Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1941, Page 20

Æskan - 01.12.1941, Page 20
Jólablað Æskunnar 1941 Hvað er svo fagurt, sem himinsins liáa, heiðskíra, blikandi ljóshvolfið bláa? Hvar sjáum vér betur, guðs vegsamleg verk? Hvar vottast oss betur hans máttarhönd sterk? Ólína Andrésdóttir. „Þey, þey, hlustið þið piltar, það kemur ein- hver!“ Og nú heyrðu allir úti fyrir þunglamalegt og hikandi fótatak, og marraði í snjónum við kofa- dyrnar. Það var afar undarlegt, að maður væri á ferð einn síns liðs og fótgangandi um þetta leyti vetrar, svona langar leiðir frá mannabyggðum. Skógar- höggsmenn eru lijátrúarfullir. Þeim duttu á auga- hragði í hug sögur um varúlfa og aðrar óvættir og forynjur. Hárin risu á höfðum þeirra og það varð dauðaþögn í kofanum. Jobbi var sá eini, sem var fremur forvitinn en hræddur. Og auk þess var hann svo leiður á til- breytingaleysinu, að liann hefði verið til með að bjóða sjálfum kölska inn, sem sjaldséðum gesti. Hann flýtti sér til dyra, og opnaði upp á gátt. En í sama vetfangi hörfaði hann til baka, æpti upp og seildist eftir byssu sinni, sem stóð bak við bekk verkstjórans. Stór, svartur skógarbjörn ruddist inn í kofann, skimaði í kringum sig og drap tittlinga af birt- 140 unni, en virtist annars ekkert hlessa á að sjá svona marga menn í kringum sig. Þegar þessi kynlegi jólageslur kom að borðinu, reis hann upp á afturlappirnar, krosslagði kaf- loðna hrammana á bringunni, ósköp hæversklega. Ilann skimaði í kringum sig með vonarsvip, nasaði og þefaði, því að hann fann allrahanda lokkandi matarlykt. Jói matsveinn hafði skotizt bak við ofn- inn, og otaði þaðan búrhnífnum að bangsa. Það var auðséð, að hann fann til þess, hversu dýrmætir menn matsveinar eru. Hinir piltarnir létu eins lítið á sér bera og þeir gátu, eftir atvikum, en ekki voru þeir eiginlega hræddir, eða svo sögðu þeir sjálfir eftir á. Þeir hnipruðu sig saman uppi í rúmflet- unum eða undir þeim, og laumuðust til að gæta að gestinum. Verkstjórinn var sá eini, sem ekki lét sér bregða. Ilann stóð kyrr, og virti bangsa ró- legur fyrir sér. Svona liðu einar tíu sekúndur, og björninn lét elcki á sér bæra. Það var svo bljótt, að heyrðist í mús, sem var að naga undir rúmi. Björninn virt- ist vera ákaflega undrandi. Svo varð honum litið á stóra tinskál, sem stóð á horðendanum hjá hon- um. Hún var kámug innan eftir baunir, sem Jói var nýbúinn að losa úr henni. Baunalyktin angaði við trýnið á bangsa, og liálfliikandi og þó ákafur seildist hann eftir skálinni. Hann hirti ekki um neina borðsiði og sleikti liana vandlega innan. Meðan þessu fór fram, hafði Jobbi náð i byssu sína, og miðaði nú á hann. En áður en hann náði að hleypa af, greip verkstjórinn sterklega um handlegginn á honum. „Kyrr -— bíddu við!“ sagði hann lágum, skipandi rómi. Hann sá, að kofinn mundi ekki vera hent- ugur vígvöllur að berjast við bangsa um líf eða dauða, ef skotið geigaði. Jobba fannst þetta vera fásinna, en hlýddi þó skipuninni. Hann lét byssuna síga, leit á lásinn, og sagði svo, liálfkindarlegur: „Nú, hún meiðir víst engan, því að liún er þá óhlaðin!“ „Heyrðu Tommi, við megum ekki við þvi, að missa af þessari dýrindis bjarnarsteik, sem hann fvar var að tala um áðan,“ kallaði Sæmi niður úr rekkjuklefa sínum. Og það heyrðist nöldur og kurr úr hverju horni, þegar það sást, að Jobbi liafði engin skotfæri. Skotfærabeltið hans hékk frammi við dyr. Verkstjórinn lét sem hann lieyrði ekki til þeirra. Hann liafði ekki augun af birninum. Piltarnir kepptust um að koma með tillögur og ráð til að ná í skotfærabeltið, en enginn þorði að hreyfa sig og ekkert ráðið var reynt að nota, því að nú fór

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.