Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1941, Blaðsíða 13

Æskan - 01.12.1941, Blaðsíða 13
Jólablað Æskunnar 1941 sagði sú litla. „Klétturinn er höllin mín.“ — Nú benti hún Ásu Stínu á svolitla glufu í klettinum. Hún var rétt málulega stór til þess að fuglsungi gæti skriðið inn í hana. En litla stúlkan blés bara á Ásu Stínu, og varð hún þá á augábragði jafn- lítil og litla stúlkan sjálf. Síðan fóru þær inn í hol- una og komu inn i mjög einkennilegan sal. Þar var liátt undir loft, eins og í kirkju, en salurinn var alveg gluggalaus. Meðfram veggjunum voru ljósker úr grænum laufblöðum, og innst i salnum var dálítið hásæti, þakið fagurgrænum mosa. „Velkomin i höll mína, Ása Stína! Eg heiti Dúnmjúk Lauflétt. Viltu vera kyrr lijá mér og koma í einhvern leik við mig?“ Það vildi Ása Stína gjarna. En liún mátti ó- mögulega vera að þvi. Hún varð að finna Svarta- Sigga. Dúnmjúk Lauflétt kinnkaði kolli. „Þú hugsar meira um aðra en sjálfa þig, og það er rétt og eins og það á að vera,“ sagði hún. „Eg skal lána þér flugvélina mína. En fyrst verð eg að vekja flugmanninn.“ Dúnmjúk Lauflétt tók í höndina á Ásu Stínu og leiddi liana með sér. — Hún opnaði dyr inni í klettinum, og þarna lá stigi í ótal hlykkjum. Þær fóru fram lijó mörgum sölum og herbergjum. í einum salnum sváfu fjölda margar lirfur vetrar- svefni sínum, annar salur var galtómur. Það var ótrúlega margt að sjá i höllinni, sem oflangt vrði upp að telja. En loks komu þær að lítilli burð, sem öll var klædd mjúkum, grænum mosa og ljós- rauðu lambagrasi. Dúnmjúk Lauflétt drap þar á dyr og hrópaði: „Blómálfur, sem blundar rótt, bið eg þér, að vakna skjótt. Fljúga þarf eg fjöllin á, flýttu þér, það liggur á!“ Þá beyrðist einhver rumska inni í herberginu, geispa og tevgja sig, svo að það skrjáfaði í rúminu bans. Síðan var kveðið með hálf syfjulegum mál- rómi: „Enn er allt þakið ís og' snjó, enginn blómálfur vakir þá, sofa þeir vært, unz sólin Iilý sumarið kallar lieim á ný.“ „En þú verður að koma,“ sagði Dúnmjúk Lauf- létt. „Siggi svarti situr á snjófönn uppi á Háafelli og grætur. Og Ása Stína brúðumamma er komin til þess að leita að honum.“ Þá andvarpaði blómálfurinn inni í herberginu sínu. Mosaburðinni var lokið upp, og þarna stóð hann í fagurgrænni treyju með græna l'lughúfu á liöfði. „Velkominn, Grænklæddur blómálfur!“ sagði Dúnmjúk Lauflétt. „Nú er eg koininn, Ása Stína, allt geri eg fyrir krakkana þína.“ Síðan lauk bann upp öðrum dyrum. Og þarna stóð allra fallegasta flugvél með vængi úr kóngu- lóarvef og allt eftir þvi. Þau stigu inn i bana öll þrjú. Og síðan svifu þau af stað, hátt upp til skýja. Fyrir neðan þau lá Staður eins og svolitill dökkur depill. En framundan blasti Háafellstind- 133

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.