Æskan - 01.01.1955, Blaðsíða 21
ÆSKAN
Orðsending.
Með þessu blaði sendum við okkar
beztu nýársóskir til allra kaupenda
blaðsins. Vegna veikinda afgreiðslu-
mannsins má búast við, að einhver
vanskil hafi orðið á blaðinu frekar
en venjulega, og mun verða reynt að
bœta þar úr, svo framarlega að við
fáum vitneskju um það frá kaupend-
unum.
Innheimta á blaðinu hefur gengið
ver á liðnu ári en nokkur undanfarin
ár. Vonum við, að úr þessu verði bætt
á næsta ári, svo kaupendatala blaðs-
ins þurfi ekki að lækka.
Nú viljum við hvetja alla vini og
velunnara blaðsins til nýrra átaka á
því sviði að auka kaupendatölu biaðs-
ins á þessu ári.
Gcrizt sjálfboðaliðar.
Safnið kaupendum og gerizt útsölu-
menn.
Ómakslaun eru 20—25% fyrir inn-
heimtu og afgreiðslu.
Okkar duglegustu útsölumenn eru
i hópi barnanna á aldrinum 10—12
ára. Okkur vantar fleiri á þessum
aldri. Athugið nágrenni vkkar, livort
þar séu ekki heimili, sem ekki kaupa
blaðið, og ef svo er, þá bjóðið þcim
aðstoð ykkar að ná í það.
Vegna þess að dálítið er til af síð-
asta árgangi og næstsíðastá, þá fá nýir
kaupendur einn árg. i kaupbæti, ef
borgun fylgir pöntun.
Verðlaun verða veitt.
Nýir útsölumenn, sem útvega 5 nýja
kaupendur, eða eldri útsölumenn, sem
bæta við sig 5 nýjum kaupendum,
fá i verðlaun, eftir eigin vali, ein-
hverja eina bók af eftirtöldum útgáfu-
bókum Æskunnar:
Grant skipstjóra og börn lians,
Kynjafilinn,
Eirík og Möllu,
Oft er kátt í koti,
Kappa, II. hefti.
Þá verða veitt ein aðalverðlaun.
Sá, sem útvegar flesta nýja kaup-
endur, þó ekki undir 30; fær í verð-
laun, auk sinna venjulegu ómakslauna,
Pelikanpenna með áletruðu nafni.
Við vonum að eldri og yngri áhuga-
menn blaðsins athugi nú vel þau
kostakjör, sem hér eru boðin.
Að endingu svo þetta:
Tilkynnið nafnabreytingar og bú-
Sinn er siður í landi hverju.
Síðastliðið sumar bar það til, að
haförn gerði sér hreiðu*- i einu hæsta
trénu í skógi á Norður-Sjálandi. Það
hafði eklci borið við í 40 ár, svo kunn-
ugt væri, að örn verpti i Danmörku,
svo að þetta þótti merkis atburður.
Það þótti þess vegna eiga við að hafa
eitthvað við konung fuglanna, sem
kom í þessa óvæntu heimsókn. Nokkr-
ar vikur, eða meðan eggjamamma lá
á, var haldinn lögregluvörður urn
varpstaðinn, svo að hún yrði ekki
fyrir ónæði af forvitnum gestum, en
gæti ungað út í ró og næði.
Á Tjörninni i Reykjavik voru tamin
álftahjón siðastliðið sumar og þau
gerðu sér hreiður i sefi noklcuð frá
bakkanum. En eggjamamma hafði
þar ekki frið fyrri forvitnu fólki. Þó
að lögreglan reyndi að bægja því frá,
dugði það ekki. Hreiðurhjónunum
tókst ekki að unga út, og þau urðu
barnlaus.
staðaskipti fljótlega, svo blaðið fari
ekki á flæking. Okkur er Ijúft að bæta
úr öllu sliku eftir fyllsia inætti.
Þökkum mörg vndæl bréf og hlý orð
í garð blaðsins á liðnu ári.
Þökkum útsölumönnum okkar og
einstökum kaupendum fyrir samstarf-
ið á árinu og þá tryggð. scm þeir hafa
sýnt Æskunni alla tíð og sumir þeirra
svo áratugum skiptir.
Gleöileqt ár.
J. Ö. 0.
Næstum því vasabíll.
Siðastliðið sumar var haldin bíla-
sýning suður á ítaliu, i borg, sem
heitir Turin. Þar var sýndur bíll, sem
liklcga er minnsti bíll í Jieimi, af þeim,
sem teþast til „alvörubíla". Hann er
kallaður íselló og er smiðaður í ísó
bilasmiðjunum i Mílanó. Það er nú
skrítið farartæki. Einar dyr eru á
honum, beint framan á, og vélin er á
milli afturhjólanna. Vökvahemlar eru
á öllum hjólum. Vagninn er aðeins
2,25 m á lengd og 1,32 m á hæð og
vegur 43 kg! Sæti er fyrir einn man'n
auk bílstjóra. Hvernig skyldi liann
henta fyrir vegina hér á landi?
Skrítlur.
— Hefurðu heyrt hvað kom fyrir
Kalla? Hann datt út um glugga í tiu
liæða húsi!
— Nú, braut hann ekki i sér hvert
bein?
— Nei, nei, hann datt aftur á bak út
um kjallaraglugga.