Æskan - 01.01.1955, Blaðsíða 16
ÆSKAN
Hvaá ungur nemur, gama
„Viltu ekki segja okkur sögu?“
Öll börn eru sólgin í sögur. Foreldrar þeirra og
kennarar vita það öðrum fremur. Ég man til
dauðadags Ijómann á andlitum skólabarna minna,
þegar ég sagði þeim að nú kæmi sagan, sem þeim
væri ætluð í dag. — Og þið vitið það, börnin góð,
að eitt er ákaflega mikilsvert fyrir börn í sambandi
við söguna, og það er, að' hún endi vel. Því að sem
betur fer, vilja börnin æfinlega, að það, sem gott er,
gangi með sigur af hólmi í sögunni alveg eins og
i daglegu lífi, því að góð saga, og þvi miður líka
mörg slæm saga, er alltaf að gerast á meðal okkar.
Það er t. d. ekki góð saga og endar venjulega
ekki vel, þegar börn venja sig á eyðslusemi og
kæruleysi i meðferð fjármuna. Þess vegna er oft
að flýta sér, freistast þau til að gá að, hvort komnir
séu sætukoppar á bláberjalyngið. Svo hnoðast þau
öll upp á bakið á Gamla-Grána og berja ákaft
fótastokkinn. En Gráni er ekki uppnæmur fyrir
svoleiðis löguðu og fer rólega.
Heima er allt á ferð og flugi. Karlmennirnir leita
að brífum, en þær eru ekki alltaf við liöndina. Svo
fara allir að snúa heyinu. Þegar búið er að snúa
síðasta flekknum, er byrjað aftur á þeim fyrsta
og farin önnur umferð. Þá er hægt að fara að taka
lieyið saman. Fólkið gefur sér varla tima til þess
að borða, og enginn minnist á að leggja sig útaf
nema Jón gamli. Hann hefur staðið við slátt, og
segist ekki hafa slitið sér út við ralcstur liingað til
og fari ekki að gera það á gamals aldri. Svo leggst
hann upp í rúm og tautar eitthvað um, að veðra-
breyting sé í nánd, giktin leggist svo í vinstri
mjöðmina á sér.
Þegar komið er nokkuð fram á daginn, dregur
ský fyrir sólina, og síðan hrannast hver skýbólst-
urinn eftir annan upp á himininn. Fóllcið herðir
sig svo, að svitinn rennur i stríðum straumum
niður andlitið. Og erfiðið er ekki árangurslaust.
Þegar fyrsti dropinn dettur, er verið að mæna síð-
asta sætið. Svo hellist regnið úr loftinu, en það
gerir ekkert til. Allir eru ánægðir með dagsverkið,
og það er líka ástæða til þess.
Engilráð M. Sigurðardótlir.
[Grein þessi er samin sern fullnaðarprófsritgerð á siðast-
iiðnu vori. Prýðileg. Æskunni þætti fengur í að fá fleiri
slík ritgerðarsýnisliorn til birtingar.]
ömurlegt að þurfa að segja þá sögu. En við, sem
fullorðnir erum, kunnum marga sorgarsögu um
það, hvernig slíkt endar. — Ég þekkti t. d. einu
sinni góðan dreng á glæsilegu heimili, sem fékk
svo að segja allt, sem hann langaði til að eignast.
Og hann eignaðist líka margt og var alltaf að fá
nýtt og nýtt. En þetta gerði hann hirðulausan með
allt, sem liann átti. Hann hefur sjálfsagt hugsað
sem svo: „Það er svo sem sama þótt þetta verði
ónýtt, ég fæ bara nýtt i staðinn.“ Og þannig gekk
það líka. Honum var um fátt neitað i uppvext-
inum. En hvernig fór svo? Sú saga er lengri en
svo, að hún verði sögð hér. En hún varð sorgar-
saga. Drengurinn hafði vanizt á að fá allt, sem
liann langaði til og án þess að hafa nokkuð fyrir
því sjálfur. Hann liafði vanið sig á liirðuleysi.
Hverjum eyri, sem hann fékk, var jafnóðum eytt
í óþarfa. Og þegar liann þurfti svo að sjá um sig
sjálfur og hafði engan til að moka i sig peningum,
þá greip hann til þeirra úrræða, sem steyptu honum
í glötun. — Hann varð aldrei að manni, og þó var
liann greindur og fallegur drengur. En uppeldi
lians i sambandi við peninga varð honum að
fótakefli.
Og þannig hefur mörgum farið. En sem betur
fer eru til margar sögur alveg gagnstæðar þessu.
Það eru sögur um ráðdeildarsöm börn. Þau eiga
hyggna foreldra, sem liafa hóf í öllu. Þau fá að
vísu margt, en aldrei allt, sem þau langar til. Og
þau fá það því aðeins, að þau sýni og sanni, að þau
fari vel með það, sem þau eiga. Og þegar þau
eignast aura, annaðhvort fyrir vinnu sína eða að
gjöf, er þeim bent á gildi þcss að eyða eklci öllu
jafnóðum, heldur leggja i sparisjóð nokkurn liluta
þess að minnsta kosti, og geyma það þangað tU
brýn þörf kallar.