Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 13

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 13
ÆSKAN 121 átta, svo að maðurinn hennar hlaut að fara að koma. Best var fyrir hana að fara að taka til matinn og leggja á borðið. Þau höfðu alltaf þann gamla sveitasið, að birgja sig upp með mat til vetrarins, og var það góður íslenskur matur. — Það var svo margt, sem hélst óbreytt við Þuríði, þrátt fyrir höfuðstaðarveruna. Hún var í peysu- fötum, og hárið sitt ljósa hafði hún ílétlað í fjórar fléttur, alveg eins og áður en lnin fór að heiman úr sveitinni. Iíún var búin að vera sjö ár í Reykjavík. — Hún Jlýlli sér að láta á sig hvítu eld- hússvuntuna og fór að taka til matinn, hún hreiddi hvítan dúk á borðið og bar inn matinn, lnin vildi hafa allt tilbúið, þegar maðurinn hennar kæmi heim. Nú var hringt, og hún llýlli sér að opna dyrnar, og nú var það maðurinn hennar, sem kom. Hann sagði: »Gott kvöld, ástin mín,« og kyssti hana á kinnina. Og hún sagði: »Gott kvöld, og velkominn heim. Þú ert eitthvað svo veiklulegur og fölur. Klukkan er líka orðin fimm mínútur yíir hálf-átta.« Hann brosti og sagði: »Eg kem að- eins fnnm mínútum seinna en vant er, og eg er ekkert þreyttur, enda er eg allan seinni part dags- ins að hlakka til að koma heim.« Hann gekk með glaðlegu yfirbragði inn í svefnherbergið, hann var fallegur maður, karlmannlegur, þéttur á velli og þéttur í lund, með dökkt hár og yndislega fal- leg, dökkbrún augu, fallegan yfirsvip og ofurlítið dökkt yfirskegg. Hann var vanur að snyrta sig til, þegar hann kom af skrifstofunni, áður en hann seltist að borðinu með konunni sinni. Hann hafði aldrei óskað sér þess beinlínis, að þau ættu börn. Honum fannst það allt svo golt eins og það var. Hugur hans hvarílaði svo ol't til stúdentsáranna og sumarsins, þegar hann sá konuna sina fyrst. Hann minntist þess, hve oft hann séra Jón hafði boðið honum að vera hjá þeim á prestsetrinu sumarlangt. Loks varð það úr, að hann fór. Það var stórt bú á prestsetrinu, margar stúlkur og piltar, sem unnu að heyskapnum, og svo syst- kinin þrjú, börn prestshjónanna, sem voru upp- komin. Þó að hann væri óvanur allri sveitavinnu, skrifstofustjórinn, þá langaði hann til að hjálpa til líka, við heyskapinn. Það var oft glall á hjalla hjá þeim við vinnuna, gamanyrði og gletlni. Hann sá þetta allt fyrir sér. Þegar veðrið var gott, var þeim oftast fært kaffið út á tún, og var þá raðað sér undir einhvern bólsturinn. Þær systurnar, dælur prestsins, sáu þá uin, að allir fengju það, sem þeir vildu. Eitt sinn að áliðnu sumri vildi það einhvern veginn þannig til, að þau Þuriður urðu ein eftir i ílekk, en hitt fólkið allt við vinnu annarstaðar. Hann varð að játa Þuríði ást sína. Hún hlaut að hafa veitt því eftirtekt, hve ástfanginn hann var í henni., Hann gat ekki hugsað sér að fara hurtu af prestsetrinu, án þess að vita hvern hug Þuríður bar til hans. Hann sagði því: »Þuríður, heldur þú að þú gætír hugsað þér að fara til Reykjavíkur og setjast þar að?« »Eg veil það ekki, eg hefi aldrei hugsað neitt um það.« »Mig langar svo til að þú yrðir konan mín og við mættum húa saman, og hvað segir þú um það, Þuríður?« Þuríður leil niður fyrir sig, en þegar lnin leit upp, gat liann lesið svarið í augum hennar. »Nú fer eg héðan ánægður, þegar eg veit, að eg xná eftir 1—2 ár koma hingað aftur, og jxá verður erindið að sækja ])ig.« Hann mundi lika eftir j)ví, þegar jæssi ár voru liðin og hann fór austur á land, og gamli presturinn, sem nú var tengdafaðir lians, gifti þau í litlu, fallegu sveila- kirkjunni, sem öll var blómum skreytt. Þuríður var yndisleg hrúðir, með fallegan blómvönd úr hvítum og rauðum rósum, og augun i henni tindr- uðu eins og skærar stjörnur. Það var stórl brúð- kaup, og rnikið gat verið fjörugt; stiginn dans fram á nólt. Tveir menn spiluðu, annar á har- móníku, en hinn á fiðlu. Það hafði aldrei heyrst fyrr, en fallegt var það. Garnli hreppstjórinn J)ar í sveitinni hélt ræðuna fyrir minni brúðhjónanna. Síðan voru liðin sjö ár, og ekkert hafði skyggt á hamingju þeirra, að honum fannst. »Ætlar þú' ekki að fara að korna að borða?« kallaði Þuríður. »Ósköp ertu lengi að þvo þér; maturinn er kominn inn, og fer að kólna.« »Jú, nú kem eg.« Skrifstofustjórinn setlisl við borðið. Erú Þuríður leit á hann og sagði: »Hvaða ósköp ertu kíminn á svipinn. Ertu að hugsa um eitt- hvað svona skemmtilegt? Blessaður láttu mig njóta þess.« »Eg var hara að rifja upp fyrir mér í huganum, J)essi ár, síðan eg sá })ig fyrst, og J)á verð eg æfinlega svo ánægður, að Jxað er ekki að furða þó eg sé glaður.« Þegar þau voru búin að borða, setlust þau inn í setustofuna, og Þuríður gekk út að glugganum og leil út. Rétt í þvi sá hún lítinn dreng hlaupa fyrir gluggann, og hann kallaði: »Mamma, mamma, mamma!« Hvað var að barninu? Gat hún eittlivað gjört fyrir liann? Hún fór út á eftir honum. Þá sá lnin liann vera að hverfa inn í garð ])ar skamml frá. Hún llýtti sér þangað. Litli drenghnokkinn, sem var á að giska 5 ára, sat þar á steinþrepi og var ósköp hnugginn.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.