Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1941, Blaðsíða 19

Æskan - 01.12.1941, Blaðsíða 19
Jólablað Æskunnar 1941 Jólagestur. Þeir voru tíu alls, skógarhöggsmennirnir, sem lágu í bjálkakofa sínum, langt frá mannabyggðum. Þetta var um vetur, og aðeins einn dagur lil jóla. Venjulega voru þeir i góðu skapi, en aldrei slíku vant var nú einhver kurr í þeim öllum, jafnvel verkstjórinn, langi Tómas, þetta gæðablóð, gat með engu móti Iiaft úr þeim ólundina. Matsveinn- inn reyndi að bressa þá með því að tala við þá af mikilli mælsku um óviðjafnanlega indælan rús- inugraut, sem liann ætlaði að gæða þeim með á jóladaginn. En það kom allt fvrir ekki. Þá tangaði sem sé í nýtt kjöt, piltana. Þeir voru orðnir langleiðir á saltfleski, saltkjöti og saltfleski í alla mata. Þeir höfðu vonast eftir að fá lostæta, nýja gæsasteik á jólunum, eða að minnsta kosti steikt nautakjöt, rautt og ilmandi, með sterkri brúnni sósu og kartöflum. En nú áttu þeir enn að eta saltflesk, og það á sjálfan jóladaginn. Þetta var samt ekki verkstjóranum að kenna eða neinum öðrum. Fannfergjan liafði verið svo mikil, að engin leið var að komast til manna- hyggða, til að afla sér vista, enda var það óraleið. Og enginn gat gizkað á, hvenær þeir næðu í mat- væli, nýtt kjöt og grænmeti. En allir vita, að það cr lífsnauðsyn fyrir þá, sem vinna erfiða vinnu i nistandi kulda, eins og skógarhöggsmenn verða að gera. Það var allt á eina bókina lært. Það fékkst ekki nokkur branda úr vatninu, hvernig sem dorgað var í vökunum. Hvorki elgur, björn eða annað veiðidýr sást, ekki svo mikið sem lioruð kanína. Tveir þessara skógarmanna höfðu verið á veiðum i marga dága, og komið jafnnær. Aðfangadagskvöldið hættu þeir að vinna fyrr en vant var, til þess að halda heilagt og nöldra yfir matnum. Þeir ýmist sátu kring um rauðkynntan ofninn, eða lágu í fletunum og létu glósurnar dynja óspart á matsveininum og verkstjóranum. Þó að þeir gætu ekkert að þessu gert, var dálítil svölun að erta þá. Sérstaklega var töluverð hugsvölun að veitast að .lóa matsveini. Það var hreinasta nautn að gera hann æfareiðan meðan liann var að hnoða brauð- ið, og sjá Iiann dansa fram og aftur um gólfið með stevtta hnefa, ataða í deigi og andlitið og Guðjón Guðjónsson þýddi. fötin hvitt af mjöli, og' skora á hvern af öðrum að koma í áflog. Auðvitað datt engum i hug að taka tilboðinu, því að það var hvort tveggja, að Jói var mesti áflogagarpur, og auk þess afbragðs eldabuska, svo að öllum þótti í raun og veru vænt um liann, og báðu hann hátíðlega fyrirgefningar á síðustú stundu. Verkstjóriun aftur á móti reiddist aldrei. Fyrst og fremst var hann maður gæfur i skapi, og þoldi ertni piltanna vel, og auk þess gættu þeir þess, að láta gamanið aldrei verða of grátt. Þeir fundu það á sér, að ef langi Tommi skipti skapi, þá gat dregið úr gamninu. Þeir báru virðingu fyrir hon- um á sinn hátt, og ef svo fór, sem gat borið við, að ertni piltanna yrði svo beisk, að brosið hyrfi af andliti Tomnia, og hann yrði alvarlegur, þá var þeim öllum lokið. Þá fundu þeir vald húsbóndans á augabragði, og viðurkenndu það. í þella sinn urðu þeir fljótt leiðir á ertninni. Það kom einhver ])unglyndisbragur á hópinn all- an. Öðru hvoru tók einn og einn til máls, og tal- aði um dýrindis krásir, sem hann liafði einhvern tima etið, og var bæði angurværð og fjálgleiki í rómnum. „Mér dettur í hug haninn, sem einu sinni var á borðum i veizlu, sem eg var í, — ja þvílilct. Han- inn var alveg úttroðinn af lauk og oslrum og sveskjum og steiktur i heilu lagi. Fyrir nú utan allt annað.“ „Já“, sagði annar. „En hafið þið nokkurn tíma smakkað bjarndýrasteik af ungum birni, spikuð- um af bláberjaáti?“ „Og blessaðir bættið þið þessu matarstagli,“ sagði einhver úrillur. „Við fáum hvort sem er ekk- ert annað en ramsalt flesk á jólunum sjálfum.“ Verkstjórinn hafði liúkt hálfsofandi á beklc við ofninn. Allt í einu reis hann upp, glaðvakandi og hlustaði. 139

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.