Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1941, Page 23

Æskan - 01.12.1941, Page 23
Jólablað Æskunnar 1941 Betlehem. Útdráttur úr ferðasngu eftir F. Böök, sænskan prófessor. — Aðalsteinn Sigmundsson þýddi. Það eru ekki nema tíu kílómetrar frá Jerú- salem til Betlehem, borgar Davíðs. Leiðin liggur í hásuður — sami vegur og Davíð fór, þegar liann hélt til .Terúsalem í fararbroddi herskara sinna, frá aðsetri sínu í Hebron, til þess að vinna borg- ina af Jebuseum. En nú eru úlfaldarnir að víkja fyrir bilum af veginum. Betlehem raunveruleikans skortir mikið á að hafa yfir sér sama ljúfa ljóm- ann og sama horg guðspjallanna og helgisögunnar hefir. Þó blikar liún hvít og fögur uppi á liæðar- kollinum sínum. f nærsýn reynist hún ósköp livers- dagsleg Austurlandaborg, og dýrðarljóminn er vandfundinn. Okkur finnst það einkennilegt, þeg- ar okkur er sýnt haglendið, þar sem fjárhirðarnir vöktu yfir lijörð sinni og gættu hennar fyrir villi- dýrum, eftir því sem Lúkas guðspjallamaður segir frá. Aldagömul munnmæli tilgreina staðinn. Þau eru ósönnuð, en við finnum það ósjálfrátt, að ef það hefir ekki verið þarna, þá hefir það verið i næsta nágrenni. Og okkur verður hátíð í huga, er við rennum augum um hæðadrögin kringum Betlehem. Fæðingarkirkjan er fögur og hrífur ferðamann- inn. Litið ber á kirkjunni að utan sóð, því að bún er umkringd þremur klaustrum: rómversk-ka- þólsku, grísk-kaþólsku og armensku. Jústínus písl- arvottur tilgreinir staðinn þegar á annarri öld, og Órigenes kirkjufaðir segir, að „i Betlehem sýna menn hellinn, þar sem Hann fæddist, og jötuna í hellinum.“ Einfaldur kirkjusalurinn, með bera veggi, ó- falda trésúð og háar, rauðar kalksteinssúlur, er ellilegur og hátíðlegur. Hér var Baldvin konungur að Jerúsalein krýndur á jóladaginn 1101, og hér hafa riddarar hinnar heilögu grafar beygt kné sín að gólfhellunum. Gylling og viðhöfn, tiglaskraut og myndaprýði má allt lieita máð og horfið, en við það öðlast Fæðingarkirkjan einmitt fátæklegan einfaldleik guðspjallanna. Það er raunar vitað, að sumar tiglamyndirnar sýndu vitringana þrjá og tilbeiðslu þeirra, og að einn þeirra var sýndur i persneskum klæðum. Þegar Persar unnu landið undir sig 614, og Betlebem þar með, þá bjargaði þessi mynd kirkjunni frá eyðingu. Hún minnti bina harðsvíruðu hermenn á heimaland þeirra. Hellishvelfingin er undir kirkjukórnum. Hefir hellirinn verið stækkaður, veggir lians klæddir marmara, og þar er fullt af lörnpum, dýrlinga- myndum og skrauti. Sjálfur fæðingai'staðurinn er merktur með silfurstjörnu, og kring um liana er letrað: Hic de uirgine Mai'ia Jesus Christus natus est. Hér er Jesús Kristur fæddur af Maríu mey. Yfir þessu logar á 15 silfurlömpum nótt og nýtan dag. Þetta snertir og hrifur ráðvanda pílagrima. fram annan hramminn. En þegar Jói gerði sig ekkert liklegan til að nálgast hann, því að kjarlc- urinn var nú ennþá ekki um of, þá skildi bangsi það svo, að hann yrði eitthvað til bitans að vinna, hann yrði að leika einhverja vandasaina og skemmtilega list. Hann krosslagði lirammana á bringunni nokkur augnablik, og sat, eins og hann væri að hugsa sig um. Svo umlaði liann eitthvað, stakk trýninu jnilli jirammanna, setti undir sig hausinn, alveg niður á gólf. Svo reisti hann upp afturendann, hægt og hátíðlega, þangað til liann stóð á liöfði, teinréttur eins og æfður fimleika- maður. Svona stóð hann góða stund og lireyfðist ekki. Svo lét liann baklilutann síga, hægt og hægt, reis upp og settist á rassinn, og leit spyrjandi á piltana, einn af öðrum, eins og liann vildi segja: „Var þetla ekki nógu gott hjá mér? Fæ eg nú bitann?“ Piltarnir ætluðu alveg að ærast af lirifningu. „Fáðu honum bitann, .Tói! Flýttu þér! Þú hefðir sjálfur ekki getað staðið svona vel á hausnum!“ Jói rétti nú bitann fram, og bangsi tók við, of- boð bæversklega, nærri því teprulega, labbaði með hann út i liorn og settist þar og át hann. Svo kom liann aftur til .Tóa og sleikti út um. Jói sólti nýjan bita, og bangsi vann til lians með því að standa á afturlöppunum, vagga stóra skrokknum og snúast í liring. Það átti að heita dans. Svona gekk aftur og aftur, hann fekk nýja og nýja bita og sýndi nýjar og nýjar listir. — 143

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.