Æskan - 01.11.1954, Page 10
JólablaS Æskunnar 1954
Fyrsti snjór í Japan.
Fjöldi fólks þyrptist að úr öllum áttum.
— Sjáið þið þennan peyja, sagði einhver úr
hópnum og benti á Bjarna.
— Hvernig datt þér annað eins og þetta í liug
drengur, að kasta grjóti? spurði lögregluþjónn-
inn.
Bjarni hékk þarna í greip lögreglumannsins lítill
og hræddur. Hann leit á föður sinn og fór að
kjökra. Nú fékk hann sjálfur ekki að fara heim
til móður sinnar. Honum var nú farið að skiljast,
livílíka fásinnu hann hafði lagt út í.
— Þeir drukku, sagði hann loksins — og það
eru jólin á morgun — og svo hugsaði ég — það
verður enginn matur — og ekkert til handa okkur,
ef pabbi drelckur fyrir alla peningana. Það síðasta
æpti hann hágrátandi.
Lund lögregluþjónn sleppti takinu af hálsi
drengsins og tók í hönd honum.
110
— Svona, svona, sagði hann sefandi. — Beyndu
að vera rólegur. Þetta lagast allt.
Þá stóð faðir lians við hlið lians. Það var alveg
runnið af lionum — og ekki leit út fyrir, að hann
væri neitt reiður.
— Það er auðvitað ég, sem á að svara liér til
sakar, svo langt sem það nær, sagði faðir Bjarna.
—« Má Bjarni ekki koma heim með mér núna.
— Jæja, svaraði Lund. — Allt í lagi Johansen.
En gættu drengsins þins og gættu að sjálfum þér.
Bjarni er of góður drengur til þess að þurfa oftar
að grípa til slíkra örþrifaráða. Við tölumst svo
við seinna.
Pabbi þakkaði fyrir, og svo fór Bjarni heim
með honum. Hann gekk þarna þögull og alvar-
legur, og Bjarni leit oft framan í hann og vissi
ekki, hvort hann var reiður eða ekki.
—- En — hugsaði hann. — Það er sama. Ég
kastaði grjóti og réðist á knæpuna. Þeir urðu að
fara út. Hann snölcti nokkrum sinnum og þá tók
faðir lians hann í faðm sér og hvíslaði:
— Aumingja drengurinn minn!
Kvöldið eftir, þegar kirkjuldukkurnar hringdu
inn jólahelgina, sátu þau öll, mamma og pabhi
og systkinin þrjú, umhverfis fallega dúlcað borð
með margs konar góðgæti á. Úti í liorni stóð litla
jólatréð frá Pedersen fagurlega skreylt með ljósum
og flöggum og myndum og undir því voru nokkrir
smábögglar. Það ljómaði af andliti Bjarna litla.
En er hann hugsaði um daginn í gær og grjót-
lcastið, þá fór um hann lirollur. Ilann gat varla
trúað því, að það liefði verið liann sjálfur, sem
liefði gert þetta og gengið berseksgang og æst hina
upp. Og vissulega var það gott, að þetta þurfti
hann vonandi aldrei að gera oftar. Því að í morgun,
þegar Lund lögregluþjónn lcom til að yfirheyra
liann, þá sagði pabbi, að hann væri húinn að láta
skrá sig og ætlaði að ganga í góðtemplarafélagið
og hefði lofað að bragða ekki áfengi framar. —
Nú skyldi lcoma nýtt liljóð i strokkinn, sagði pabbi.
Yfirheyrslan gelclc vel og var ekkert erfið. Lund
var bara góðlátlegur og skrifaði niður það, sem
Bjarni sagði, og stundum kinkaði hann kolli.
— Við hefðum auðvitað átt að vera búnir að
koma knæpunni liennar frú Hansen fyrir kattar-
nef fyrir langa löngu, en það er hægara sagt en
gert, bætti liann við og andvarpaði.
— Já, það er hægara sagt en gert, hugsaði Bjarni.
En nú átti allt að verða gott. Nú mundi pabbi
elcki liggja í rennusteinum framar eða sitja inni
hjá frú Hansen — og mamma yrði ekki útgrátin
dag eftir dag. Og nú voru jól, og pabbi var heima!
Margrét Jónsdóttir þýddi.