Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 17

Æskan - 01.10.1936, Blaðsíða 17
ÆSKAN 125 Þuríður Ág'ústa Eiríksdóttir f. 1. ág'úst 1916 — d. 9. júlí 1936 Pú varst eins og blóm, er brostir lilýtt mót blikandi árdagsljóma, og augun þín skinu undur þvlt í œskunnar hreina blóma, og vorfuglar sungu þér sönglag nýtt um sumarsins helgidóma. Við föður og mætrar móðurhlið á morgni lifsins þú undir, þú varst þeirra gleði — og veita þeim lið þú vildir — á allar lundir. f*að var þitt kærasta verkasvið, það voru þeim sólskinsstundir. Og þú vildir græða og gleðja þá, er grátnir og sjúkir biða, það var þín helgasta hjartans þrá að liugga þá, sárt er líða, að þeir mættu eiga þér athvarf hjá, sem ættu við böl að stríða. En nú ertu liorfin héðan braut, til himneskra sumarlanda. og jarðlífsins böl og þungbær þraut má þér eigi framar granda, þér opnaðist ljómandi ljóssins skaut og leiðin lil ódáinsstranda. Og ljúfa þökk fyrir liðinn dag, þitt líf var sem blátært heiði. Við syngjum þér viðkvæmt vöggulag og vefjum blómum þill ieiði, — svo munarhlýjan og mildan brag — sem móðurhönd yfir þig breiði. m. j. Bréfaviðskipti. Guðrún Gísladóttir, Fossi, Suður- ljörðum, pr. Bildudal, óskar eftir að skrifast á við dreng eða stúlku á aldr- inum 8—10 ára i Miðdölum í Dalasýslu. Guðfinnur Kristberg Gíslason, Fossi, Suðurfjörðum, Bíldudal, óskar eftir að komast í bréfasamband við dreng eða stúlku á aldrinum 10—12 ára í Dala- sýslu. Hjálmar F. Ilafliðason, Hattardal, Alftafirði, N.-Isafjarðarsýslu, vill skrif- ast á við dreng eða telpu í Skagafirði 15— 17 ára. Olafur SigUrðsson, Skálarnesi, Ilraun- hreppi, Mýrasýslu, óskar eftir bréfa- sambandi við dreng eða stúlku á aldr- inum 10—12 ára í Arnessýslu. Gunnbjörn Gunnar Sigurðsson, Dal- landsparti, Húsavík við Loðmundar- fjörð, óskar eftir að skrifast á við pilt eða stúlku 14—16 ára, einliversstaðar á landinu. Sigurður O. Guðmundsson, og Stein- dór Sveinsson, Nýjabæ, Pykkvabæ, Bangárvallasýslu, óska eftir að skrifast á við drengi á Seyðisfirði 13—14 ára og 14—15 ára gamla. Málfríður Illugadóttir, Flankastöðum, Miðnesi, óskar að komast i bréfasam- band við stúlku 12—14 ára einhvers- staðar á landinu. Kristin Björgólfsdóttir, Brautarholtí, Sandgerði, óskar að komast í bréfasam- band við 14 ára gamla stúlku á Akur- eyri. Hrefna Sigurgísladóttir, 11 ára, Skaga- nesi, Mýrdal, V.-Skaftafellssýslu, óskar eftir að skrifast á við telpu á Norður- landi, á líkum aldri. Kristín B. Ólafsdóttir, Furufirði. Grunnavíkurhreppi, N.-ísafjarðarsýslu, óskar eftir að skrifast á við telpu eða dreng 14—15 ára, einhversstaðar á land- inu. Ketilríður Jakobsdóttir, Reykjarfirði, Grunnavikurhreppi. N.-ísafjarðarsýslu, óskar eftir að skrifast á við 14—15 ára gamla stúlku, einhversstaðar á landinu. Lilja Kr. Isfehl, Hafnargötu 32, Seyðis- l'irði, (12 ára) óskar eftir að skrifast á við telpu eða dreng á líkum aldri. Má vera hvar sem er á landinu. Jóhannes Iiristólersson, Fremri Hvestu, pr. Bildudal óskar eftir bréfa- sambandi við pilt eða stúlku á aldrinum 16— 18 ára. Ingigerður G. Guðjónsdóttir, Para- látursfirði, Grunnavíkurhreppi, N.-ísa- fjarðarsýslu, óskar eftir að skrifast á við dreng eða telpu (13 ára). Jóhanna E. Olafsdóttir, Furufirði, Grunnavíkurhreppi, N.-ísafjarðarsýslu óskar að komast í bréfasamband við dreng eða stúlku á aldrinum 13—15 ára. Tveir þýskir stúdentar á Norður- Pýskalandi óska eftir að komast í sam- band við islenska jafnaldra. Peir hafa áliuga fyrir frímerkjum, germanskri fornfræði o. s. frv. Peir eru Valtýr Leifer, Paderborn, An den Kapuzinern 5, (Skrifar íslensku, þýsku, ensku, og frönsku) og Egbertó Schlötkötter, Pader- born, Erzdschfl, Knabenseminar. (18 og 17 ára). Ingibjörg Andrésdóttir, Síðumúla, Hvítársíðu, Mýrasýslu óskar eftir að skrifast á við pilt eða stúlku, ein- hverstaðar á landinu. Guðmundur Jónsson, Grafarbakka, Hrunamannalireppi, Árnessýslu, óskar eftir bréfasambandi við dreng eða stúlku á aldrinum 18—20 ára. Ingibjörg Ingólfsdóttir, Múlakoti, Staf- holtstungum, Mýrasýslu, óskar eftir að skrifast á við 14—15 ára gamla telpu i Norður-Múlasýslu. Pórarinn Pór, Akureyri, óskar eftir að skrifast á við 13—15 ára gamlan dreng í Árnessýslu. Haust Nú visnar skógur, en háfjöllin húfur liafa úr mjallhvitum snjá. Ennþá samt kveður í gili við gljúfur glymjandi fossliarpan blá Birgitta Tómasdóttir Stökur Úti um sumars kyrrlátt kvöhl kært er mér að reika, þá hugans glæðir innra eld aftanskinið bleika. Og þólt leggi haustið hönd liarðari sumri, að vanga, samt um hugans sólarlönd sælt er að mega ganga. Uuld Á tjallsbrún Hér er friður, livíld og ró, harla margt að skoða, viðar sveitir, svalan sjó, sveipað aftanroða. M. J.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.