Æskan - 01.01.1955, Blaðsíða 11
ÆSKAN
okkur bæði, segir Geiri og klaþpar á treyjuvasann
sinn.
Það gerir ekki betur en Vala trúi þessu, og það
liggur við, að hún sé feimin við að fara með Geira
inn í stóra veitingatjaldið. En Geiri er hvergi
smeykur. Ilann ýtir Völu á undan sér inn úr dyr-
unum og pantar lianda þeim sítrón og kökur. Völu
finnst þetta mesta sælgæti, og hún litur til Geira
með aðdáun.
— Átlu virkilega nóga aura til þess að borga
þetta allt saman? spyr hún.
— Hafðu engar áhyggjur af því, segir Geiri, og
kann borgar það sem upp er sett, þegar þar að
kemur.
— Ég er húinn að geyma þessa peninga síðan ég
var heima, segir liann. Ég fékk þá fyrir maðka,
sem ég seldi veiðikörlum.
-— Komið ykkur í burtu, ef þið eruð búin að fá
afgceiðslu, segir ein af frammistöðustúlkunum við
börnin, og þau þora ekki annað en hlýða, þó að
þeim þyki gaman að sitja þarna og horfa á
fólkið.
— Það er leiðinlegt, að allir dagar skuli enda,
segir Vala, þegar þau eru komin út.
— Mér þykir verra, livað fleslir dagar eru lengi
að liða, segir Geiri, og svo eru þeir svona ægilega
niargir í einu ári. Ég vildi óska, að það væri ekki
nema ein vika i árinu, eða i mesta lagi tvær.
— Það vildi ég ekki, segir Vala. Þá yrðum við
svo fljótt gömul.
— Mér er sama, ef ég fæ að ráða mér sjálfur,
segir Geiri.
Vala svarar þessu engu. Henni verður alltaf
þungt í skapi, þegar hún liugsar til þess, að Geiri
geti ekki farið heim til sin núna eftir réttirnar,
eins og hún fær að gera.
Fólkið er enn að skemmta sér, og á einum stað
hefur dálítill hópur dregið sig saman og syngur
hástöfum:
„Vormenn íslands, yðar bíða
eyðiflákar, heiðalönd.
Komið, grænum skógi að skrýða,
skriður berar, sendna strönd.
Iluldar landsins verndarvættir,
vonarglaðar stíga dans,
eins og mjúkir hrynji liættir,
heilsa börnum vorhugans."
— Við skulum koma nær og hlusta á sönginn,
segir Vala. En þá er úti friðurinn. Húsbóndinn
kallar til Geira og hiður hann að fara að leggja
3- hestana,
Hvort öðru heimskara.
Nú ætla ég að segja ykkur gamalt ævintýri um
karl og keríingu, sem voru ósköp fátæk. Hið eina,
sem þau áttu, var ein liænupúta og svo kofahrófið,
sem þau áttu heima í. Einn góðan veðurdag bað
karlinn konu sína að skreppa með hænuna i kaup-
staðinn og reyna að selja hana.
— En þú verður að bera þig að fá gott verð fyrir
liana, því að annars sálumst við úr sulti.
— Það er orðið meir en mál að fara að koma
sér af stað, segir húsmóðirin.
Vala er drifin upp á gamla Brún, og hún verður
að skilja við Geira, því að liann á að lijálpa karl-
mönnunum að reka heim féð.
Hún er orðin þreytt og syfjuð og fæst ekki um,
þó að húsmóðirin teymi undir henni.
Gamli Brúnn hefur ekkert mýkzt í gangi, og
Vala skekst upp og niður í söðlinum alla leiðina
heim. Hún lieldur sér svo fast i sveifina, að hana
sárverkjar í handleggina, og skemmtun dagsins
færist svo undarlega langt i burtu.
— Þetta er nú meiri kerlingarreiðin, segir hús-
móðirin, og reynir að hotta á gamla Brún. Þú ert
líka einstakt dauð)'fli á hestbaki, stelpa.
Vala klemmir aftur munninn. Hún er gráti nær
af þreytu, en liún veit, að það þýðir ekki að kvarta.
Loksins er ferðin á enda og dagur kominn að
kvöldi.
— Þú ert sjálfsagt orðin þreytt, segir húsmóðirin
óvenju hlýlega. Fáðu þér einhvern hita, skinnið
mitt, og drífðu þig svo í rúmið.
Vala lætur ekki segja sér þetta tvisvar. Hún
flýtir sér að liátta og lcúrir sig niður. En svefninn
vill ekki koma, og alls konar annarleg hljóð óma
fyrir eyrum hennar, liundgá, jarmur og danslaga-
dynur. Það er gengið fram og aftur um baðstofuna,
slcrafað og hlegið.
Vala bærir ekki á sér, fyrr en liún heyrir létt
fótatak, sem nálgast rúmið hennar.
— Ertu virkilega sofnuð, segir Geiri.
— Nei, ég er ekki sofnuð.
— Húshóndinn gaf mér hana Bíldu, sem ég
bjargaði frá slátrun um daginn, svo að nú á ég
hæði folald og kind, segir Geiri og er rokinn á
burt aftur.
Völu finnst þetta mikil og góð tíðindi til þess
að taka með sér inn í svefninn, sem sigrar að
lokum, þrátt fyrir eril og umgang.
Ragnh. Jónsdóttir.
9