Æskan - 01.12.1941, Page 7
Jólablað Æskunnar 1941
og þegar hún og drengurinn kæmu til hans, mundi
allt verða gott.
„Hann óli hafði nú vinnu hérna lika,“ svaraði
amman. „Og fyrst liann gat ekki komizt af og
bjargað sér liér, þá gengur það varla betur fyrir
lionum í kaupstaðnum, þar sem liann er ókunn-
ugur og öllu óvanur. Og svo er nú borgin ekki
rétti staðurinn fyrir mann eins og Ólaf, ekki eru
freistingarnar minni þar.“ Amma var ekki blíð á
svipinn, þegar hún sagði þetta. Mamma svaraði
engu, en kipraði saman varirnar.
Nú kom lestin brunandi, og brátt stóðu þau
Marteinn og móðir lians inni i klefanum og veif-
uðu til ömmu út um klefagluggann.
„Þú átt eftir að iðrast þessa ferðalags, Herdís,“
sagði amma. Það var hið síðasta, sein hann heyrði
liana segja, áður en lestin rann af stað.
En hvað lestin fór liart. Marteinn horfði undr-
unaraugum út um gluggann. En hann varð fljólt
þreyttur. Hver bærinn var öðrum líkur og skóg-
urinn alls staðar eins. Það var ekkert gaman að
horfa á þetta lengur. Drengurinn settist á hekk-
inn við hlið móður sinnar. Hann leit á liana.
„Ertu að grála, mainmaf sagði liann lágt.
„Ónei, Marteinn lilli,“ svaraði konan. „Það fór
bara eitthvað upp í augað á mér. Hún tók vasa-
klútinn upp og sneri sér frá drengnum.
Marteinn skildi, að hún reyndi að vera glaðleg
i málrómnum, en hún gat það ekki. Mamma
hans var að gráta. Það var áreiðanlegt. Það hafði
varla fokið upp í bæði augun á henni. Þau voru
rauð, bæði tvö. En hún vildi víst eklci láta hann
sjá það. Hann gat svo sem lokað augunum, þá
þurfti liún ekki að vera að fela sig fyrir honum.
Drengurinn hallaði sér upp í klefahornið og
kreisti aftur augun.
„Þú átt eftir að iðrast þessa ferðalags, Herdís,“
hafði anuha sagt.
„Þú átl eftir að iðrast þessa.“ Hann heyrði
orðin greinilega. Nú var eins og þessi orð ómuðu
frá vagnhjólunum. „Þú átt eftir að iðrast þessa
ferðalags!“ hljómaði allt í kring um hann.
Hann sofnaði. Þegar hann vaknaði aftur var
farið að rökkva. Fleira fólk var komið inn í klef-
ann, en mamma sat næst honum. Það var eitt-
hvað sagt við hann, en hann anzaði því ekki.
Hann sneri sér undan, og sofnaði á ný.
Marteinn litli svaf og svaf. Hann vissi ekki,
þegar leslin nam staðar. Hann varð ekki var við,
að faðir hans kom og bar hann inn í bíl, sem ók
þeim lengra út í borgina, og loks lentu þau í litilli
íbúð i stóru, gráu húsi í ólireinni, þröngri götu. —
ue
di
1Jd.
Yfir bústað ykkar breiði
ár og friður vœngi sína.
Jólin þangað Ijúfust leiði
Ijós, er foldarbörnum skína.
Ekki gult, né auðlegð neina
eg úr fjarlœgð þangað sendi,
en þá bam: að ástin hreina
gkkur leiði móðurhendi.
Sœl og glöð eg sé í anda
sólskinið hjá vinum mínum,
Ijósin björt á borðum standa,
börnin leika að gullum sínum.
Cti gullnar stjörnur stafa
strauma, sund og hvítar hœðir,
milli hreinna mjallatrafa
máni jólablgsið glœðir.
Inni hjartans heill og blíða,
helgiblœr og söngvaómar.
Uti himinhöllin víða
hnattaskrauti björtu Ijómar.
Blessuð jólin finn eg fœra
fögnuð guðs í mannlegt hjarta,
meðan hlátra himinskœra
hefja börn og Ijósin skarta.
Hulda.
I
öosscsrtOBsaoescsöBsesossaiOBscsaaoBsei-osscjossaiOSScsoBscsöosscsi}
„Eigum við að búa liér?“ Marteinn settist upp
í rúminu og leit hissa í kringum sig.
„Já, hérna eigum við að búa, þangað til pabbi
er búinn að vinna fyrir svo miklum peningum, að
hann geti keypt Grenihliðina aftur,“ svaraði
móðir haiis. Hún kom með mat lil hans í rúmið.
„Verður langt þangað til?“ spurði hann. Hann
liélt ó hrauðsneið í hendinni og beit í hana, áður
en hann fengi svar.
„Nei, ekki ef við verðum góð við hann,“ sagði
127