Æskan - 01.12.1941, Side 22
Jólablað Æskunnar 1941
Eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur
frá Brautarholti.
Klukkur helgar klingja hátt,
komin eru jólin.
Bjarjni skín úr austurátt
eins og logi sólin.
Bjart er hér inni, sem hliki júnísól,
liimneskur er friður, og heilög eru jól.
Jólatréð er skrauti skreytt,
skær er jólastjarna.
Okkur vantar ekki neitt,
sem yndi vekur barna.
Bjart er hér inni, sem bliki júnísól,
liimneskur er friður, og heilög eru jól.
Við erum öll svo glöð og góð,
— gjafir liöfuin þegið, —
því skal syngja þakkarljóð,
á þýða strengi er slegið.
Bjart er Iiér inni, sem bliki júnísól,
himneskur er friður, og lieilög eru jól.
„Jæja, Sæmi“, sagði verkstjórinn hálfkýmileit-
ur. „Heldurðu nú ekki, að þú getir liætt þessum
bollaleggingum um að drepa hangsa greyið. Hef-
irðu ekki augu i höfðinu, maður? Sérðu ekki, að
þetta er tamið hjarndýr, sem hefir villzt frá eig'-
anda sínum og er nú alveg himinlifandi að kom-
ast aftur til manna, í staðinn fyrir að flækjast úli
í gaddinum? Takið þið nú eftir! Sjáið nú her-
mennskulist hans!“
„-----Stattu — rétt!“
Við þessa snöggu, óvæntu skipun brá hangsa
svo, að þegar hann ætlaði að idýða og bregða upp
byssunni, þá vall liún úr loðnu, klunnalegu
lirömmunum og small i gólfið. Vesalings Ihangsi
lirökk í kút og lét aftur augun, eins og hann ætti
von á höggi.
Jú, það var svo sem auðséð. Bangsi var taminn,
142
og hafði leitað á náðir þeirra skógarhöggsmann-
anna, til að reyna gestrisni þeirra.
Nú ruddust piltarnir fram úr bólunum og úl úr
skotunum og undan rúmunum, og kepptust við
að gera gælur við hangsa, og þeir voru nú ákaf-
astir, sem áður voru liræddastir, og fannst nú með
sjálfuin sér, að þeir væru feykimiklir kjarkmenn
að þora að gera gælur við kafloðinn og kolsvartan
skógarbjörn.
Jói matsveinn þóttist nú þurfa að hæta fyrir
það, að hann vildi ckki gefa hangsa baunirnar i
skálina, þegar hann var að snikja þær. Hann brá
sér inn i húr og kom aftur með stóreflis lengju af
svinakjöti. Bangsi þefaði af ]iví og leit upp á Jóa.
Hann skildi það eiginlega ekki enn, að hann
skyldi ekki vera barinn fyrir að missa byssuna.
Hann einblíndi á sælgætið og rélti hálfhikandi