Æskan - 01.01.1955, Blaðsíða 6
ÆSKAN
tekið dálílið af sólslcini með yður. Þér þurfið þess
sannarlega við.“
Og honum liafði aukizt svo kjarkur, að hann
bauð lienni upp í dans, og hann gerði hvað hann
gat í þessum glaða lióp að vera eins og glæstur og
glaður ungur Spánverji. Ef einhver hefði sagt
honum fyrir þrem mánuðum, að hann mundi
dansa við konu mexikanska innanríkisráðherrans
í höll frá 16. öld!
Síðan hafði hann kvatt vini sína í höfuðborginni
og flogið til Bandaríkjanna. Og nú var liann á
sænsku skipi á leið heim. Á borðinu fyrir framan
liann stóð Indíánahaus úr brenndum leir, all-
vel gerður. Næst honum stóð stór ljósmynd af
ungum manni með topplaga hatt, geysilega barða-
stóran. Það var Óskar. Hann hafði sent þetta í
pósti til Ortegahallar. Nú var Óskar búinn að vera
nokkrar vikur lieima í Vera Cruz. Hann var kom-
inn í skóla og ætlaði að verða verkfræðingur. Berg
saknaði hans. Þeir höfðu kvaðzt með kærleikum
á brautarstöðinni i Mexikóborg.
Þriðji minjagripurinn á borðinu var leirgauk-
urinn. Ilann var tómur. Gimsteinarnir lágu vel
geymdir í peningaskáp skipsins. Sænski sendiherr-
ann liafði greitt fyrir honum með allt, sem þurfti
til þess, að gimsteinarnir kæmust aftur til Sviþjóðar
án tollgreiðslu.
Berg hrosti, er minningarnar röktust upp, og
penninn skeiðaði yfir pappírinn. Það var gaman
að vinna. Það var gaman að lifa. Nú ætlaði liann
að taka til við doktorsritgerðina, þegar hann kæmi
heim. Hún var nógu lengi búin að liggja í salti.
21. Mexíkanski galdrakarlinn.
Það er ekkert þrekvirki að fara með nýtízku
farþegaskipi yfir Atlantshafið. Berg fékk gott veður
á leiðinni og gekk á land í Gautaborg á tíunda
degi. Þá var þar liellirigning og ekki hafði séð til
sólar i marga daga. En sjálfsagt hélt hún áfram,
blessuð, að steikja menn og skepnuy í Mexikó.
4
Hann gat ekki farið tafarlaust til Suðurtúna,
því að hann átti brýn erindi við mexikönsku sendi-
sveitina í Stokkhólmi og utanrikisráðuneytið.
Sænski sendiherrann í Mexikó hafði notað tæki-
færið og beðið hann að fara með nokkur dýrmæt
skjöl, sem hann þorði ekki að senda í pósti. En
þegar erindunum í höfuðstaðnum væri lokið, ætlaði
liann að láta sprengjuna springa og allan heiminn
verða hissa. — Það er að segja, ef nokkurt púður
var þá i henni. Honum varð stundum órótt við þá
tilhugsun, að leirgaukarnir væru tómir, eða hinir
árvöku og fingralöngu þjónar Smiths hefðu náð
í þá.
Berg rakst á gamlan slcólabróður í næturlestinni
til Stokkhólms.
„Hvað er að sjá þig, drengur, kolmórauður af
sólbruna í liaustrigningunni! Hvaðan kemurðu?“
Berg var feginn að liitta gamlan kunningja og
sagði lionum frá ferðum sínum. Og kunninginn
hlustaði af athygli og gerði gáfulegar athuga-
semdir, svo að Berg hafði hina mestu ánægju af
að segja frá og svala sér á að tala móðurmál sitt.
Nóttin leið fyrr en varði. En auðvitað þagði Berg
yfir leyndarmáli sínu.
Þegar hann kom lil mexikanska sendiráðsins í
Stokkhólmi, fékk hann fullvissu um, að leirgauk-
arnir voru vel geymdir. Þeir voru komnir aftur
til Suðurtúna úr láninu til Gautaborgar, og voru
geymdir þar undir lás og loku í kjallara Skandi-
navislca bankans og biðu þess, að Berg kæmi lieim.
Berg hló, þegar hann heyrði söguna um mr.
Gold. Hann var ekki í cfa um, að Gold liafði brot-
izt inn í Menntaskólann, aðeins til þess að ná i
gimsteinana. Og auðvitað hafði Smitli verið pottur
og panna í fyrirtækinu. En sagan endaði vel,
annars hefði hún verið miður skemmtileg.
Berg var i bezta skapi, þegar hann livarf frá
Stolckhólmi. Honum liafði gengið allt í hag.
Mexikanslci sendiherrann liafði lofað að koma til
Suðurlúna daginn, sem Berg ætlaði að opinbera
leyndarmálið. Ekki mundi fréttasnápunum þykja
það draga úr tíðindum.
Berg dvaldi nolckra daga heima lijá móður sinni,
og hún tók honum auðvitað eins og liann hefði
verið glataði sonurinn. Síðan hvarf hann til Suður-
túna. Það var bezt að fá botn í ævintýrið, til þess
að liann gæti farið að vinna aftur. Hann var
búinn að slæpast nógu lengi.
Þegar hann steig út úr lestinni í Suðurtúnum,
fann liann fyrst, að hann var kominn heim. Tveir
skóladrengir á leið heim til sín heilsuðu honum
glaðbrosandi og Berg tók kveðju þeirra glaðlega.