Æskan - 01.12.1941, Page 16
Jólablað Æskunnar 1941
Árni Óla:
Lítið skáld.
(Kafli úr óprentaðri sögu, sem heitir „Lítill smali“.)
Eg hafði tekið mikla ákvörðun.
Eg ætlaði að verða skáld.
Amma hafði hent mér á það, að eg skyldi hafa
ljóðahók með mér í hjásétunni, og auðvitað fór
eg að ráðum hennar. Fyrsta bókin, sem eg fór
með í barminum, var Númarímur. Eg lærði mikið
úr þeim utanbókar, sérstaklega þar sem sagt var
frá bardögum. Mér fannst bragð að þvi, en man-
söngvarnir leiddust mér þá. Leó, kappinn í ljóns-
húðinni, var maður að mínu skapi. Það var karl-
mannlegt, livernig hann sleit upp eikina, og ekki
siður, livernig liann sveiflaði kylfu sinni.
Næst komu rímur af Þorsteini uxafæti. Það var
nú ekki siður karl í krapinu. En þó tók út yfir,
þegar eg las Úlfarsrímur, þar sem kapparnir létu
sér ekki nægja að vega einn og einn, heldur brytj-
uðu niður Jieila hópa i einu höggi. Þetta æsti
ímyndunaraflið. Eg þóttist sjálfur vera einn af
hetjunum, helzt Önundur fagri, og víðitágin mín
var vopnið. Þéttur skógarrunnur var fylking ó-
vina. Eg sveiflaði táginni, svo livein í, og lijó á
efstu limarnar. Blöðin fuku af eins og skæða-
drífa. Það voru liausar óvinanna, og þegar eg
taldi, hve margir hefði fallið í hverju höggi, þá
var eg fræknari lieldur en rímnahetjurnar.
Samt varð eg nú furðu fljótt leiður á þessum
leik og rímunum. En þá komst eg í skrifað Ijóða-
getur ímyndað sér, hvernig það muni vera fyrir
ljótan, stóran risa, þegar stjarna hrapar beint nið-
ur í hausinn á honum. En Ása Stína kenndi í
brjósti um hann, enda þótt liann vondur væri. Þvi
að stór og heimskur og ljótur tröllkarl getur ekk-
ert gert að því, þó að hann sé vondur, stór og 1 jót-
ur. Það áleit að minnsta kosti hún Ása Stína
brúðumamma.
kver. Þar voru lausavísur eftir hina og aðra. Og
þar voru vísur, sem sagt var að skáldin hefði
orkt á meðan þau voru börn að aldri, miklu yngri
en eg. i
Þá vaknaði fyrst sú liugsun: Hvi skyldi eg ekki
geta gert vísu eins og þeir?
Jú, eg hlaut að geta það. Og svo fór eg að yrkja.
Ekki var það nú vandalaust, það fann eg fljótt.
Þótt eg hefði enga hugmynd um rímreglur, þekkti
hvorki stuðla né höfuðstafi, þá liafði það samt
brennt sig inn i meðvitund mína við lestur rímn-
anna. Eg fann braglýtin, þótt eg væri jnér þess
ekki meðvitandi í liverju þau voru fólgin. Bar-
áttan við þau varð Iiarla erfið, og allir sneiðingar
fram hjá braglýtuni leiddu til þess að efni vísn-
anna fór forgörðum. Það var enginn liægðarleikur
að halda ákveðnu efni innan vébanda stuðla,
höfuðstafs og ríms. Bezt gekk það með ærnafna-
vísur. Þar var vandinn ekki annar en raða nöfn-
unum rétt. Og eg var gróflega montinn, þegar
þessi var fullsmíðuð:
Flekka, Háleit, Fenja, Sjöfn,
Fluga, Hnyðra, Lúpa,
Bára, Dúfa, Bredda, Dröfn,
Budda, Harpa, Bjúpa.
Margar urðu þær fleiri ærvísurnar, og að lokum
mun eg hafa komið flestum nöfnum ánna i vísur,
þó með því móli að endurtaka sum nokkrum
sinnum.
Þegar sá akur var alplægður, varð að snúa sér
að öðru. Eg reyndi að setja saman vísur í liugan-
um, reyndi að yrkja upphátt og hafa yfir kvæða-
lög um leið. Það létti dálítið. Orðin komu skjót-
ara með því móti. En þau vildu verða sitl úr
hverri áttinni. Eins reyndi eg að skrifa vísur með
táginni minn i leirflög. Með þvi móti var engin