Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1955, Blaðsíða 5

Æskan - 01.01.1955, Blaðsíða 5
56. árgangur. o Reykjavík, jan.—febr. 1955. o Framhaldssaga. Falinn f jársjóður. EFTIR I. Jansson. 20. A heimleið. Sænslca hafskipið Drottningholm var á lieimleið frá Ameríku með nokkur hundruð farþega. Meðal þeirra var Allan Berg. Hann liafði farið frá Mexikó til New York og komið þar aðeins í tæka tíð til að ná í skipið heim. Honum fannst nærri því eins og hann liefði verið í liringekju þessa síðustu þrjá mánuði, og nú langaði hann lieim í svalt liaust- veður og ró og frið. Hann var búinn að fá nóg af sólskini og ferðalagi í bráðina. Honum liafði auðnazt að sjá meira af Mexikó en flestum öðrum ferðalöngum. Og feginn var hann, að hann hafði byrjað á spönslcunámi, þegar hann var unglingur. Ef liann hefði ekki kunnað málið, liefði hann farið milcils á mis. En auk þess gat liann ekki fullþakkað Ortegafólkinu, þvi að líkast var, að það ætti hvert bein i honum. Hann liafði farið um landið þvert og endilangt i flugvélum og járnbrautarlestum og leiguvögnum og langferðabílum. Hann hafði þotið áfram á hreið- um og eggsléttum akbrautum, þar sem liraðans varð varla vart, og liann hafði liætt lífi sínu á krókóttum einstigum í hengiflugum fjallanna. Hann hafði farið frá ströndum Atlantshafsins yfir til Iíyrrahafsstranda, frá þurrum og þyrrkings- legum Kaliforníuskaganum yfir til frumskóganna í Yukatan. Hann liafði gist í afskelcktum Indíánaþorpum UPP til fjalla og dvalið á reisulegum búgörðum hjá virðulegum Kreólum. Hann liafði ýmist etið ttiiðdegisverð í fínustu gistihöllum höfuðborgar- ittnar eða við snarkandi varðelda úli í eyðimerkur- jttðrinum. Hann liafði liorft á bæði hanaat i Httadaljara og nautaat á stærsta leikvangi liöfuð- korgarinnar og reynt að þola að sjá þessar rudda- legu skemmtanir, en mistekizt. Hann hafði kynnzt fólki af ýmsum kynþáttum og alls konar stéttum og stigum, og alls staðar eignast vini. Hann hafði sannarlega frá mörgu að se&ja> þegar heim kæmi. Og liann ætlaði að nota næðistímann á skipinu til þess að rifja upp minn- ingarnar frá ferðinni, meðan þær væru ferskar, og hripa þær upp. Seinna mundu þær fyrnast, og Ijómi ævintýranna fölna. Forsetinn hafði látið í Ijós þá von við hann, að hann myndi bera Mexikó söguna vel, þegar heim kæmi. „Svíþjóð og Mexikó liafa ekkert um að deila, en ýmislegt að bjóða livort öðru,“ sagði liann. Sjálfsagt hefur hann þá haft í liuga, að samkomulagið við Bandaríkin var ekki eins gott og æskilegt hcfði verið. Einkum var Berg minnisstæður dagurinn áður en hann lagði af stað. Senor Ortega hafði lialdið veizlu i gömlu höllinni, honum til heiðurs. í endur- minningunni var þetta líkast draumi. Margir gest- anna, einkum konurnar, liöfðu húizt gömlum, spænskum þjóðbúningum, og allt var blómaskrúði vafið. Dans var stiginn, gamlir, virðulegir dansar, sem nærfellt voru fallnir i gleymsku í flaumi og flughraða tímans, þcgar fólk má naumast vera að því að staldra við og lita til liðinna stunda. Meðal gestanna var sendiherra Svía, og liann óskaði Berg til hamingju með hið milcla gengi, sem hann hafði hlotið Iijá mörgu ágælu fólki. „Hvernig fóruð þér að þessu?“ liafði liann spurt. Og Berg gat ekki sagt annað en það, sem satt var, að hann hefði engan veginn farið að, þetta liefði orðið svona af sjálfu sér. „Já, það er líklega skýringin,“ hafði sendiherrann sagt. Berg liafði notið lífsins hið bezta. Hann var sem endurfæddur og hafði gleymt áhyggjum sínum. Gleymt þeim á þann hátt, sem nauðsynlegt er, til þess að geta lifað lífinu. Það er elcki hið sama og að allar minningar séu þurrkaðar út. En lionuni fannst á ný, að framtíðin brosti við sér, eins og þegar hann liafði lokið stúdentsprófi. Frú Ortega, kona ráðherrans, hafði tekið eftir þessari breytingu, sem orðin var á Berg, og hafði orð á við hann. Hún hafði gert svolítið að gamni sínu um Svíana, sem væru svo barnalega feimnir. Fulltíða karlmenn báru sig eins og þeir væru að biðja afsölcunar á því, að þeir skyldu vera til. En henni fannst mexikanska sólskinið liafa gert kraftaverlc á þessum norræna slcógarbirni. 3

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.