Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 16

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 16
124 ÆSKAN eftir henni, en varð þá Iitið á skottið. Og þá varð honum ekki um sel. Hann hafði séð mörg skott þennan dag, sum löng og loðin, önnur stutt og snögg. Hann hafði séð sporðana á fiskunum, stél- in á fuglunum, taglið á hestinum og dindilinn á kindinni. En ekkert hafði hann séð þessu líkt. Þetta var eigiulega ekkert skott. Það var bæði breitt og þykkt og næstum því kantað. Að eins efst var það loðið, en annars hárlaust og hreistrað. Engin skepna hafði fengið svona andstyggilegt skott! Hann stakk sér í kaf og synti langt hurt til þess að eng- inn skyldi sjá það. Honum gekk ágætlega að synda, og það var sund- fitinni að þakka. Hann smaug gegnum vatnið eins og áll, og þegar hann sá, að fiskarnir voru hræddir við hann, varð hann miklu roggnari en áður. Hann gat snúið sér við og stýrt sér eftir vild, og fljótlega fann hann, að það átti hann skottskömm- inni að þakka. Skottið var ágætis stýri. En hann var nú samt fúll yfir því. Og þegar hann skreið í land seinna um daginn og heyrði fuglana uppi í trjánum vera að hjala og masa saman, hélt hann að þeir værn að spottast að skottinu á sér. Hann stakk sér þá aftur og synti yfir að hinum vatns- bakkanum og skreið inn í skóginn, þar sem hann var þéttastur. Þar rakst hann á annan bjór, sem var líka að fara í felur með skottið á sér. Þeir skoðuðu hvor annan í krók og kring og leist ljómandi vel hvorum á annan, nema auðvil- að skottin, en það töluðu þeir ekki um. En þeir settust að þarna við lækinn í skóginum. Þeir kom- ust lljótt að þvi, að börkurinn á ungum trjám var ljómandi matur, og þó að tennurnar væru ljótar, þá voru þær mestu þing til þess að naga börkinn af. En þeir létu sér ekki nægja að naga börkinn, heldur felldu þeir trén með tönnunum, nöguðu af þeim greinarnar og bútuðu þau svo í smákuhba. Svo veltu þeir kubbunum út í lækinn, tóku þá þar í fangið og syntu svo á bakinu og stýrðu með ólukku skottinu. Sumstaðar var lækurinn of grunnur fyrir þá að synda í með kubbana, og þá grófu þeir djúpa skurði meðfram honum, hleyptu vatninu þar í og syntu svo með kubbana eftir skurðinum. Svo grófu þeir sér holur í lækjarbakkana. Þeir slógu og lömdu leirinn í holu veggjunum með skottinu, lil þess að þélta þá, og fannst það vera rétt mátulegt í svoleiðis skítaverk. Svo tóku þeir trékubbana, hlóðu stýflugarð í lækinn og hjuggu þannig til tjörn. Opið á holunni létu þeir vera niðri í tjörninni, svo að það sæist ekki. Og bjórarnir eignuðust marga unga. Þegar þeir fyrstu konni í heiminn, aðgættu foreldrarnir vand- lega, hvort skotlin á krökkunum væru eklci svo- lítið sélegri heldur en á þeim sjálfum. En það var nú öðru nær. Skottin voru eins á þeim öllum, klunnaleg, hárlaus og hreistruð. Oft kom það fyrir, að menn komu þar að, sem bjórarnir höfðu I)úið um sig í skóginum. Og menn- irnir voru öskuvondir yfir því, að bjórarnir höfðu skemmt skóginn. Það er nú svona, að mennirnir þykjast eiga alla skapaða hluti. Og svo fóru þeir að veiða hjórana, bæði til þess að ná í mjúka og hlýja feldinn þeirra, og svo lil þess að þeir skemmdu ekki skóginn. En þeir gátu ekki annað en dáðst að bjórunum og sögðu oft sín á milli, að þeir væru allra dýra vitrastir. Og bjórarnir, sem heyrðu þetta, og ekki lentu í veiðigildrum mannanna, voru hreyknir af, en þeir héldu áfram að skammast sín fyrir skottin. Svo var það einu sinni, að gamall hjór, sem var allra hjóra vitrastur, kallaði alla hina saman og sagði við þá: »Við höfum eins fallegan feld og oturinn, eins hvassar tennur eins og mýsnar, og við syndum eins og fiskarnir. Við ættum nú að komast af með þetta, en þó höfum við eitt fram yfir öll önnur dýr. Við höfum skott, sem við höfum mikið gagn af. Hvaða skott eru þetta svo sem á hinum dýr- unum? Ekkert annað en gagnslausir dindlar og stertar og svoleiðis dót. Það er lítið varið í þess konar, þó að einhver prýði kunni að vera að því.« Unglingsbjór nokkur hugsaði nú með sér, að fiskarnir syntu með sporðinum og fuglarnir stýrðu sér með stélinu og þetta væru nokkurskonar skott. En hann var svo feiminn, að hann þorði eklci að segja það. Gamli bjórinn hélt nú áfram: Skotlið á okkur er eitt hið dásamlegasta, sem til er, og við skulum steinhætta að skammast okkar fyrir það. Ef það væri loðið, mundu hárin festast í leirnum, þegar við erum að lemja hann í stýflu- garðana, til þess að þétta þá. Og það væri miklu verra, ef það væri ekki kantað. Héðan i frá skulum við vera hreyknir af skotl- inu.« Æfinlega síðan er það svo, að þegar ungur bjór leitar sér að konuefni, þá kallar hann hana til sin með því að lemja valnið af alelli með skoll- inu. Hann vill sýna henni, að hann hafi hala í lagi, til þess að geta hyggt handa þeim hús til að búa i. G. G. þýddi lausl.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.