Æskan - 01.12.1941, Side 6
Jólablað Æskunnar 1941
„Sjáðu, juamma“, hrópaði Marteinn litli. Hann
kom með fangið fullt af leggjum og alls konar
dóti. „Hérna eru skepnurnar mínar! Sjáðu þenna
hérna!“ Hann hélt á gömlum, ryðguðum naglbít í
hendinni. „Þetta er hann stóri boli. Hann heitir
Samson, alveg eins og nautið liennar ömmu. Hann
er stór og sterkur og hefir livöss og stór horn. Og
þetta eru kýrnar. ÞettJa er Skjalda, Biikolla og
Ljómalind og Skrauta, og þetta er“-----.
„Þú hefir sannarlega stórt bú, Marteinn minn,“
sagði móðirin blíðlega. Hún stóð á fætur og hélt
áfram að húa um dót sitt og láta niður. Hún var
nú langt komin með það og hafði ekki tíma til að
hlusta á drenginn lengur. „Það er bezt, að þú látir
öll dýrin þín niður í þenna kassa,“ bætti hún við,
og benti á einn kassann á gólfinu.
Það brá fyrir vonbrigðasvip á andliti drengs-
ins, þegar móðir hans stóð upp, en svo hýrnaði
aftur yfir honum, og hann fór að raða skraninu
126
sínu niður í kassann. Hann gerði það með mestu
natni og vandvirkni. Hver hlutur átti að vera á
sínum stað: Kýrnar sér, kindurnar sér, og stóri
boli útaf fyrir sig. Þegar þvi var lokið, settist liann
á lítinn fótaskemil, er stóð á gólfinu.
„Hefir þú séð ömmu þina i dag, Marteinn litli?“
spurði móðir hans.
„Eg hefi séð hana uppi á hólnum, hvað eftir
annað,“ svaraði drengurinn.
„Kom hún aldrei niðureftir til þín?“
„Jú, einu sinni.“
„Hvað sagði liún við þig, talaði hún ekki eitt-
hvað við þig?“ Móðirin hélt áfram að spyrja.
„Jú, hún talaði dálítið við mig.“
„Hún hefir þá ekki verið reið við þig.“
„Nei, hún var ekki vond við mig,“ sagði dreng-
urinn. „En það er hann pabbi, sem hún er reið
við. Og svo er hún víst vond út í þig, af þvi að
þið ætlið að flytja lil borgarinnar. Amma er góð
við mig. Hún gaf mér hnefafylli af rúsínum í
dag.“
„Hvað sagði hún við þig? Spurði hún nokkurs?“
„Nei, nei! Hún strauk bara á mér hárið, og svo
sagði hún nákvæmlega það sama við mig og það,
sem hún sagði við lilla kálfinn hennar Skjöldu,
þegar hún bar í fyrsta sinn.“
„Það var skrítið. Manstu þá, livað hún sagði?“
„Já, nú man eg það. Hún sagði: „Aumingja
skinnið litla!“ “ Marteinn reyndi að tala í svipuð-
um málrómi og anima hans, og það heppnaðist
eftir öllum vonum.
„Jæja, sagði liún það,“ sagði konan, og nú
komu tárin fram i augu hennar, en liún sneri sér
undan, til þess að láta drenginn ekki sjá, að hún
væri að gráta----------.
☆ ☆ ☆
Siðustu næturnar dvaldi Grenihliðarfólkið hjá
einum nágranna sínum — en ekki hjá ömmu á
Brekku, sem var þó i sama túninu.
Marteinn liafði aldrei ferðazt með járnbrautar-
lest áður, svo að hann hlakkaði til fararinnar.
Hann hafði lieldur aldrei komið út úr þessari
sveit. Það hlaut að vera gaman að sjá nærliggj-
andi héruð.
Amma kom á járnbrautarstöðina til þess að
kveðja. Hún kom með nesti handa þeim. Hún
sagði fátt, en tárfelldi við og við og klappaði á
kollinn á Marteini. Móðir hans talaði ótt og títt.
„Það er óþarfi að láta svona,“ sagði liún. Það
var hægt að lifa í borginni, alveg eins og i sveit-
inni. Nú hafði Óli fengið atvinnu þar á vinnustofu,