Æskan - 01.11.1954, Page 12
Jólablað Æskunnar 1954
Ragnheiður ]ónsdóttir:
Stjarnan.
PERSÓNUR:
Jósef,
Maria,
vitrinqarnir,
gestgjafinn,
húsfregja,
Miriam, dóttir þeirra,
ferðamaður,
kaupmaður,
kona hans,
ferðafólk,
hvitldæddar verur.
1. ÞÁTTUR
Sviðið er vin i eyðimörku. Vitr-
ingarnir þrír, Balthasar, Kaspar og
Melkior, koma þreyttir og göngu-
móðir.
BALTHASAR: Hér skulum við
hvilast, bræður. Guð hefur af náð
sinni látið þennan gróðurblett
verða á vegi okkar, svo að við
skyldum ekki örmagnast áður en
markinu er náð.
KASPAR: Ég verð sannarlega
hvíldinni feginn, því að fótsár er ég
orðinn og kverkar mínar þurrar
af langvarandi þorsta.
MELKIOR: Hér er tærasta upp-
sprettulind send úr djúpum jarð-
ar okkur til svölunar.
BALTHASAR: Og sjá. Hér liggja
döðluklasar á jörðinni, eins og
manna af himnuin sent, svo að við
megum nærast.
(Vitringarnir eta döðlur og
drekka lindarvatn og setjast svo
niður og hvíla sig.)
KASPAR: Hvar er nú stjarnan,
sem visaði okkur veginn. Hví byrg-
ir hún auglit sitt og skilur okkur
eftir villuráfandi?
MELKIOR: Óttastu ekki, bróðir.
Sannarlega mun stjarnan birtast
okkur á ný.
BALTHASAR: Já, hún mun
birtast á ný og leiða okkur að lok-
um á fund hins nýfædda konungs,
svo að við megum veita honum
lotningu og færa honum gjafir.
KASPAR: Ó, mig auman. Allar
112
Leikur í þrem þáttum.
eigur mínar hef ég selt fyrir gullið,
sem ég ber í pyngju minni, og
kraftar mínir eru að þrotum
komnir.
BALTHASAR: Ég átti sölubúð
fulla af viðsmjöri og víni, og menn
komu hvaðanæva að til þess að
verzla við mig. Ég seldi búðina í
hendur nágranna mínum, svo að
ég mætti eignast reykelsi og myrru
og færa konunginum.
MELKIOR: Þið vitið, bræður
mínir, að ég hef aldrei eignazt neitt
af þessa heims auðæfum, og því
færi ég konunginum aðeins ást
mína og lotningu.
KASPAR (við Melkior): Það
auðgast enginn á því að stara stöð-
ugt á stjörnurnar. Ég veitti mér
ekki þann munað nema á hvíldar-
stundum, sem oftast voru stopular.
BALTHASAR: Við sáum allir
stjörnuna, hver í sinu landi, og hún
heindi leiðum okkar að einu og
sama marki. (við Melkior): Þitt
trúnaðartraust hefur aldrei brugð-
izt, og það hefur verið leiðarljósið,
þegar óveðursskýin hafa hulið
stjörnuna sjónum okkar.
MELKIOR: Ljómi stjörnunnar
er svo skær, að hann lýsir i gegn-
um dimmustu ský.
KASPAR: Ég sé hvergi bjarma
af stjörnunni. Ef til vill höfum við
farið villir vegar.
MELKIOR: Hræðumst ekki,
bræður. Stjarnan vakir yfir okkur.
(Hefur upp rödd sína.)
Skín þú, stjarna, öllum stjörn-
um fegurri, svo að myrkrið grúfi
ekki lengur yfir jörðinni, og sort-
anum létti af þjóðunum.
Sjá, Ijós þitt er mikið, og það
mun lýsa öllum mönnum i austri
og vestri, allt til endimarka ver-
aldar.
Fyrir Ijóma þínum munu kon-
ungar krjúpa, því að hvert það
ríki, sem ekki vill lúta þér, mun
líða undir lok.
Skín þú, árborna morgunstjarna,
svo að þreyttir vegfarendur fái
fleygt sér í duftið fyrir fótskör
hans, sem mun ríkja um eilífð.
(Vitringarnir hglja andlit sin og
leggjast iil svefns. Stjarnan birtist
d himninum. Hvitktæddar verur
koma fram á sviðið og stíga dans
eftir jólalagi.)
2. ÞÁTTUR
Sviðið er gata í Betlehem. Til
vinstri er stórt gistihús, til hægri
lítill gripakofi. Gestgjafinn situr úti
fyrir dyrum. Þár eru einnig smá-
borð og stólar fyrir gesti.
GÉSTGJAFI (telur peninga i
liálfum hljóðum): Þá er þessi kassi
að verða fullur. Það var mikil guðs-
blessun, að keisaranum skyldi hug-
kvæmast að láta taka þetta mann-
tal. Þetta eru sannkallaðir dýrðar-
dagar. (Heldur áfram að telja
peningana.)
HÚSFREYJA (kemur fram i
dgrnar): Hvað á að matbúa handa
mörgum í kvöld?
GÍESTGJAFI: Það get ég ekki
sagt um með vissu, kona. Við hýs-
um á meðan húsrúm leyfir, þrengj-
um að okkur, troðum i hverja
smugu, tökum á móti öllum, sem
geta borgað tilskilið gjald.
HÚSFREYJA: Ég set þá upp
stærstu pottana og fylli ofninn af
brauðum. (Fer inn.)
GESTGJAFI: Gerðu það, kona.
Ekki mun af veita. (Telur enn
peninqa.)
MIRIAM (með hægri höndina i
fatla): Má ég sjá, hvort kistillinn
er orðinn fullur af peningum, faðir
minn.
GESTGJAFI: Ert þú þarna, Ijós
augna minna. Hvernig líður hend-
inni í dag?
MIRIAM: Hún er alveg eins.
GESTGJAFI: Ekki agnarlítið
betri, rétt að það votti fyrir, að
máttur sé að færast i hana?
MIRIAM: Það get ég ekki fundið.
Hún er alltaf jafn köld og tilfinn-
ingalaus.
GÉSTGJAFINN (fórnar hönd-
um): Hvers á ég að gjalda, aumur
maður, að drottinn skuli leggja á
mig þessa þungu byi-ði.
FERÐAMAÐUR (fátæklcga bú-
inn): Guð sé með ykkur, góða