Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1969, Page 17

Æskan - 01.01.1969, Page 17
villtum fuglum, því að í ánum var fiskur sem fuglarnir sóttust eftir sér til viðurværis. Bændurnir höfðu nautgripi, sauðfé og geitur, svo fólkið liafði nóg af kjöti og mjólk, ull og leðri. Súmerarnir liöfðu þannig nóg af ýmsum gæðum, en þeir áttu einnig við ýmsa erfiðleika að etja. Hitinn var mikill, svo ávallt var nóg sólskin til þess að rækta kornið við, en hitinn þurrkaði einnig jarðveginn svo að hann skorpnaði, þar sem regn kom mjög sjaldan úr lofti. Á vorin þegar flóð komu í fljótin var of mikið um vatn; á sumrin var of lítið af vatni. Þeir urðu því að finna einhver ráð til þess að ná vatni úr fljótunum á akra sína þegar þess þurfti með. Þeir leystu þennan vanda með því að búa til áveituskurði. Þeir grófu síki utan um akra sína, þar sem þeir gátu veitt vatni í og geymt það. Þegar jörðin varð of þurr rufu þeir skörð í síkisbakkana og létu renna yfir akr- ana. Það var vonlaust fyrir hvern ein- stakan mann að byggja sjálfum sér skurð. Það hefði tekið alltof langan tíma. í fyrsta sinn skildist mönnum Næsta frásögn: SARGON, HERKONUNGURINN að þeir urðu að vinna saman í hóp- um, heildinni til hags. En það leiddi aftur af sér, að þeir urðu að velja sér forustumann sem allir urðu að hlýða. Myndin sýnir veggkeilu, nokkurs konar nagla úr hertum leir, sem notaðir voru til veggskreytingar í hofum eða á hús- veggjum. Hann varð að stjórna öllum fram- kvæmdum og einnig að skera úr deil- um um landrými og yfirráð. Þannig mynduðust lög og reglur og yfirvald, því að stjórnandinn varð valdamikill og mikilsverður fyrir samfélagið og varð konungur þess. Raunverulega varð konungurinn svo valdamikill, að fólkið fór að trúa því að hann væri guð eða sendimaður guðs. Þeim skildist að sólin væri einnig máttug, því hún færði þeim fæðu með því að þroska kornið. Þeir litu til sólarinnar sem guðlegs valds vegna orku hennar, og þannig myndaðist trúartilfinning. Það var ekkert um grjót í Súmer og lítið um timbur eða máhna; það var því vandamál fyrir þá að byggja sér hús og að afla málms til smíði vopna. Til þess að útvega sér málm sendu þeir kaupmenn niður með fljótunum. í stað þess að nota timbur til hús- bygginga lærðist þeim að móta leir- inn úr fljótunum í hæfilega stórar hellur, sem þeir létu liggja til þerris í sólskininu, eða settu í eldstæði til herzlu. Síðan notuðu þeir þessar hellur til húsbygginga og til þess að byggja sér hof til guðsdýrkunar. Þar sem þeir höfðu myndað samfélag, unnu saman og höfðu einn foringja sem þeir hlýddu, byggðu þeir hús sín á þröngu svæði sem síðan myndaði eina borg. Á einni myndinni sem hér fylgir má sjá hvernig hús þessa fólks sem lifði fyrir 5.000 árurn í borginni Úr hafa litið út. Úr varð stór og mikil- væg borg þegar tímar liðu. 13

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.