Æskan - 01.01.1969, Side 12
Hannibal var mjög áhugasamur við að skoða mynd
sína í spegilglampandi tinöskju er konan sýndi j>eim.
hingað, Villi,“ hrópaði Bolivar. „Hér er athyglisverð-
asti hluti námunnar.“
í botni námuopsins hittu þeir verkstjórann. Hanni-
bal var fenginn Ijóslampi í ranann til þess að vísa
leiðina og brátt komu þeir að tveimur mönnum í hörku-
vinnu.
„Þessir menn eru að bora holur inn í bergið, þar
sem sprengiefni er komið fyrir,“ sagði Bolivar, ,,og
þegar búið er að sprengja, er mulningurinn látinn á
vagn, sem flytur hann upp á yfirborðið."
Villa fannst þetta allt saman mjög merkilegt og
allt of stuttur tíminn, þar til þeir þurftu að fara aftur
upp úr námunni. En í laumi var Hannibal mjög feginn,
hann kunni ekki almennilega við sig í þessum dimmu,
þröngu göngum.
Síðar um daginn fór Bolivar með Villa og Hannibal
á markaðstorg, þar sem bolivísk kona sat úti á götu
og seldi alls konar potta og pönnur af ýmsum stærðum
úr gljáandi tini, sem ekki ryðgar við notkun eða þó að
bleyta komi að því.
Hannibal var mjög hrifinn af stórri pönnu, sem
konan sýndi þeim, hann ýtti vinum sínum til hliðar,
til þess að komast betur að til þess að skoða mynd
sína í pönnunni „Hann þarf alltaf að dást að sjálfum
sér,“ sagði Villi brosandi við vin sinn Bolivar, „honum
finnst hann vera svo myndarlegur.“
Kæra Æska!
Mig langar að senda þér tvær myndir,
sem ég tók þegar ég fór að sækja systur
mína í sveitina. Fyrri myndin er af strák
og hundi, strákurinn heitir Axel Helgason,
og er þriggja ára, en hundurinn heitir
Snati. Báðir eiga þeir heima á Valdarási í
Víðidal, Húnavatnssýslu. Hin myndin er af
litlu kaupakonunum, sem voru á þessum
þæ á síðastliðnu sumri. Þær heita, taldar
frá vinstri: Elísabet, Sigurbjörg (systir
mín), Unnur og svo Axel litli og kálfur.
Ég þakka þér þúsund sinnum fyrir allt.
Æskan er bezta barnablað í heimi.
Magnea S. Guttormsdóttir.
8