Æskan - 01.11.1954, Page 31
Jólablað Æskunnar 1954
Huglestur.
ÞafS er minni vandi en margur hygg-
ur að vera „huglesari“. — Það er að
segja, ef hentug aðferð er notuð.
Taktu pappirsblað, um það bil 20
cm á hvern veg og ferhyrnt. Brjóttu
það þannig, að fram komi níu jafn-
stórir ferliyrningar. Láttu svo einlivern
leikfélaga fá blaðið, og segðu honum
að skrifa kvenmannsnafn á ferninginn,
sem er i miðju, en karlmannanöfn á
alla hina.
Segðu honum svo að rífa blaðið gæti-
lega eftir öllum brotunum, svo að úr
þvi verði níu miðar jafnstórir og hver
með einu nafni á. Síðan á hann að
brjóta hvern miða tvöfaldan, svo að
nafnið sjáist ekki. Miðarnir eru svo
látnir ofan í öskju eða hatt.
Þú tekur nú miða upp úr hattinum
eða lætur rétta þér hann, lítur ekki
á hann, en leggur hann á ennið.
—• Karlmannsnafn, segir þú.
Það reynist rétt. Þannig heldur leik-
urinn áfram. Þegar þú færð t. d. 5. mið-
ann, segir þú:
—• Kvenmannsnafn.
Þetta reynist rétt, og allir eru stein-
hissa.
— Ja, þetta er dularfullt — nema ef
það er athugað, að kvenmannsnafn er
aðeins á einum miða, og það er sá i
miðið. Enn fremur að blaðið var rifið
eftir brotum í niu seðla. Þess vegna er
rifinn jaðar á alla vegu á aðeins einum
miðanum. Á öllum hinum er ýmist einn
jaðar skorinn eða tveir. Og þetta finn-
ur þú greinilega með fingrunum, þegar
þú leggur miðann á ennið.
Töfluþrautir.
Töfluþrautir eru góð dægradvöl.
Mest gaman er að smiða sjálfur bæði
borðið og töflurnar, og það er ósköp
vandalítið. Borðið sjálft má vera kross-
viðarspjald, og meðfram brúnum eru
grannir listar, gerðir til þess eins að
töflurnar fari ekki út af og skrölti ekki
né renni til. Töflurnar sjálfar mega
líka vera úr krossviði. Stærðin á töfl-
um og borði fer eftir því, fyrir hvaða
tegund töfluþrautar það er ætlað.
Leikreglurnar eru einfaldar. í raun
og veru er reglan aðeins ein: Meðan
á leik stendur, má aldrei lyfta töflu
til þess að færa hana, heldur aðeins
renna henni cftir horðinu. Tilgangur-
inn er sá að þoka töflunum, sem lagðar
eru af handahófi á borðið í upphafi
leiks, í einliverja ákveðna röð i eins
fáum leikjum og unnt er.
Það er mikill kostur á töfluþraut-
um, að þær eru gerðar fyrir einn. Það
er hægt að spreyta sig á þeim, þegar
engan félaga er að hafa til þess að
skemmta sér við.
I. Fimm töflu þraut.
/ /7utt 3
y s
Hér er það viðfangsefnið að þoka
töflunum þannig til, að 3 og 6 skipti
um bás. Töflurnar eru 5. Góð stærð er
að hafa þær 3x3 em úr 5 mm kross-
viði. Má líka hafa stifan pappa. Gott
er að strika reiti á borðið eftir töfl-
unum og skrifa númer á þá og töfl-
urnar líka eins og sýnt er á mynd-
inni. Gaman er að lita 3. og 6. töflu,
aðra t. d. græna og hina rauða, svo að
þær séu frábrugðnar hinum.
Þessa þraut á að vera hægt að leysa
í 17 leikjum.
Tíu töflu þraut.
1 ^ 2 3
V
I fíidt lo
B s
9 /Q
Hér eru 10 töflur af þrem stærðum.
Hinar stærstu tvær, merktar A og B,
mættu vera 6x6 cm, 4. og 8. 3 X 6 cm,
og 2., 3., 5., 6., 9. og 10. 3x3 cm. Stærð
borðsins verður þá 12x15 cm innan
lista.
A töflu skal lita eða mála rauða, en
B töflu bláa. Eins skal mála listana í
liornunum með sama lit og er á töfl-
unum.
Viðfangsefnið er að skáka töflunum
þannig til, að hausavixl verði á A og
B. A komi í bláa hornið og B í hið
rauða.
Þetta á að takast i 55 leikjum.
Hvað mundiráu gera?
Ef þú fyndir á götunni einhvern verð-
mætan hlut, sem þú átt ekki?
Ef þú brytir i ógáti fallegt leirker
eða postulínsbolla án þess að nokkur
sæi?
Ef þú rekst á einhvern eða stjakar
við einhverjum óviljandi?
Ef þú sæir strák, álika stóran og þú
ert, hrekkja annan, mildu minni?
Ef þú sæir kisu vera i þann veginn
að ná i fuglsunga?
Ef þú yrðir votur í fæturna á leið-
inni heim úr skólanum?
Ef mamma skyldi biðja þig að
skreppa eitthvað fyrir sig, rétt i þvi
að skemmtileg saga er að byrja i barna-
tímanum?
Svaraðu nú þessum spurningum með
sjálfum þér, alveg hreinskilnislega!
Geturðu ráðið gátuna.
Geiri var starfsinaður i stórri verk-
smiðju. Einn góðan veðurdag vildi svo
til, að hann varð samferða verksmiðju-
eigandanum í lyftunni, og tóku þeir
tal saman. Verksmiðjueigandinn var
kumpánlegur og hafði oft áður spjallað
við Geira.
—• Jæja, hvað segirðu gott? spurði
verksmiðjueigandinn.
—• Allt sæmilega gott, sagði Geiri.
Það er bara þetta, sem nagar mig, að
þú verður bráðlega fyrir einhverju
slysi.
— Ég? Af hverju heldurðu það?
— Ég skal segja þér, að mig dreymdi
fyrir þvi. Og ég er svo berdreyminn.
— Og hvað dreymdi þig? Og hvenær
dreymdi þig þetta?
— Mig dreymdi í nótt, að ég sá þig
fara upp í flugvél. og ég sá flugvélina
leggja af stað. Eftir fáeinar minútur
sá ég hana steypast logandi til jarðar.
Það var ægilegt.
— Ja, einmitt það. Mér þykir fyrir
þvi, Geiri, að ég verð að segja þér upp
vinnunni. Þú hefur gert þig sekan um
trúnaðarbrot.
Þetta var þungt áfall fyrir Geira. En
hvernig stóð á þessu? Hvað var það,
sem Geiri hafði gert ? Og hvernig komst
verksmiðjueigandinn að því? Geturðu
ráðið ])á gátu?
131