Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1941, Blaðsíða 24

Æskan - 01.12.1941, Blaðsíða 24
Jólablað Æskunnar 1941 Kveðja. Starf mitt í þágu „Æskunnar" hefir verið svo mikill þáttur í lifi mínu undanfarin 14 ár, að eg veit að eg mun eiga eftir að sakna þess mjög mikið. Og ])egar eg er nú að lúka við að búa sið- asta blaðið, er eg fjalla um, undir prentun, þá geri eg það með söknuði í huga. Eg befi unnað þessu starfi og viljað rækja það af alúð. En þar sem það liefir ávallt verið tóm- stundavinna og aðalstarf mitt, kennarastarfið, er bæði erfitt og ábyrgðarmikið starf, — og heilsa mín befir ekki verið sterk —, þá hefi eg oft fundið til þess, að eg befi ekki getað leyst ritstjórn „Æsk- unnar“ af bendi, svo vel sem eg hefði kosið. Vil eg nú nota tækifærið og biðja ykkur, lesendur góðir, velvirðingar á öllu því, sem ábótavant hefir verið frá minni bendi. En jafnframt vil eg þakka fyrir hinar miklu vinsældir, sem blaðið befir átt að fagna undir stjórn minni. Eg þakka ykkur kærlega fyrir öll hlý og vingjarnleg ummæli í minn garð, bæði í bréf- um og viðræðum, þakka fyrir öll góðu bréfin, sem eg hefi fengið frá ykkur. Eg hefi því miður eklci svarað nema allt of fáum þeirra. Velvild, samúð og þakklæti, sem eg liefi svo oft hlotið, frá lesend- um „Æskunnar“, liefir verið mér milcil uppörvun, og oft og einatt glatt mig mikið. Þannig leið kvöldið. Piltarnir skemmtu sér svo vel, að þeir sögðust aldrei liafa lifað skemmti- legra jólakvöld, og þeir steingleymdu alveg, að nudda og ónotast út af salta fleskinu og öllum gamla og lélega matnum. Þegar kominn var háttatími, tók verkstjórinn í lubbann á bangsa og leiddi hann með sér út í skemmu, sem stóð við hliðina á kofanum. Þar bjuggu þeir um bangsa í hálmi og alls konar dóti, sem þeir tíndu til i ból hans. Hann rumdi ósköp ánægjulega og hnipraði sig niður. Það var auðséð á öllu, að liann var ánægður að vera nú kominn aftur til vina og þurfa ekki að lifa lengur eins og villidýr úti í skógi. Og piltunum kom saman um, að þeir hefðu ekki getað fengið skemmtilegri jóla- gest þarna úti í óbyggðunum. 144 Eg vil enn fremur þakka öllum þeim, sem hafa lagt „Æskunni“ lið á þessum liðnu 14 árum, lagt til efni í blaðið, eða stutt að gengi þess á einhvern hátt. Þá vil eg síðast, en ekki sízt, þakka aðal-sam- verkamanni mínum, Jóh. Ögm. Oddssyni, af- greiðslumanni „Æskunnar“, fyrir ágætt samstarf. Hann hefir jafnframt verið forráðamaður blaðs- ins fyrir hönd útgefandans, Stórstúku íslands. — Eg þakka einnig yfirmönnum og prenturum Rík- isprentsmiðjunnar, þar sem blaðið er prentað, en þar hefir mér jafnan verið sýnd hin mesta lipurð og góðvild. Eg óska svo „Æskunni“ allra heilla og góðs gengis í framtíðinni. Vona eg að hún verði fram- vegis, eins og hún hefir lengi verið, vinsælasta og víðlesnasta barnablað landsins, og óska eg nýja ritstjóranum til hamingju með starfið. Og svo langar mig til að segja þetta við ykkur að skilnaði: Nú eru vondir tímar, tíjnar ófriðar og umbrota. Dökkur skuggi grúfir yfir landinu okkar og litlu þjóðinni, sem byggir það, — yfir öllu mannkyn- inu. En margir góðir menn ala samt þá von í brjósti, að þetta verði „él eitt“, og að aftur megi búast við betri tímum. En eitt er þó víst, livernig sem allt fer. Óvenju- legir erfiðleikar liljóta að bíða þeirra, sem nú eru ungir, og svo framarlega sem íslenzka þjóðin á að lialda áfram að vera þjóð, þá verða öll börn henn- ar að vera samtaka, og enginn má liggja á liði sínu, livorki ungur né gamall. Kæru, ungu vinir mínir! Fylkið ykkur jafnan undir merki þeirra, er vilja vernda og efla íslenzkt þjóðerni og íslenzka tungu, og reynið ávallt að fylgja málstað þeirra, sem berjast fyrir því, sem er rétt, gott og fagurt. Að svo mæltu óska eg ykkur öllum gleðilegra jóla og bið ykkur allrar blessunar í framtíðinni. Þó úti geisi stormar, og húmið hylji sól, það salcar ei, ef áttu i hjarta heilög jól!

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.