Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 11

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 11
ÆSKAN 119 Það má vel vera, að á næstu árum fáum við að sjá hina miklu flugdreka koma æðandi austan og vestan um haf með dynjandi gný. Þeir renna sér niður til þess að hirgja sig að bensini og olíu, og þegar allt er tilbúið, hefja þeir sig til tlugs á ný og halda áfram, áfram. Enga stund má missa. Ef til vill verður þetta til þess að ennþá fleiri ferðalangar utan úr heimi streyma hingað til þess að njóta hér náttúrufegurðarinnar. Landið okkar er fagurt og fjöllireytt, og mörgum, sem þreyttir eru á asanum og gauraganginum í hinum stóru borgum og löndum, þykir gott að fá að njóta hér næðis og hvíldar í friðsælum faðmi náttúrunnar. Oft og mörgum sinnum heyrist um það talað, að við þurfum að hæna útlenda ferðamenn hingað til lands. Og það er enginn efi á því, að ýmislegt gott mundi af því leiða, ef það tekst, og vel er á haldið. Ýms lönd í Evrópu, svo sem Noregur, Sviss og Ílalía, seiða árlega til sín þúsundir ferða- manna víðsvegar að úr heiminum. Þeir koma til þess að njóta hinnar víðfrægu náttúrufegurðar, sem þessi lönd hafa að bjóða, eða lil þess að leita sér líkamlegrar heilsubótar og andlegrar hress- ingar i því að klifa há fjöll og bratta tinda, sigla um fjallavölnin eða veiða i silungsánum. Og það er mikil atvinna að annast um allan þennan ferðamannastraum og hún gefur oft mikið í aðra hönd. En heimafólkinu i þessum ferðamannalöndum er líka mikill vandi á hendi. Það þarf ekki aðeins að geta tekið vel á móti gestunum og þjónað þeim, heldur líka sýnt þeim, að fólkið á ælinlega að vera meira vert en landið, sem það býr i, hversu fag- urt sem það kann að vera. Og eins er um okkur. Ef ferðamannastraumur- inn á að verða okkur til góðs, þá þurfum við að leggja kapp á að sýna þessum gestum, sem lil okkar koma, að það er ekki aðeins landið, sein á skilið að þeir ferðist hingað lil þess að kynnast þvi, heldur einnig að fólkið í landinu sé vel siðað og vel menntað. Við þurfum að sýna þeim, að þótt þjóðin okkar sé lítil og fátæk, þá kunni hún að meta frelsi sitl og menningu, meta það miklu meira en allt heimsins gull og gersemar. G. G. Heimskt er heimaalið barn. Verður sá, er víða í'er, visari þeim sem lieima er. ísl. málsh. Vilhjálmur Stefánsson Vikingarnir gömlu, sem við íslendingar erum af komnir, voru víðförulir menn. Útþráin ólgaði i blóði þeirra. Þeir undu ekki að sitja um kyrrt heima í átthögunum. Æfintýrin, sem þeir vissu að mundu Iiíða þeirra í framandi löndum eða á fjar- lægum höfum, lokkuðu þá og seiddu. Það er ekki að furða, þó að við, afkomendur þeirra, höfum erft eitthvað af þessari eirðarlausu útþrá. Eg býst við, að hvert ykkar hafi fundið til hennar í sínum eigin lniga. En það eiga ekki allir því láni að fagna, að hafa tækifæri og getu til þess, að svala þeirri þrá. Það er svo oft, að »fótur vor er fastur, þá fljúga vill önd.« Vilhjálmur Stefánsson, landi okkar, hefir svarið sig í ættina við víðförulu víkingana. Og hann hefir getað svalað sinni útþrá. Hann er eflaust víðförl- asti íslendingur, sem nú er á lífi, og heimsfrægur landkönnuður. Hann liefir frá harnæsku átt heima vestur í Ameríku, og var settur þar lil mennta. Þegar hann var orðinn fulltíða maður, fór hann í marga leiðangra norður í óhyggðir Norður- Ameríku, til að kanna þar ókunn lönd og kynn- ast Eskimóa-kynflokkum. Var hann svo árum skipti i þessum ferðum, kynntist þessum náttúru- börnum, Eskimóunum, betur en noklcur annar hvítur maður hefir gert, enda lifði hann með þeim eins og væri hann einn úr þeirra hópi. Hefir hann skrifað hækur um þessi ferðalög sín og rannsóknir og hlotið heimsfrægð að laun- um. G. G.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.