Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1941, Blaðsíða 10

Æskan - 01.12.1941, Blaðsíða 10
Jólablað Æskunnar 1941 Þrigg'ja ára gamall drengur leikur: Heims um ból helg eru jól; signuð mœr son guðs ól, frelsun mannanna, frelsisins lind, frumglœði Ijóssins, en gjörvöll mannkind meinvill i myrkrunum lá. :,: klappaði honum og vaggaði honum í fangi sér, og smám saman varð drengurinn rólegri. Hann sagði nú frá rottunni, eina félaganum sínum, sem hefði verið svo góð og skemmtileg, en lá nú með sundur- molað höfuð niðri í garðinum. — Marteinn litli sofnaði eftir nokkra stund í faðmi föður síns. — Hann vaknaði aftur i rúmi sinu og óskaði þess, að hann þyrfti aldrei að klæða sig framar. Nú var liann auðvitað aleinn, því að faðir hans var víst farinn út eins og hann var vanur. Drengurinn fór fram í eldliúsið á sokkaleistunum, því að hann heyrði að einhver var þar á gangi. Það kom gleði- hros á grátbólgið andlit lians. Pabbi hans hafði ekki farið. Hann stóð þarna og var að hræra í heit- um, góðum graut handa honum. Hann liafði þveg- ið upp og skúrað eldhúsgólfið. Hvernig skyldi standa á þessu? Þetta varð skemmtileg stund fyrir Martein litla. Iíann sal á eldhúsborðinu bjá pabba sínum og borðaði grautinn. Pabbi fór að segja honum sögur af því, þegar hann hafði verið smali lijá ömmu, og Marteini þótti svo gaman, að hann gleymdi nærri því að borða. — Síðan hjálpuðust þeir að því að taka til i stofunni, áður en mamma kæmi heim, og voru alltaf að tala saman á meðan, mest um sveitina. Og um kvöldið var mamma glöð, og Marteinn sá hana aldrei tárfella, og samt var gull- úrið ekki á veggnum. Daginn eftir þurfti pabbi að fara út. Hann strauk liárið á Marteini litla, hvað eftir annað. Hann hafði beðið konu, sem bjó í Jiúsinu, að lita eftir Marteini. Hann sagðist koma aftur eins fljótt og hann gæti, en það gæti dregizt fram undir kvöld. Hann kom aftur um sex leytið. Marteinn litli var hissa á því, að hann skyldi ekki leggja sig og fara að sofa eins og venjulega, og það var heldur engin vond lykt út úr honum núna. Hann flýtti sér að útbúa kvöldmat handa mömmu, og hann bað drenginn um að hafa ekki orð á því, að hann hefði farið út. Nú liðu margir dagar, allir á sama hátt. Það var auðvitað dálítið leiðinlegt fyrir drenginn að vera einn á daginn. Konan, sem leit eftir honum, hafði aldrei átt heima uppi í sveit, svo að þau höfðu svo lílið að tala um. En á kvöldin var það öðru vísi. Þá sátu þau öll og skröfuðu saman, mamma og pabbi og Marteinn litli, og það var ákaflega gaman. Siðan kom laugardagur. Pabbi kom snemma heim og hafði með sér góðan og mikinn, mat. Hann lagði bögglana frá sér á eldhúsborðið og fór inn í stofuna. Hann dró eitthvað upp úr vasa sínum. Það var gullúrið, sem afi hafði átt. Nú hengdi hann úrið á gamla staðinn, og Marteini fannst það fallegra en nokkru sinni áður. Mamma kom strax auga á úrið, þegar liún kom heim. Hún brá hendinni upp að brjósti sér, en nú fór hún ekki að gráta. Hún varð mjög glöð, og faðmaði þá báða að sér, drenginn og föður hans. Og nú komst leyndarmálið upp. Pabbi var búinn að fá atvinnu að nýju, og launin voru hærri en þau, sem hann hafði fengið áður. Það var formað- urinn í Góðtemplarastúkunni, sem liafði útvegað honum vinnuna. — Sumarið leið, liaustið gekk í garð, og veturinn leið fram að jólum. Marteinn litli hugsaði um öll fallegu grenitrén, sem stæðu í hlíðinni fyrir ofan bæinn í Grenihlíð. Þau voru nú heldur fallegri en þessar kræklur, sem hægt var að fá keyptar í borginni. En hann hafði ekki orð á þvi. Móður hans féll það víst ekki vel í geð, að hann væri allt- af að tala um sveilina. llún varð alltaf mjög al- varleg, ef hann nefndi Grenihlíð á nafn. En

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.