Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1955, Blaðsíða 20

Æskan - 01.01.1955, Blaðsíða 20
ÆSKAN Lesendurnir Á sjómannadagínn. Einu sinni fór óg út að selja merki með henni Margréti. Við fórum út um allt, og það seldist ekkert. Þá tókum við upp á því að fara út á Álftanes. Við vorum að vita, hvort við seldum ekki meira þar. Við fórum á hjólinu hennar Margrétar. Hún Mar- grét reiddi mig, og svo héldum við áfram. Svo fórum við í húsin og seld- um svolítið af merkjum. Við œtluðum að selja hjá forsetanum á Bessastöð- um, en við þorðum ekki að fara þang- að, því að þá hefðum við þurft að hneigja okkur. Við sáum alveg heim til hans. Svo komum við að hvítu húsi, og þar var hundur, sem kom út og gelti svo agalega mikið, að við urðum hræddar. Við urðum alveg vitlausar og grenjuðum og orguðum. Hundur- inn gerði okkur vitlausar. Svo kom kona og sagði okkur að fara, hún skyldi gæta lnindsins. Við fórum og komum að glerhúsinu, og þar var þá úlfhundur. Við flýttum okkur áfram og kom- umst lieim. Fólkið heima var orðið hrætt um okkur. Við komum heim klukkan 3. Margrét fór Iieim til sín, og ég fór heim til mín. Svo fórum við að skiia merkjunum, og ég fékk 15 krónur, en Margrét 13 krónur. Svo hófust hátiðahöldin, og þá var nú gaman. Hæ, hæl Jóhanna Pálsdóttir. Tjörgun. Einu sinni voru tvö systkini á bæ. Þau hétu Stína og Halli. Stína var fjögurra ára og Halli sex ára. En svo bar við einn góðviðrisdag, að Halli sagði: „Stína, eigum við ekki að koma austur á réttartún og leika okkur? Þú átt að vera kindin, og ég á að vera smalamaðurinn.“ „Já, það skulum við gera,“ sagði Stína. Þau tóku bæði á rás, og innan stundar voru þau komin að stekknum. Og þá hófst leikurinn. Stína lientist til og frá um túnið og smalamaðurinn á eftir, þvi að nú átti að reka kindina í réttina. Það tókst eftir mikil hlaup. En nú var Halli svo heppinn, að pabbi þeirra hafði gleymt tjörubrúsanum, þegar hann var að marka lömbin. Nú grípur Halli kindina, teymir 18 hafa orðið. hana að tjörubrúsanum og tekur spýt- una upp úr. Stína hljóðar: „Æ, Halli, þú mátt ekki tjarga mig.“ „Góða Stína, láttu ekki svona! Þetta er allt í lagi. Ég tjarga pínu lítið i toppinn. Svo þvæ ég það úr i ánni, áður en við förum heim í matinn.“ Allt í einu kallar mamma þeirra: „Komið strax að borða!“ Ilalli segir: „Komdu, Stina, ég ætla að þvo þér um höfuðið.“ Krakkarnir stukku niður að á. Halli fór að þvo henni um höfuðið. Honum til mikillar undrunar og skelfingar virtist tjaran vaxa i hárinu. Mamma þeirra kallar aftur: „Komið strax að borða, krakkar!“ Hún var höstug í málrómnum. Krakkarnir þorðu ekki annað en hlýða. Þau lölluðu af stað heimleiðis, Stína organdi, en Halli sneyptur, því að hann vissi sökina upp á sig. Þau héldu beina leið inn í bað- stofu. Mamma þeirra sagði: „Hvað er að sjá þig, barn?“ Halii neyddist til að segja upp alla söguna. Af tilviljun var staddur þar gamall maður af næsta bæ. Hann sagði við mömmu þeirra, að það væri hægðarleikur að ná tjör- unni úr með steinoliu. Hildur Gísladóttir. Alfkonan. Einu sinni var lítil stúlka. Hún var eitt sinn sem oftar að leika sér á tún- inu heima við bæinn, en bærinn hét

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.