Æskan - 01.11.1954, Síða 30
Jólablað Æskunnar 1954
Verðlaunaþraut.
Að þessu sinni hefur Æskan ákveðið að bjóða
kaupendum sínum og lesendum til skemmtilegrar
samkeppni. Hún heitir 150 króna verðlaunum fvrir
beztu frumsamda sögu, sem henni berst fyrir 1.
febrúar 1955. Aðeins þau skilyrði eru sett, að sagan
sé að minnsta kosti 50 orð, helzt meira, — en öll
orðin verða að byrja á sama staf. Og auðvitað verður
að vera samhengi í sögunni, eða frásögninni.
Og svo verður bezta sagan birt i Æskunni!
Hver verður snjallastur?
„Farðu út og leiktu þér, Bokki, gerðu það fyrir
mig,“ sagði mamma, og nú gætti óánægjuhreims i
röddinni. „Pabbi var önnum kafinn, og hann hafði
ekki tima til að spjalla við þig núna. Kannski hefur
hann meira næði á morgun.“
Hann fór út og stanzaði til að líta á Nönnu. Hún
var hressileg, lítil og rjóð innan í sænginni sinni,
það er að segja það, sem hann sá af henni. Það gæti
orðið gaman að henni, ef liún stækkaði einhvern
tima og hætti að vera sísofandi. Ef Tonnni leyfði
honum ekki að eiga í húsinu þeirra félaganna, þá
gætu hann og Nanna byggt annað handa sér.
Hann heyrði, að Tommi var að koma með Nikka
og Gumma í hornhúsinu. Hann beið, þangað til þeir
létu hjólin sin undir benzínstöðvar tréð hans. Þegar
Tommi var farinn inn til að heilsa mömmu, sagði
Bokki: „Heyrið þið, ég hef náð i dauðan fugl.“
Nikki og Gummi litu á hann og svo hvor á annan.
Um stund virtust þeir ekki vita, livað þeir ættu að
segja.
„Fugl?“ sagði Nikki.
„Dauðan fugl?“ sagði Gummi.
„Hvað með það?“ spurði Nikki.
„Já, hvað um það?“ hafði Gunnni eftir.
„Mér datt í hug, að ykkur langaði til að sjá hann,
og ég gæti . . . Ég ælla að spyrja Tomma,“ sagði
Bokki.
Hann beið, þangað til Tonnni kom út, og var
áhyggjufullur, en Nikki og Gummi hvísluðust á.
Ilann sagði: „Heyrðu, Tommi, ég hef hérna dauðan
fugl, og mig langaði til ...“
Augnablik virtist áhugi Tomma vakna, en Nikki
130
sagði: „Dauðan fugl, Tommi. Hvað getum við gert
við dauðan fugl?“
„Ekkert,“ sagði Tommi.
Bokki var nú í öngum sínum. Hann hafði haldið,
að þá langaði til að sjá hann að minnsta kosti.
„Hann er þarna úti í skýlinu, í hrúgunni ...“
„Þú verður að taka hann þaðan, Bokki.“ Tommi
var hastur, af því að hinir strákarnir heyrðu. „Þú
verður að vera á burt með hann þaðan. Við viljUm
ekki hafa dauða og gamla fugla í því skýli.“
„Auðvitað," sagði Nikki. „Þú verður að taka
hann þaðan strax.“
Þeir fóru með honum að skýlinu. Hann lyfti
fuglinum varlega úr felustaðnum, sem hann hafði
valið honum. Þó að liann færi sér hægt og gæfi
þeim nægan tíma, spurðu þeir engra spurninga og
gáfu honum engan gaurn. Hann horfði á, meðan
þeir tóku út fjalirnar sínar, minni fjalirnar, sem
þeir ætluðu að nota í liúsið. Hann byrjaði:
„Ef þið viljið lofa mér að vera með í húsinu,
megið þið eiga fuglinn minn með mér.“ En Tommi
urraði: „Við viljum ekkert hafa með dauða og
gamla fugla, er það ekki, piltar?
Nikki sagði: „Nei, það er alveg rétt.“
Og Gummi bætti við: „Og við viljum ekki heldur
nein smábörn í húsið okkar.“
Bokki sagði: „Hver vill líka nýta gamla og ljóta
húsið ykkar?“ En þeir voru á leið burtu með spýt-
urnar, í áttina til staðai'ins í garði Nikka og Gumma,
þar sem þeir voru að byggja húsið, og þeir voru
að tala saman á leiðinni, án þess að veita honum
minnstu athygli.
Þegar þeir voru farnir, tók hann eftir því, að
hann hélt enn þá á dauða fuglinum í liendinni.
Ilann horfði á hann um stund og vara í vafa um,
hvað liann ætti að gera. Þá varð liann skyndilega
að einu brosi.
Hann bar fuglinn varlega upp að anddyrinu og
lagði hann með hægð inni í vagninn til Nönnu, við
fætur henni. Hún svaf enn þá. En ef til vill gæti
hann, þegar hún vaknaði, talað við hana um fugl-
inn, og þau gætu byrjað að ráðslaga um að byggja
bús bara fyrir þau ein.
Þýtt úr ensku.