Æskan - 01.01.1955, Blaðsíða 15
ÆSKAN
Sjáðu, Vaskur.
Sjcíðu, Vaskur, vinur minn,
hve verölclin er skemmtileg!
Sólin kgssir kjamma þinn
lcát og glöð og notaleg.
Kúrir úti á kofavegg
kisa, og dreymir feita mús,
sem hún veiddi sér í gær
og síðan lapti rjóma úr krús.
Feráasaga.
Sunnudagurinn 21. júní 1953 rann upp bjartur
og fagur. Tímanlega um morguninn var lagt af
stað héðan að heiman á gæðingnum, sem var
Ferguson dráttarvél.
Við fórum þrjú héðan, ég pabbi og Sigurður
Júlíusi hróðir minn. Ferðinni var heitið norður að
Núpi í Dýrafirði, til þess að vera viðstödd á íþrótta-
móti, sem átti að halda þar. Fyrir móti þessu stóð
Héraðssamband U.M.F. Vestfjarða.
Ferðin til Þingeyrar gekk ágætlega. Er þangað
kom, heið við bryggjuna bátur, sem flutti fólkið
yfir Dýrafjörð að Gemlufalli. Þaðan var farið i
híl að Núpi. Þegar þangað kom, var gengið í
kirkju. Tveir prestar framkvæmdu messuathöfn-
ina, þeir séra Eiríkur Eiriksson, skólastjóri að
Núpi, og séra Stefán Eggertsson, prestur á Þingeyri.
Var þetta mjög hátiðlegt.
Þennan sama dag voru stödd að Núpi Ásgeir
Ásgeirsson, forseti íslands og frú hans, Dóra Þór-
hallsdóttir. Ilann byrjaði ferð sína um Vestfirði
með þvi að heimsækja hinn sögufræga stað, Ilrafns-
eyri, sem er fæðingarstaður þjóðhetjunnar Jóns
Sigurðssonar forseta.
Kirkjan á Núpi er ljómandi falleg, og uppi yfir
altarinu voru raðir af litlum rafljósum. Þau voru
víst ein fjörutíu. Eftir messuna, sem fór prýðilega
fram, var gengið niður á íþróttavöll undir þjóð-
fánanum okkar fagra. Þar liélt sýslumaður Isa-
fjarðarsýslu ræðu og hauð forsetann velkominn á
þennan stað. Forsetinn ávarpaði svo mannfjöldann
og þakkaði árnaðaróskir og óskaði héraðinu heilla.
Heimsókn forsetans setti mikinn svip á þennan
Sumarstörf í sveit.
Sumarið, indælasli timi ársins, er komið. Fugl-
arnir syngja og sólin skín. Nú er mikið að gera í
sveitinni. Allir keppast við að vinna frá morgni
til kvölds. Jafnvel minnstu börnin gera það, sem
þau geta. Og þegar hvert mannsbarn á heimilinu
leggur fram starfskrafta sína jneð glöðu geði, og
allir lijálpast að, verður vinnan leikur einn. Einum
slíkum degi ætla ég nú að lýsa.
Það er steikjandi sólskin, og þá auðvitað brak-
andi þurrkur. Nú verður að láta hendur standa
fram úr ermum við að snúa heyinu og síðan að
taka það saman. Ekki er timi til að koma því strax
inn i hlöðu, það er svo lengi verið að því. Krakk-
arnir ldaupa i spretti til þess að ná í Gamla-Grána.
Ilann dregur rakstrarvélina. Dráttarvél eða bíll
eru ekki til á bænum, og þess vegna verður að
notast við gömlu klárana. Þó að krakkarnir séu
dag. — Þessu næst var keppt í mörgum íþrótta-
greinum, og fór mótið prýðilega fram.
Á móti þessu keppa íþrótta- og ungmennafélögin
um verðlaunagrip. Hlutskarpasta félagið að þessu
sinni var Ungmennafélagið Höfrungur. Vann Höfr-
ungur gripinn til fullrar eignar.
Að mótinu loknu fórum við heim að Núpi til að
fá okkur hressingu. Þegar liðið var á kvöldið, var
lagt af stað, sömu leið til baka. Stönzuðum við
lítillega á Þingeyri og skruppum heim til Skarp-
héðins, bróður pabba. Svo var lagt af stað á heið-
ina á sama gæðingnum og við komum, og gekk
ferðin ágætlega. Mun ég lengi hafa yndi af að
minnast hennar.
Nanna J. Kristjánsdóttir.
13