skugginn hennar. Hún vonaði bara að þessi ferð yrði ekki litla greyinu ofviða. Hún hafði lofað Ástu að passa hann vel. Smali var séreign Þorsteins og hann batt miklar vonir við þennan hvolp. Heiða strauk hestunum um flipana áður en hún fór í skála. Stóri-Jarpur nuddaði hausnum vinalega upp við hana. Henni stóð hálfgerður stugg- ur af þessum hesti. Hún hafði ekkert lagt á hann þennan daginn, en not- að hina, Ljóma og Litla Rauð, sem báðir voru alþægir. Henni hafði reyndar ekkert litist á að taka Stóra- Jarp með, en Ásta heimtaði það. Hún hafði sagt: - Ef þú lendir í verulegum vand- ræðum þá vil ég vita að þú sér vel ríðandi. Hann Stóri-Jarpur er vitrasta skepna sem við eigum. Hann mun ekki bregðast þér. Heiða og Árni gengu til skála. Þau fundu mat handa seppunum sín- um, sjálfum sér og svefnpokana sína. Á þessum fyrri náttstað reyndi fólkið að hrófla sem minnst við föggum sínum því að haldið yrði í annan skála næsta dag. Heiða var orðin þreytt, en henni leið vel. Fjallaloftið var fri'skandi. Árni tók um axlirnar á henni. - Hvemig finnst þér? - Mjög skemmtilegt. Ég er bara svo hrædd um að standa mig ekki. - Hafðu ekki áhyggjur. Á meðan við hlýðum fyrirmælum Gangna- Sigga þá þarf enginn að hafa áhyggjur. Þau gengu inn. Fólkið mataðist og fór svo að huga að því að finna sér næturstað. Einn pallur var í homi kofans, en annars urðu menn að sofa á heypokum á gólflnu. Gangna-Siggi fyrirskipaði að stúlk- urnar fengju að sofa á pallinum, ásamt Ásbirni og séra Jóni. Á þess- um stað var Gangna-Siggi konung- urinn og engum datt í hug að mót- mæla honum. Sumir mannanna fengu sér örlitla brjóstbirtu áður en þeir fóru í háttinn. Það var einn lið- urinn í þessari gangnastemmingu, að fá sér örlítið tár og rabba saman. Stúlkurnar sem vom orðnar þreytt- ar, skriðu strax í poka sína á pallin- um og sofnuðu. Heiðu fannst hún varla vera búin að sofa neitt þegar Gangna-Siggi ræsti mannskapinn. Hún var stirð og aum að sofa á hörðum spýtun- um, en nú tjáði ekki að tala um það. Hún varð að standa sig. Byrjað var að fara út, gefa hestum og hundum, svo borðuðu menn, tóku til nesti sitt og gengu frá trússahest- unum. Stúlkurnar fylgdust með og reyndu að fylgja eftir því sem hinir gerðu eins vel og þær gátu. Eftir að fólkið var ferðbúið sagði foringinn fyrir á göngur. Jóhanna skildi fylgja föður sínum, en Gangna-Siggi ætl- aði að hafa Heiðu næsta sér. Hon- um fannst hann bera ábyrgð á stúlkunum umfram aðra. Það var jú hann, sem hafði samþykkt að taka þær með. Veður var bjart og fagurt. Um- hverflð stórglæsilegt, viðátta heiðar- innar svo langt sem augað eygði. Óendanleiki fullur af frelsi sem þeir einir upplifðu, sem komu á staðinn. Menn og hestar vom í essinu sínu. Heiða lagði á Ljóma en Litli Rauður fór undir trúss. Stóri- Jarpur nuddaði Heima er bezt 37

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.