Æskan - 01.11.1954, Síða 27
Jólablað Æskunnar 1954
Sauðanesgrani.
Hann var Ilúnvetningur að ætt og uppruna þessi
slólpagripur og eftirlætis goð allra, sem kynntust
honum. Keyptur frá Sauðanesi í Húnavatnssýslu
vorið 1942. f haust, 18. nóvember 1953, var hann
að velli lagður á heimili eiganda síns, Tungumúla
á Barðaströnd. Svo var Grani vel látinn á heimili
sínu, að mörg tár féllu með honum þar.
Hann var vel i meðallagi stór, bleikur á lit, en
dölckur á fax og tagl, hófastór mjög. Skapið var
ákaflega þýtt, en þó mikið, og tók hann venjulega
rösklega á móti, ef aðrir hestar réðust á hann, og
vissi ég engan hest svo slægan, að hann færi sigur-
för til Grana. En að fyrra bragði réðist liann aldrei
til atlögu.
5rið menn var liann svo góður, að ungbörn gátu
skriðið við fætur lians. Enda virtist hann þekkja
börnin og var þeirra eftirlæti, eins og sjá má af
myndinni. En venjulega réði hann liraðanum og
leiðinni, ef börn sátu á baki.
Þrekliestur var hann með afbrigðum, og var
liann fyrst tilkominn að hlaupa, er liann hafði farið
svona einn eða tvo fjallvegi áður. Gangur hans var
brokk og skeið, og gat hann farið greitt á skeiði,
þegar hann var orðinn heitur, en á vondum vegum
beitti hann brokkinu. Hann var hafður til allrar
ferðum út í Rásir, og alltaf var Kolur, sem komst
nú í æ hetri þjálfun, með i förinni og var ávallt
aðallietjan. En misjafnlega lauk stundum áflogum
þeirra ferfætlinganna, því oft var við erfiðar að-
stæður að glíma, og hvorir um-sig notuðu hæfileika
sína, meðfædda og þjálfaða, út í æsar.
Jóhann Sveinsson.
Jölasaga.
Það var aðfangadagur jóla. Börnin á Nesi eru
á þönum úti og inni, allir verða að keppast við
að undirbúa fyrir jólin — hina mildu hátíð, sem
haldin er í minningu um fæðingu frelsarans.
Axel, sem er tólf ára gamall dugmikill drengur,
er úti við gegningar, þvi að pabbi er í kaupstaðnum
að ná í jólavarninginn, sem varla verður mikill,
vegna efnaleysis, og svo er færðin svo þung, að
erfitt er að koma miklu þennan langa veg út Nes-
tangana.
Elsa er að þvo bæinn. Hún er nú líka orðin svo
feikna dugleg vinnustúlka, bráðum 14 ára heima-
sæta.
Yngri systkinin hjálpa henni til eða dunda við
jólaföt brúðubarnanna sinna, og í eldhúsinu stend-
ur mamma og steikir laufabrauðið.
Allir flýla sér og keppast við, svo að öllu verði
brúkunar og dugði ekki síður fyrir vagninum en
öðru, enda kom þá hið mikla þrek hans sér vel.
Það er fremur fátítt að ritaðar séu minningar
um fallna gripi, ég vil segja allt of fátítt. Þeir
verðskulda venjulega, að vel sé eftir þá mælt, ekki
sízt hestarnir, sem mér virðast skynugri en margar
aðrar skepnur. Þeir menn, sem vilja kynnast hest-
inum, verða snortnir af þeirri tilfinningu, sem
aðrir skilja ekki, sem aldrei hafa komizt í það
samband. Kynningin við hestinn hefur stórlega
mannbætandi áhrif. Viðmót hestsins er fölskvalaust
og hreint, þar er ekkert yfirborðsflaður, sem
hjaðnar eins og sápukúlur, ef á er blásið. Eigandi
Grana og aðrir, sem kynntust honum, munu eiga
að veganesti áhrifin frá samverustundunum og
þakka honum þau sem horfnum vini. Hann var
fluttur frá æskustöðvum sinum og átthögum og
varð að sætta sig við nýjan stað, en þann stað
þráði hann til dauðadags, þvi að honum var tryggð-
in í hlóð borin. Margur maðurinn mætti þakka
fyrir, ef hann liefði jafn sterka átthagatryggð og
þessar svokölluðu skynlausu skepnur.
Að lokum vil ég þakka Æskunni fyrir að flytja
þessi fátæklegu orð mín, sem ég tel þó að orðið
gætu þeim til íhugunar, sem enn hafa ekki komizt
i snertingu við áhrifin af því að lifa í samfélagi við
skepnurnar.
Ó. K. Þ.
127