Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1954, Blaðsíða 13

Æskan - 01.11.1954, Blaðsíða 13
Jólablað Æskunnar 1954 fólk. Er hér húsaskjól að fá fyrir þreyttan vegfaranda? GESTGJAFI: Hér er gisting og dýrindis matur til reiðu öllum, sem geta borgað einn denara. FERÐAM.: Ó, herra minn, verta miskunnsamur og ljá mér húsaskjól, þó að mig skorti fé til greiðslu. Drottinn mun endurgjalda þér. GESTGJAFI: Ég hef engar ástæð- ur til að hýsa félausa flækinga. KAUPMAÐUR (kemur inn): Er hér gistingu að fá fyrir mig og skyldulið mitt? GESTGJAFI: Svo er víst, gegn sanngjörnu gjaldi. KAUPMAÐUR: Enginn beininga- maður er ég, og ættir rnínar rek ég til Davíðs konungs. (Tekur upp peningapijngju og lætur hringla i henni fgrir framan gestgjafann.) GESTGJAFI (stendur upp og hneigir sig): Ég tel mér það mikinn heiður, að þú og þitt skyldulið gangir undir mitt þak. KAUPMAÐUR (kallar): Ykkur er óhætt að koma. Ég held, að þetta sé viðunandi gististaður. (Kona lmns og börn og fleira venzlafólk kemur inn á sviðið.) FERÐAMAÐUR (færir sig nær gestgjafanum): Ég er líka af ætt Davíðs. Er ekki einhver smuga fyi’ir mig, svo að ég megi hvílast og safna kröftum fyrir heimför- ina? GESTGJAFI: Ert þú að flækast hér enn? Hafðu þig i hurtu hið bráðasta. (Ferðamaðurinn hrökklast út af sviðinu.) MIRTAM: Hver hýsir þá, sem ekkert silfur eiga? GESTGJAFI: Það kemur okkur ekki við. (Snúr sér að gestunum, sem hafa tekið sér sæti, og hneigir sig djúpt.) Bcrið fram óskir, svo að þær megi upnfvlltar verða. KAUPM.: Getum við ekki fengið eitthvað svalandi að drekka? Þessi hiti ætlar að gera út af við mann. KONAN: Það má rú segia. Hvi- lík fvrirmunun nð láta draga sig út í ferðalag í þessum breiskju- hita. hennan lika spottann. 1. RÖDD: Ég er alveg að sálast úr þorsta. 2. RÖDD: Tungan er skrælnuð í munninum á mér. MARGAR RADDIR: Við viljum fá að drekka alveg á stundinni. KONAN: Þetta er engin af- greiðsla. (Gestgjafinn og kona hans bera drykkjarföng til gestanna, og dóttir þeirra regnir að lijálpa til.) GESTGJAFI: Þetta er góður svaladrykkur. Það er mér óhætt að segja. Og svo er kvöldmáltíðin til reiðu innan lítillar stundar. HÚSFREYJA: Og ég vona, að enginn þurfi að kvarta yfir þeirri máltíð. (Jósef og María koma inn. María nemur staðar álengdar, en Jósef gengur fram.) JÓSEF: Friður sé með yður og blessun forfeðranna, Abrahams, ísaks og Jakobs. (Gestgjafinn og fólkið tekur undir kveðjuna.) Jahve beindi leið minni hingað, og ég vona, að hér sé húsaskjól að fá, þvi að heitkona min er aðfram- komin af þreytu og þorsta. GESTG.IAFI: Hús mitt er fullt, en svo hátt gjald má greiða, að revut verði að hiiðra til. JÓSEF: Sýndu miskunn, herra, og gnð mun umbuna þér. GESTGJAFI (sngr sér frá Jósef): Nú, það er þá þetta hljóð i strokkn- um. JÓSEF: Það réðust á mig ill- ræðismenn og rændu mig pyngju minni og nestismal. GESTGJAFT: Þetta hefur maður nú heyrt nokkrum sinnum áður. (Fer inn í gistihúsið.) JÓSEF (grivur um klæðafald húsfregju): Vertu göfuglvnd og miskunna kynsystur þinni i nauð- um. HÚSFREY.TA: Ég mesna ekki að risa gecn vilia herra mins og hiís- bóndn. (Fer inn i gistihúsið.) .TÓSEF: Ó, mig numan mann. Hvnr er hiálnar að leita? (Maria hrfur drrgizt að arivahúsind oa hallar sér nvv að hurðinni. Jósef genanr til hevnnr na þan fala sam~ an i hálfum ldjóðum. Það dimmir (í .oniftírtji' ) GESTGJAFI (kemur fram í dgrn- ar): Gjörið svo vel, máltíðin er til reiðu. (Gestirnir fara inn.) MIRIAM (hellir svaladrgkk i krukku og gengur til Jósefs og Maríu): Gjörið þið svo vel. Ég skal líka gefa ykkur brauð. MARÍA (tekur við krukkunni): Guð Abrahams, ísaks og Jakobs blessi þig, barnið mitt. (Hún drekkur nokkra sopa og réttir svo Jósef krukkuna.) JÓSEF (við Mariu): Þú kemst ekki lengra. Það er af og frá. MARlA (við Miriam): Eru engin ráð til þess að mýkja hjarta föður þins, svo að hann skjóti skjólshúsi yfir okkur? MIRIAM: Ég er hrædd um, að það verði erfitt, fyrst hann er einu sinni búinn að segja nei. JÓSEF (gripur utan um Mariu, sem er að hniga niður af þreytu): Ó, drottinn minn. Miskunna þú börnum þínum í þrengingum þeirra. (Dgrnar á gripahúsinu opnast sjálfkrafa. Þan líta undrandi hvert á annað.) Er þetta kannski bending frá guði, að við megum hvilast í þessu húsi? MIRIAM: Þessi gripakofi hefur staðið auður í langan tíma, og það er hreinn hálmur í einu horninu. Farið þarna inn sem skjótast, ef þið getið gert ykkur það að góðu. (Miriam, Miriam, hegrist kallað.) MIRIAM: Já, ég er að koma (hleypur inn í gistihúsið, en Jósef og Maria fara inn i gripakofann og loka á eftir sér. Það dimmir enn á sviðinu. Eftir svolitla stund kemur Miriam lit úr húsinu með körfu í hendinni og fer inn i kof- ann.). Tjaldið. 3. ÞÁTTUR Sama svið, nokkrum stundum seinna, skömmu eftir miðnætti. Stjarnan skin yfir gripakofanum. Ómur af jólalagi heyrist. Hvít- klæddu verurnar dansa. Vitring- arnir koma gangandi eftir götunni. Verurnar hverfa. KASPAR: Ekki sýnist mér nú 113

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.