Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1954, Side 45

Æskan - 01.11.1954, Side 45
ÆSKAN M illjónum j sjúklinga bjargað. \ Milljónir manna i liitabeltislöndun- um þjást af hræðilegri sárasótt, er yaws nefnist. Áður en penicillin kom til sögunnar var engin örugg lækning til við þessari veiki. Menn, sem tóku veikina, urðu venjulega aumingjar allt sitt líf. Nú er aftur á móti liægt að lækna þennan sjúkdóm með þvi að gefa sjúklingunum eina sprautu af penicillini, sem kostar um þrjár krón- ur. Fyrir atbeina Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna hefur þegar hátt á þriðju milljón yaws-sjúklinga verið hjálpað. En það er aðeins bvrjunin. Á yfirstandandi ári hefur verið hafin herferð til að útrýma sárasóttinni með öllu úr mörgum hitabeltislöndum. Yaws-veikinni er auðvelt að lýsa, en það er erfitt að gera sér i hugar- lund, livað sjúklingurinn kvelst. Veik- inni er þannig lýst, að hún sé graftar- kýlasótt. Kýlin koma fyrst hingað og þangað á likamann, færast siðan á iljar manna, svo þeir geta ekki gengið, þá á lófa manna, þannig að þeir verða ófærir til vinnu. Að lokum leggst sjúkdómurinn á beinin og gref- ur þau sundur likt og viðarmaur étur í sundur tré. Þessi hitabeltis sárasótt er sjahlan banvæn. í þess stað tærist líkaminn af graftarkýlum. Sjúklingurinn kvelst hræðilega og getur að lokum enga björg sér veitt. — Sjúkdómurinn minn- ir á lioldsveiki, en er miklu skæð- ari og smitnæmari. Venjulega byrj- ar sjúkdómurinn hjá börnum og ungl- ingum, eftir að bakterían, sem hon- um veldur, liefur komizt i smáskrámu eða sár. Öldum saman — að minnsta kosti í 500 ár — liafa milljónir manna í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku þjázt af Yaws, án þes að nokkuð hafi verið hægt að gera til að lækna sjúkling- ana. En svo kom penieillinið til sög- unnar og hefur það reynzt hreint undralyf gegn sárasóttinni eins og svo mörgum öðrum meinum. Lækn- ingin er auðveld, krefst ekki sæng- úrlegu né sérstaks lækniseftirlits á undan eða eftir. Lækningin er likust kraftaverki. Óteljandi sögur eru til um þakkláta yaws-sjúklinga, sem náð liafa fullri heilsu og likams- og sálarkröftum með einni sprautu af penicillini frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Fyrir skömmu sagði bóndi einn i Indónesiu, sem þjáðst hafði af yaws, sögu sína á þessa leið: „Fyrir sex mánuðum var ég yaws- sjúklingur og gat ekki séð fyrir konu minni og börnum. í heilt ár hafði ekki verið sáð i hrísgrjónaakurinn okltar. Ég varð að selja einasta uxann okkar, til þess að við gætum dregið fram lifið.“ Þegar hjúkrunarlið frá Sameinuðu þjóðunum kom i þorpið, þar sem bóndinn átti heima, var hann einn al' þeim fyrstu, sem fékk penicillin- sprautu. „Mánuði síðar,“ sagði bóndinn, „voru öll sár gróin á líkama mínum. Ég fékk vinnuþrek á n>r og sáði i ak- ur minn. í næsta mánuði skerum við upp, þöklc sé undralyfinu góða og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.“ Fyrir nokkrum vikum var hátið haldin i þorpi einu á Java til heiðurs penicillin-lyfinu og Sameinuðu þjóð- unum. Þorpsbúar dönsuðu lengi nætur til þess að gleðjast yfir, að fjöldi þorpsbúa hafði læknazt af sárasótt. Meðal þeirra, sem þátt tóku í dans- inum, voru unglingar, sem fyrir mán- uði siðan skriðu á hnjánum, eða drógust áfram vegna yaw-sára á iljunum. Frá því að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðalieilbrigðisstofn- unin hóf herferð gegn yaws, árið 1950, hafa 8 milljónir sjúklinga verið skoðaðir af hjúkrunarliði samtakanna. Af þessum 8 milljónum hefur verið hægt að veita 2.5 milljónum manna lijálp og fullan bata. Nú ráða sam- tökin yfir penicillin-birgðum, sem ættu að nægja til að lækna sjö sinnum fleiri yaws-sjúklinga. O Snati. Einu sinni var fjölskjdda, sem átti heima á Englandi, nokkuð langt frá Lundúnum. Einu sinni tóku lijónin sér ferð á hendur til Lundúna, en þegar þau voru komin fáeinar milur frá heimili sínu, tóku þau eftir þvi, að Snati, litli livolpurinn þeirra, hafði elt þau að heiman. Og af því að þau vissu ekki, hvernig þau ættu að koma honum lieim, skildu þau liann eftir á veit- ingahúsi nokkru og báðu veitinga- manninn að fara vel með hann, og hann lofaði því. Nokkrum vikum seinna, þegar þau komu aftur, námu þau staðar hjá veit- ingahúsinu og spurðu eftir hvolpinum. En þá var þeim sagt, að hann væri farinn þaðan, og þótti þeim það leið- inlegt. Samt fullvissaði veitingamað- urinn þau um, að það væri elcki sér eða heimilisfólkinu að kenna. Hann sagði, að fyrstu dagana eftir að þau hefðu farið, hefði hvolpurinn verið mjög hnugginn og leiðindalegur. En seinna hefði hann vanizt að liúsinu og verið eins og heima hjá sér. En svo hefði hann einu sinni farið út á götuna og liitt þar liund, sem hefði ráðizt á liann og bitið hann. Eftir það liefði hvolpurinn horfið, en komið svo aftur, og með honum stór liundur. Þeir réðust báðir á söku- dólginn og rifu hann og bitu. Síðan hurfu þeir báðir og sáust ekki framar. Hjónin urðu nú að fara heim við svo búið, þótt þeim þætti það leiðin- legt. En þegar heim kom, sögðu hjúin þeim, að Snati hafði komið lieiin eftir nokkra daga, en horfið svo aftur með varðhundinum, en nú voru þeir báðir komnir aftur fyrir nokkrum dögum. Snati hafði farið lieim, þegar lnind- urin réðst á hann, og sótt varðliund- inn sér til hjálpar. O Snarræði. Fáið ykkur band og bindið á það lykkju. Tveir þátttakendur halda hvor i sinn enda bandsins. Bolti er hafður á kassa eða borði rétt aftan við lykkj- una, Leikurinn er i þvi fólginn að hand- sama boltann áður en þeim, sem halda bandinu, tekst að lierða svo að hend- inni, að lnin vérði föst i lykkjunni, Þátttakandinn er úr leik, ef hann kem- ur við boltann, en tekst ekki að ná honum. Hver þátttakandi fær einn vinning fyrir að ná boltanum. Svo reynir sá næsti. O Spekingur og auli. Spekingur nokkur sat einu sinni að borðum andspænis þóttafullum herra- manni, er vildi gjöra hann að atlilægi borðsgestanna með vandasamri spurn- ingu, er spekingurinn gæti ekki svarr að. Herramaðurinn spurði þess vegna: „Getið þér sagt mér, live langt er á milli spekings og aula?“ — „Breiddin á þessu borði,“ svaraði spekingurinn með mikilli hógværð, 145

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.