Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 5

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 5
ÆSKAN 113 um sig sjálf, enda gáfu þau sig lítið að henni. Þau vildu heldur vera hjá vinnukonunum. Það var skemmtilegra. Eldhússtúlkan söng fjörugar vísur, ef hún var í góðu skapi, og stofustúlkan gat — þá sjaldan hún var glöð — klakað eins og hæna, sem æflar að fara að verpa, eða gefið frá sér hljóð, eins og þegar tappi þrýstist úr flösku, og hún gat líka mjálmað eins og kettir, scm eru að rifast. En aldrei sögðu vinnukonurnar þeim neitt um það, hvað komið liefði fyrir, þegar ókunnu mennirnir fóru burt með pabba. En þær gáfu oft í skyn, að þær gætu sagt frá ýmsu, ef þær vildu, og það var nærri því enn þá verra. Dag nokkurn bar svo við, að Pétur litli setti fulla vatnskönnu við dyr einar, er hann vissi að Rut þurfti að ganga um. Rut varð bálvond, sló Pétur og sagði: »Ef þú hætir ekki ráð þitt, þrjóturinn þinn, þá endar það með því að þú lendir þar, sém hann faðir þinn er núna, það get eg sagt þér.« Róberta sagði mömmu sinni þetta, og daginn eftir var Rut látin fara. Einu sinni þegar mamma kom heim, háttaði hún undir eins og lá í rúminu í tvo daga. Læknirinn kom og börnin læddust á tánum um húsið, og voru mjög sorgbitin. En loksins kom mamma þó niður einn morgun til morgunverðar. Hún var ákaílega föl, en reyndi þó að hrosa til barnanna, er liún sagði: »Nú er allt komið í lag, hörnin mín! Yið flytjum nú úr þessu lnisi og förum að húa uppi í sveit í Ijóm- andi snotru, hvitu lnisi. Eg er viss um, að ykkur þykir gaman að vera þar.« Næstu viku var mikið að gjöra að ganga frá öllu, sem átti að flytja, ekki aðeins fötum, eins og þegar þau ferðuðust niður að sjónum, heldur einnig stólum og borðum og allskonar húsgögn- um, sem allt þurfti að vefja með pokastriga og hálmi; sömuleiðis gólfábreiðum, rúmfötum, ljósa- stjökum, eldhúsáhöldum, o. fl. o. fl. Ilúsið líktist einna helst húsgagnaverslun. En börnin voru í sjöunda hirnni. Mamrna hafði ákaf- lega mikið að gjöra, en þó ekki svo mikið, að lnin gæfi sér ekki tíma til að tala við þau, og meira að segja að lesa fyrir þau. »Ætlarðu ekki að fara með þetta?« spurði Ró- berta, og henti á mjög skrautlegan skáp, er allur var lagður skelplötu. »Yið getum ekki tekið allt með okkur,« sagði mamma. »Eg held við tökurn allt það lélegasta með okk- ur,« sagði Róberta. »Yið veljum nytsömustu hlutina,« svaraði mamma. »Yið leikum fátæklinga, svolítinn tíma, lamhið mitt.« Þegar húið var að ganga frá öllum þessum farangrr, og þjónar, með bláar svuntur, voru húnir að hlaða honum á stóran llutningsvagn, hreiðruðu litlu stúlkurnar, mamma og Ernma frænka um sig í gestastofunni, þar sem öll fal- legu húsgögniu voru, en Pétur var látinn sofa á leguhekknum í dagstofunni. »Þetta er gaman,« sagði hann, er hann hring- aði sig saman á legubekknum. »Eg vildi óska, að við flyttum okkur einu sinni í hverjum mánuði.« Mamma hló. »Þess vildi eg nú ekki óska,« sagði hún. »Góða nótt, Pétur minn.« Þegar hún sneri sér frá Pétri, varð Róhertu lilið á andlit hennar, og því gleymdi hún aldrei. »Ó, mamma,« sagði hún við sjálfa sig, »en hvað þú ert hugrökk! Ó, hvað mér þykir vænt um þig. Að hugsa sér, að þú skulir vera svo sterk að geta hlegið, þegar þú erl svona hrygg.« Næsta dag var raðað niður í ferðakisturnar, hverja á fætur annari, og síðari hluta dagsins kom vagn lil þess að flytja bæði fólk og farangur á járnhrautarstöðina. Emma frænka fylgdi þeim lil stöðvarinnar og veifaði til þeirra, þegar farið var af stað. 1 fyrstu skemmtu hörnin sér við það, að horfa út um gluggana, en þegar dimmt var orðið, fóru þau að verða syfjuð, og ekkerl þeirra vissi, hve lengi þau liofði ferðast með járnhrautarlestinni, þegar þau vöknuðu við það, að mamma ýtti hlíð- lega við þeim og sagði: »Vaknið nú, börnin mín, nú erum við komin á á ákvörðunarstaðinn.« Þau vöknuðu köld og stúrin, og skulfu af kulda úti á vagnstöðvarpallinum, meðan farangur þeirra var fluttur af lestinni. Síðan fór gufuvagninn hlás- andi og stynjandi af stað aftur og dró alla lestina á eftir sér, þar til börnin sáu allt hverfa út í myrkrið. Þetta var fyrsta leslin, sem hörnin sáu á þess- ari járnbraut, sem átti eftir að verða þeim svo kær. Þau vissu þá ekki, hvc fljótt járnhrautin átli eftir að verða miðdepillinn í hinu n5rja lífí þeirra. Þau skulfu af kulda og óskuðu í hjarta sínu, að leiðin til nýja heimilisins væri ekki mjög löng. Nefið á Pétri var kaldara en hann mundi til, að það hefði orðið nokkru sinni áður. Hatlur Róberlu var allur í ólagi, og Fríða dró skóreimarnar. »Komið,« sagði mamma. »Við verðum að ganga. Hér er enginn vagn.«

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.