Æskan - 01.01.1955, Blaðsíða 12
ÆSKAN
Hafaldan háa!
hvað viltu mér?
Berðu bádinn smáa
á brjósti þér,
meðan út á máa-
miðið ég fer.
(.T. H.)
— Hvað á ég að setja upp á liana, sagði konan.
— Þú skalt setja upp á hana hæsta markaðs-
verð, sagði karlinn.
Konan tók liænuna og arkaði af stað með hana.
Þegar hún var nærri komin til kaupstaðarins, mætti
hún kaupmanni einum.
— Viltu kaupa hænuna mína? lcallaði liún til
lians.
— Ilvað á hún að kosta?
— Ja, ég vil fá sama og liún mundi vera horguð
í búðinni.
Kaupmaður leit við lienni og hugsaði með sér:
Ilún er víst mesti einfeldningur, kerlingarrolan.
Ég get líldega fengið hænuskömmina fyrir lítið.
Svo sagði hann við hana:
— Þú færð 10 aura fyrir hana í búðinni.
— Það er ágætt, sagði hún. Þá læt ég hana
fyrir 10 aura.
Kaupmaður rélti lienni tíeyring, og hún fékk
lionum liænuna, glöð yfir því að hafa komið pút-
unni í peninga svona fyrirhafnarlítið.
Svo fór hún inn í bæinn og keypti sér bréfpolca
fyrir 2 aura og snærisspotta fyrir aðra tvo aura
og stakk í pokann því, sem eftir var af aurunum
og hatt fyrir hann með snærinu, og svo hélt liún
heimleiðis.