Æskan - 01.11.1954, Page 5
Jólablað Æskunnar 1954
gustinn í hvíta og hreina vetrar-
ríkinu mínu.
(Ris hátíðlega á fætur og fer.
Hópur skólabarna lcemur inn, og
þau sgngja einhverjar vísur, sem
vel eiga við veturinn.
Þau fara út. Vetur konungur
kemur inn).
VETUR: Dásamlegt! Stórkost-
legt! En hvað mér líSur vel. Snjór,
is og kaldur svali. Svona á það að
vera! Nú ætla ég að kalla á þjóna
mína. (Slær sprotanum i borðið).
Komið inn, allir þjónar mínir!
(Þau koma inn öll þrjú og
hneigja sig).
Þið hafið öll framkvæmt sldp-
anir mínar alveg prýðilega. Nú vil
ég vita, hvernig mönnunum líkar
lífið í ríki mínu.
FROSTI: Margir kvarta undan
því, að það sé alltof kalt.
VETUR: Nú, þeir hafa hús og
föt og eldsneyti. Hvers vegna þurfa
þeir að kvarta?
FROSTI: Það eru ekki nærri
allir, sem eiga hlý föt og eldivið.
VETUR: Þeir ættu að vera eins
hyggnir og björninn. Hann leggst í
híði, og þar er nógu hlýtt. Þeir ættu
að vera eins forsjálir og hérinn.
Hann fær sér loðnari feld. Þeir
ættu að vera eins út undir sig og
farfuglarnir. Þeir fara til suðrænna
landa, þar sem þeir hafa nóg að
éta.
NÁTTSVARTUR: Margir lcvarta
undan því, hve dagurinn er stuttur.
Þeir þrá að dagarnir lengist og birti
í lofti.
VETUR: Ótal stjörnur lýsa og
loga um allan himin (Bendir upp).
Sjáið þið, þarna tindrar Vetrar-
brautin og ljómar í allri sinni
dýrð. Og þarna brunar Karlsvagn-
inn gegnum bláan geiminn. En
kannski hefur fólkið gleymt að
stjörnur eru til. O jæja (andvarp-
ar). Nú-nú, frú Mjöll, hvað hefur
þú að segja?
MJÖLL: Bændurnir eru ánægð-
ir, því að snjórinn skýlir jörðinni
og vetrarlaulcurinn mun koma
grænn og lifandi undan honum. En
fuglarnir eiga erfitt um að finna
korn í nef.
VETUR: Ég vona mennirnir
gleymi ekki að gefa fuglunum mola
af allsnægtum sínum. Já, þið hafið
rækt störf ykkar vel, þjónar mínir,
og ég er ánægður. Unaðslegt er út
að líta. Snjórinn breiðist mjúkur
og hvítur yfir holt og hæðir, fjöll
og dali. Bara að------. (Norðan-
garri rgðst inn með asa og gaura-
gangi).
NORÐANGARRI: Ohæ — ohó,
ohæ — ohó, gaman, gaman! Ég er
búinn að sópa snjónum saman í
stóra skafla! Hahæ ■—- hoho, liíhí
—■ húhú! Ég þeyti snjónum í háa-
loft og hræri í honum, svo að hann
verður eins og rjómafroða, þeyttur
rjómi sko — nam nam. Nú stöðv-
ast allar samgöngur og mannræfl-
arnir verða að kúra inni í húsum.
Hæ, gaman, gaman. (Hann hring-
sngst eins og skopparakringla og
æðir aftur og fram meðan liann
talar).
VETUR: Æææ, hvaða gaura-
gangur er í þér, órabelgurinn þinn?
Stilltu þig nú og hagaðu þér eins
og maður. Annars verð ég að láta
lumbra á þér eða stinga þér í stein-
inn!
NORÐANGARRI: Hahahæ, gam-
an, gaman! Þá þýt ég burt til ann-
arra landa. Ég æði svo liart, að
enginn getur náð mér. Sæl — sæl!
(Ilann þýtur út).
VETUR: Það var svei mér gott
að hann fór, þorparinn sá arna. —
Jæja, þjónar mínir, nú skuluð þið
hvíla ykkur andartak. Við erum öll
þreytt eftir þetta umstang.
FROSTI, MJÖLL og NÁTTSV.:
Þakka yður fyrir, herra konungur!
(Þau hneigja sig tvivegis og fara).
VETUR (geispar): Ég er hálf-
syfjaður. (Geispar aftnr). Alveg
grútsyfjaður o-o-ho-ha. (Sofnar og
hrýtur).
VORDÍSIRNAR (þrjár eða fl.
tritla léttstígar inn, tipla og læðast
og líla smegkar og undrandi í
kringum sig, hvíslast á.)
1. DÍS: Þei, Vetur konungur er
sofandi!
2. DÍS: En livað hann er þreytu-
legur og ellilegur.
3. DÍS: Haldið þið hann vakni,
ef við dönsum goluþyt og lækja-
hopp?
VETUR (valmar, litur sgfjulega
i kringum sig). Er einhver hér?
(Kemur auga á disurnar, sem eru
að regna að fela sig). Nei, sjáum
til. Hverjar eru þið, stelpur?
1. DÍS (feimin): Við erum vor-
dísirnar.
2. DÍS: Það erum við, sem kom-
um með sólskin og fuglasöng.
3. DÍS: Það erum við, sem strá-
um jörðina fegurstu blómum.
VETUR: Jæja, einmitt það. Svo
þessir sunnangestir eru svona
snemma á ferð. En varið yltkur,
að ég láti ekki Frosta þjón minn
ldípa í nebbana á ykkur. Út með
ykkur allar saman. Út, segi ég.
(Hann ris upp og rekur dísirnar
út, og þær taka til fótanna i ofboði).
Að maður skuli ekki hafa frið til
að hvíla sig. Ég er svo syfjaður að
ég get ekki lialdið opnum augun-
um. (Geispar, sezt, sofnar. Meðan
Vetur sefur, koma nokkur börn
inn og sgngja.)
VETUR (slær sprota sínum í
borðið): Komið hingað þjónar
mínir! (Enginn kemur). Komið
hingað þjónar! — — (Hærra):
Þjónar, komið undir eins! — —
Hvar geta þeir verið? Hvers vegna
koma þeir ekki? (geispar) a-ah,
ég er svo óttalega syfjaður -—■ al-
veg grútsyfjaður. (Sofnar aftur.
Vordisirnar koma trítlandi og
dansandi inn).
1. DÍS: Nú er Vetur konungur
sofnaður aftur og sefur nú fast.
Hann vaknar varla aftur.
2. DÍS: Allir þjónar hans hafa
yfirgefið hann. Lækirnir hoppa
og hjala. Allir skaflar eru horfnir.
3. DÍS: Og blessuð sólin vermir
allt og þíðir.
ALLAR: Og nú kemur vorið.
Við skulum láta blómin spretta í
brekkunum og ljóma um engi og
tún. Við skulum syngja í kapp við
fuglana. Við skulum dansa og vera
kát.
(Þær sgngja eitthvert vorlcvæði,
t. d. „Vorvindar glaðir“ og stiga
dans. Fleiri börn koma inn og
slJn9ja og dansa líka.)
Bregtt úr sænsku. G.
☆
105