Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1955, Blaðsíða 23

Æskan - 01.01.1955, Blaðsíða 23
ÆSKAN Ríkisprentsmiájan Gutenberg Reykjavik - Þingholtsstræti 6 Pósthólf 164 Sfmar (3 línur) 2583, 3071, 3471 Prentu n Bókba nd P a p p í r Vönduá vinna ♦ Greiá viðskipti Tímaritið SAMTÍÐfN flytur framhaldssögur, smásögur, brááfyndnar skopsögur, ævisögur heimsfraegra manna, getraunir, samtalsþætti, bridgeþætti, frægar ástarjátningar, úrvalsgreinar, bæái frumsamdar og þýddar úr erlendum tímaritum, kvenna- þætti meá tízkunýjungum og hollrááum viá vandamálum í einkalífi fólks, forustugreinar um menningar- og athafna- mál líáandi stundar o. m. fl. 10 hefti ár/ega fyrir aðeins 35 kr. Nýir áskrifendur fá einn eldri árgang í kaupbæti. Póstsendiá í dag meáfylgjandi pöntun: Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐINNI og sendi hér með árgjaldið, 35 kr. Na fn ..... Heimili .................................. Utanáskrift okkar er : SAMTÍÐIN. Pðsthðlf 75, Reykjavík. Hólar. Það voru fjórir nólar á túninu, og litla stúlkan, sem liét Ása, mátti leika sér á túninu eins og hún vildi, en aðeins á þremur hólunum.Ástœrsta hólinn mátti hún ekki korna, þvi að þau álög hvildu á lionum, að sá, sem kæmi alveg að lionum, myndi hverfa inn i hann og aldrei koinast til manna- hyggða upp frá því. Og nú var Ása litla að Ieika sér á túninu. Hún var orðin leið á að leika sér alltaf á sömu hólunum. Hana lang- aði ósköp mikið, þó að ekki væri nema að ganga i kringum stóra hólinn. Ása vissi, að allir voru úti á engj- um, og nú hugsaði liún með sér, hvort það mundi nú gera nokkuð til, þótt hún athugaði stóra hólinn dálitið. Hún ætlaði ekkert að fara upp á hann, og það þurfti enginn að vita það. Jú, hún ákveður nú að fara. Nú er hún komin að hólnum, og 'henni fannst Iiann fjarska fallegur. Á honum uxu lauftré og þyrnirunnar, sóleyjar, rósir og mörg önnur fjarska falleg blóm. Og nú greip hana sterk löngun lil þess að gefa mömmu sinni svolítinn blómvönd. Hún hugsaði um, hvort það gerði nokkuð til, þó að hún tíndi nokkur hlóm af liólnum. Og liún klifraði yfir girðinguna, en hóllinn var afgirtur. En um leið og hún hafði gengið fjögur skref að hólnum, þá vissi hún ekki fyrr en hún var komin í fallegan garð. Svo fallegur var hann, að hún hafði aldrei séð svona fallegan garð. Aldintrén svignuðu undir ávöxtunum, og Ásu fannst rósirnar og öll blómin hlæja framan í sig. í miðjum garðin- um stóð stórt og fallegt hús, og nú fór Ása að horfa á það. Og þegar hún var búin að horfa á það dáiitla stund, þá opnast dyrnar, og fjarska fögur kona kemur út i dyrnar. Hún var klædd i skartklæði, isaumuð gulli og silfri, en Ása litla, sem var óvön þessari dýrð, fékk ofbirtu i augun af geislaflóðinu, sem lék um liana. Nú tólc konan til máls og spurði Ásu, hvort lnin vildi ekki eiga heirna i jiessu húsi. „Þú mátt leika þér í þess- um garði og horða ávexti af trjánum eins og þú vilt og klæðast i skartklæði eins og ég,“ sagði álfkonan. Nú var Ása algerlega búin að gleyma sér i allri þessari dýrð, svo að hún játti þvi og fylgdist með álflconunni. En þegar hún var búin að vera jiar í átta daga, þá fór lienni að leiðast. Hún sagði álfkonunni frá því, en hún vildi lielzt ekki leyfa henni að fara heim. Nú fór Ásu að leiðast svo mikið, að liún var háskælandi allan daginn, þá fór álfkonan að verða óþolinmóð og sagðist fara með hana heim eftir tvo daga. Þá lét Ása liuggast. Nú voru liðnir tveir dagar, og Ása var aftur orðin vonlaus, en að kvöldi annars dags kemur álfkonan til Ásu og gefur henni hálsmen eitt úr skira gulli og segir henni, að þetta sé gæfu- gripur og að gæfan muni fylgja henni, meðan hún beri þetta men á sér, og nú skuli hún fara að sofa. En um morguninn, þegar hún vakn- aði, þá lá hún i rúminu sinu heima hjá pabba og mömmu. Allir voru fjarska fegnir að sjá hana. Það var búið að leita hennar i marga daga, og allir héldu, að hún væri dáin. Svo varð Ása litla að segja upp alla söguna, og hún ætlaði aldrei að óhlýðnast niömmu oftar. Þuriður Gunnarsdóttir. 19

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.