Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1941, Síða 12

Æskan - 01.12.1941, Síða 12
Jólablað Æskunnar 1941 Siggi svarti. 0 Margrét Jónsdóttir endursagði. £ Ása Stína brúðumamma á Stað, átti svo marg- ar brúður, að liún gat ekki talið þær. Ása Stína kunni ekki að telja nema upp að 12. En brúðurn- ar voru fleiri en það. „Á morgun ætla eg að læra að telja einn i við- bót, og hinn daginn einn enn,“ sagði Ása Stína. „Þá get eg á endanum talið allar brúðurnar min- ar.“— En hvað gerði'það svo sem til, þó að hún gæti ekki talið þær? Hún þekkti þær allar í sund- ur og gætti þeirra vel og vandlega, og þess vegna tók hún strax eftir þvi, þegar Siggi svarti var horfinn. vSvarti Siggi var dálítill negrastrákur, sem gal skriðið á fjórum fótum. Og hann var óttalegur ó- þægðarormur. Ása Stina brúðumamma hafði allt- af átt í mesta stríði með að stjórna honum. Og nú var hann horfinn. „Að hugsa sér, ef hann hefir nú skriðið út í sjó! Eða ef hann frýs nú í hel úti í snjónum!“ sagði Ása Stína. „Hann hefir líklega farið upp á Háafellstind,“ sagði Bára. Hún var stærst af öllum brúðunum og ættuð frá Englandi. Hún þóttist vita allt betur en aðrir, og henni leiddist Siggi svarli og vildi helzt, að hann yrði kyrr, þar sem hann var kominn. „Háafellstind ■— eillhvað út í veður og vind,“ sagði vetrarflugan, sem kom fram undan stóra ofninum í haðstofunni. Ása Stína vissi ekki almennilega, hverju hún átti að trúa. En þá fór ofninn gamli að muldra eitt- hvað. Hann var víst orðinn yfir hundrað ára gam- all, og vanastur því að tauta aðeins við sjálfan sig. En nú heyrði Ása Stína greinilega, að hann sagði: „Hann fór upp á Háafellstind! Háafellstind!“ „Eitthvað út í veður og vind,“ sagði flugan. Þá skildi Ása Stína brúðumamma, að þegar ofn- inn, sem var svo ævagamall, sagði þetta, þá hlaut að vera einhver fótur fyrir því. — Aumingja Siggi svarti! Hann sat nú líklega grátandi hæst upp á snjófönninni á Háafelli, margar mílur i burtu, og tárin ultu eins og ísperlur niður svörtu kinnarnar hans. Og i hrauninu fyrir neðan fellið bjó Tóti — Sóti — langi —■ ljóti, og' urraði og murraði — skreið og beið þess að Siggi frysi til dauða. —- Ása Stína brúðumamma varð að fara að leita að hon- um, það var ekkert undanfæri —Hún batt á sig skíðin sín og lagði af stað. En það er langur vegur alla leið upp á tindinn á Iláafelli. Og snjórinn var laus og djúpur. Ása Stína varð dauðþreytt. Þegar hún kom að stóra hellinum við tjörnina i hrauninu, hné liún niður i mjúkan snjóinn við hellismunnann, og lá þar sem hún var komin. Og nú bjóst hún helzt við þvi, að þau mundu bæði frjósa í liel, hún og Siggi svarti. — En þá kom hún allt i einu auga á eitt- hvað, sem kvikaði uppi á íhraundranga, se.m stóð upp úr snjónum skammt frá. Hún liélt fyrst, að þetta væri snjótittlingur. En þegar hún gætti belur að, þá var þetta alls ekki fugl. Það var ofurlítil mannvera, pinulítið stúlku- barn, ekki stærra en litlifingur á manni. Hún var í gráum, mjúkum feldi úr fuglsham. „Hvað gengur að þér, Ása Stína brúðumamma?“ spurði hún. Ása Stína sagði henni upp alla söguna. „Komdu hérna inn í klettinn og vermdu þig,“

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.