Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1955, Blaðsíða 10

Æskan - 01.01.1955, Blaðsíða 10
ÆSKAN Leiktjaldahellir. Tjöldin eru þúsundir dropasteina, sem hanga niður úr hvelfingu hellisins. Þeir myndast við það, að vatn, sem blandið er steinefnum, drýpur lát- laust niður úr hvelfingunni, öld eftir öld og árþús- undum saman. Smám saman mynda steinefnin í vatninu þessa dröngla, sem stöðugt lengjast, því að droparnir lianga á endunum og skilja þar mest eftir af steinefni. — Þessi hellir er vestur í Ameríku. Það er búið að reka féð inn i réttirnar, og Vala horfir undrandi á allan þennan mikla fjölda af kindum. Þarna er húsbóndinn og vinnumennirnir og Geiri inni í miðri þvögunni. Geiri veifar hendinni til Völu, en heldur svo áfram að hjálpa karlmönnunum til þess að draga í sundur féð. Vala lítur í kringum sig og horfir á fólkið, sem er þarna á ferð og flugi, og hún sér líka hópa af börnum, sem eru að leika sér skammt frá réttunum. Á öðrum stað eru unglingar að dansa eftir harmonikumúsik, og danslögin blandast hundgá og kindajarmi. Vala fer einförum, hálf utan við sig af öllu því, sem ber fyrir augu og eyru, og hún verður inni- lega fegin, þegar Geiri kemur hlaupandi til hennar að góðri stnndu liðinni. — Húsbóndinn sagði, að ég mætti leika mér með strákunum, segir hann. En mig langar ekkert til þess. — Eigum við að koma og horfa á dansinn? spyr Vala. — Dansinn. Geiri dussar fyrirlitlega. Finnst þér ekki bjánalegt að sjá stelpur og stráka lcrækja sig saman og snúast í hring? En Völu finnst það ekkert bjánalegt. Hún hefur svolítið lært að dansa, og henni þykir það gaman. — Þá vil ég heldur horfa á hunda fljúgast á, segir Geiri, og Vala er svo fegin að fá að vera með Geira, að henni finnst sjálfsagt að láta hann öllu ráða. Það er bráðlega kallað á börnin til þess að borða. Heimilisfólkið frá Ey hefur allt komið sér fyrir undir réttarvegg, og þar er setzt að snæðingi. IIús- móðirin dregur upp allskyns .góðgæti, sem hún hefur haft með sér að heiman, og Gvendur vinnu- maður opnar líka malinn sinn og tekur upp leif- arnar af nestinu sínu. Brauðið er orðið liart lijá lionum og kjötið með undarlegum afkeim eftir að iiafa fiækzt dögum saman um fjöll og firnindi. Völu þykir þetta ekkert gott, en samt er dálitið gaman að geta sagt frá því heima, að hún hafi borðað svona viðförulan mat. Karlmennirnir tala um leitirnar, og hvað vanti af fénu, en kvenfólkið talar um föt, slifsi og svuntur, sem stúlkurnar á hinum bæjunum eru með. — Nú skulum við koma inn í veitingatjaldið og fá okkur kaffi, segir húsbóndinn. Kralckarnir geta verið hjá dótinu á meðan. — Svona er fullorðna fólkið alltaf, segir Geiri, þegar þau Vala eru orðin ein. Krakkarnir geta þetta og hitt, en það er ekki verið að spyrja um, hvað krakkana langi til að gera. — Mér finnst ágætt að vera hérna hjá dótinu, fyrst þú ert líka, segir Vala. — Geiri færir sig nær Völu og hvíslar að henni, eftir að liafa litið vandlega i kringum sig: — Við skulum fara inn i veitingatjaldið á eftir og kaupa okkur eitlhvað. — Ég á enga peninga, segir Vala. — Það gerir ekkert til. Ég á nóga peninga fyrir 8

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.